Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 15
KYNNINGARBLAÐ Heilsa Þ R IÐ JU D A G U R 2 6. M A Í 20 20 Ítalinn Cornel G. Popa segist nú þegar hafa komið auga á mögulega meistarakokka framtíðarinnar á kaffistofunni hjá Samhjálp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allt verður gott með ást Ítalski matreiðslumeistarinn Cornel G. Popa ætlar næsta hálfa árið að kenna heimilislausum á Íslandi að elda góðar og heilnæmar krásir fyrir lítið fé. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ég hef búið í Reykjavík undan-farin ár og hef hugsað mér að gera borgina að heimili mínu til æviloka. Því fannst mér skylda mín sem samfélagsþegn að leggja mitt af mörkum til að hjálpa þeim sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið eins lánsamir í lífinu og ég,“ segir ítalski matreiðslu- meistarinn Cornel G. Popa sem um næstu mánaðamót fer af stað með ókeypis matreiðslunámskeið fyrir heimilislausa á kaffistofu Sam- hjálpar. „Ég rakst á grein um heimilis- lausa á Íslandi og komst að því að þeir eru yfir 600 talsins. Þá fór ég að hugsa að með dálítilli hjálp og góðum vilja væri hægt að fækka umtalsvert í hópi heimilislausra,“ segir Cornel. Í greininni kom fram að heim- ilislausir á Íslandi héldu meðal annars til á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. „Því setti ég mig í samband við Jónu Björk Howard, verkefna- stjóra kaffistofunnar, í því skyni að bjóða fram krafta mína sem sjálf boðaliði nokkra daga í viku en þegar þangað var komið varð mér fljótt ljóst að kaffistofan væri tilvalinn vettvangur til að koma á legg gömlu hugarfóstri mínu. Upprunalega hafði ég hugsað mér að leigja eldhús og bjóða heimilis- lausum ókeypis matreiðslunám- skeið þar sem unnið væri gegn matarsóun, en þegar ég sagði Jónu frá hugmyndinni bauð hún mér að nota eldhús Samhjálpar. Sú tilhögun hentaði mér fullkom- lega; nú hafði ég stað til að byrja á, fullan af áhugasömu og lærdóms- fúsu fólki,“ segir Cornel kátur og fullur tilhlökkunar. Fyrirmyndarsamfélag Í upphafi ætlaði Cornel að kenna heimilislausum að elda ódýran og heilsusamlegan mat en sú hug- mynd tók fljótt á sig aðra mynd þegar hann var kominn í samstarf með Samhjálp. „Þá varð til annað verkefni; að ekki einungis kenna heimilis- lausum að elda sér mat með lítið á milli handanna, heldur líka að gefa einstaklingum sem vinna á kaffistofunni í gegnum Vernd eða samfélagsþjónustu á vegum Fangelsismálastofnunar tækifæri til að auka færni sína í matreiðslu,“ segir Cornel og vísar í sex mánaða ókeypis matreiðslunámskeið sem hefst 1. júní og stendur til 1. desember. „Á þessu hálfa ári munu þátt- takendur sækja tvo til þrjá mat- reiðslutíma á dag og einn dag í viku kemur til okkar gestur sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.