Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 22

Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 22
Askja opnaði nýtt atvinnu-bílaverkstæði Mercedes-Benz á Krókhálsi 11 haustið 2019. Í dag eru þar rekin tvö sérhæfð atvinnubílaverkstæði á einum stað. Annað verkstæðið er sérstaklega útbúið fyrir sendibíla og minni atvinnubíla og á hinu verkstæðinu er fullkomin aðstaða fyrir þjónustu við stærri gerðir vöru- og hópferðabíla. „Askja veitir viðurkennda þjón- ustu, sem þýðir að starfsmenn eru sérþjálfaðir til greininga, viðhalds og viðgerða á Mercedes-Benz atvinnubifreiðum og eingöngu er notast við varahluti og olíu sem er sérhönnuð fyrir þessa bíla,“ segir Helga Friðriksdóttir, forstöðu- maður þjónustusviðs Öskju. Nýtt sendibílaverkstæði fyrir Mercedes-Benz Helga segir að nýja sendibílaverk- stæðið sé glæsilegt og búið öllum fullkomnasta búnaði sem völ er á. „Með nýja verkstæðinu er af kastagetan allt að helmingi meiri og þjónustan enn sérhæfð- ari, viðameiri og skilvirkari,“ segir hún. „Fullkominn tækjabúnaður tryggir hraða og örugga þjónustu og öll vinnuaðstaða er til fyrir- myndar, þar sem lyftur og allur búnaður er af nýjustu gerð. Meðal nýjunga á verkstæðinu sem eru sérsniðnar að þörfum Mercedes- Benz sendibíla má nefna þrí- víddar hjólastillingarbúnað og hemla- og fjöðrunarprófun.“ Endurbætt vöru- og hópferðabílaverkstæði „Vöru- og hópferðabílaverk- stæðið hefur líka verið stækkað og endurbætt og allur lyftubún- aður og smurgryfja á verkstæði fyrir stærri atvinnubíla hafa verið endurnýjuð,“ segir Helga. „Ýmsar nýjungar hafa verið innleiddar, stæðum hefur verið fjölgað og aðstaðan til járnsmíðavinnu verið bætt. Verkstæðið hefur verið endurskipulagt með það að markmiði að uppfylla betur þarfir viðskiptavina og nýta tíma þeirra sem best.“ Fjölbreytt þjónusta sniðin að þörfum viðskiptavina „Atvinnubílaverkstæði Mercedes- Benz er einstaklega vel búið tækjum sem eru sérhæfð fyrir þjónustu við Mercedes-Benz. Þar eru m.a. framkvæmdar reglu- bundnar þjónustuskoðanir, olíuskipti, hjólastillingar, bremsu- prófanir og bilanagreiningar,“ segir Sigurður Grétar Ágústsson, þjónustustjóri atvinnubílaverk- stæðis Öskju. „Þar er ástand undirvagna, ljósa- og öryggisbún- aðar líka kannað og uppfærslur á hugbúnaði framkvæmdar.“ Sigurður Grétar segir að þegar komið er með bíl á verkstæði til þeirra sé hann tengdur við grein- ingartölvu sem les ástand bílsins. „Þar kemur fram hvort það sé nauðsynlegt að framkvæma upp- færslur sem hafa áhrif á bílinn og við vinnum þær uppfærslur sam- hliða heimsókninni.“ Löggilding allra ökurita Atvinnubílaverkstæði Öskju fjár- festi nýlega í fullkomnum búnaði til löggildingar á nýjustu gerð stafrænna ökurita. „Staðfesta þarf með prófunum á tveggja ára fresti að ökuriti allra bíla yfir 3.500 kg sé rétt kvarðaður og vinni rétt,“ segir Sigurður Grétar. Á verk- stæðinu er tekið á móti bílum frá öllum framleiðendum til að fram- kvæma löggildingu á ökuritum og hraðatakmörkunum. Bremsuprófanir í boði „Öryggi viðskiptavina skiptir okkur öllu máli og því var það okkur mjög mikilvægt við hönn- un á nýju verkstæði að komið yrði fyrir búnaði af nýjustu gerð til bremsuprófunar fyrir bæði sendi- , vöru- og hópferðabíla,“ útskýrir Sigurður Grétar. „Bremsuprófar- inn fyrir stærri bílana er þannig að hægt er að binda bíla niður á prófarann og því er hægt að fá nákvæma bremsuprófun á bílana þó að það sé ekki þyngd á þeim.“ Þjónustuver og forgreining flýta fyrir þjónustunni Sigurður Grétar segir að nýtt þjónustuver Öskju tryggi við- Við þekkjum bílinn þinn Askja er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz atvinnubíla á Íslandi og þjónustar allar stærðir og gerðir Mercedes-Benz atvinnubíla. Nýlega var nýtt verkstæði opnað og annað endurbætt. Á fullkomnum verkstæðum sínum þjón- ustar Askja allar gerðir Mercedes-Benz atvinnubíla, allt frá minni leigubifreiðum til stærstu vöru- bifreiða. Með nýja verk- stæðinu er afkasta- getan allt að helmingi meiri og þjónustan enn sérhæfðari, viðameiri og skilvirkari. Helga Friðriksdóttir Starfsmenn Öskju veita viðurkennda þjónustu og eru sérþjálfaðir til greininga, viðhalds og viðgerða á Mercedes- Benz atvinnubifreiðum. Eingöngu er notast við varahluti og olíu sem er sérhönnuð fyrir bílana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.