Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 26

Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Malbikun Norðurlands var stofnuð í fyrra sem sjálf-stætt fyrirtæki til hliðar við jarðvinnuverktakafyrirtækið Finn ehf., sem Finnur Aðalbjörns- son stofnaði árið 2003. „Við vildum bjóða viðskipta- vinum okkar breiðari heildar- lausnir í malbikun og höfum frá upphafi verið staðráðnir í að vinna eingöngu með ný og góð tæki til malbikunar og ávallt með nýjustu mögulega tækni á hverjum tíma. Gps-tæknin frá Topcon er stórt skref í þá átt,“ segir Kristinn H. Svanbergsson, framkvæmdastjóri hjá Malbikun Norðurlands. Það er fyrsta fyrirtækið á Norðurlöndum til að taka í notkun Topcon vegskönnunartæki til undirbúnings malbikunarfram- kvæmda. „Vegskönnunartækni Topcon er nýjung í malbikunarfram- kvæmdum á Íslandi. Hún hefur verið notuð af stórfyrirtækjum eins og Colas í Evrópu og í Banda- ríkjunum, þar sem Topcon er japanskt/amerískt fyrirtæki, en við sem nýtt og lítið íslenskt fyrirtæki erum fyrst á Norður- löndunum til að taka þessa tækni til framkvæmda. Það er út af fyrir sig merkilegt því búnaðurinn er mjög dýr og þess vegna hafa menn verið hræddir við að taka þennan séns en við teljum að það skapi okkur sérstöðu og sé einmitt í okkar anda, því við viljum vera leiðandi í nýjungum. Þess vegna ákváðum við að brjóta ísinn og verða fyrstir til að taka gps-tækni Topcon í notkun,“ segir Kristinn, sem er einn fjögurra eigenda Mal- bikunar Norðurlands en hinir þrír eru Finnur Aðalbjörnsson, Þórir Arnar Kristjánsson og Hrannar Sigursteinsson. „Þórir Arnar, verkefnastjóri Malbikunar Norðurlands, leiðir hóp starfsmanna sem flestir hafa mjög mikla reynslu af malbikun og hafa unnið við fagið í jafnvel tugi ára. Það er okkur mikill fengur að hafa svo sterkan og reynslumikinn hóp starfsmanna sem kunna vel til verka,“ segir Kristinn. Sparað með nákvæmnisvinnu Þórir segir gps-tækni Topcon vera mjög gott framfaraskref í íslensk- um malbikunarframkvæmdum. „Vegskönnunartæknin mun breyta miklu fyrir alla sem eru í vegaframkvæmdum, hvort sem það eru sveitarfélögin eða Vega- gerðin. Hún mun auðvelda þeim alla hönnun á vegum ásamt því að auka gæði og nákvæmni í endan- legum frágangi á yfirborði vega.“ Þórir tekur dæmi um fræsingu á malbiki í aðdraganda nýrrar mal- bikunar. „Við fræsingu rífa stór tæki upp yfirborð gatna til að taka upp hjólför eða halla. Þá hefur þurft að stilla tækin á ákveðna dýpt en með því að nota upplýsingar úr vegskanna má lesa ástand mal- biksins upp á millimetra. Þau gögn setjum við í tölvu og þaðan í fræsarann sem vinnur úr nákvæm- um gögnum sem sýna að á einum stað þarf kannski að fræsa tvo sentimetra en á öðrum stað fimm. Þannig verður til hagræðing og sparnaður,“ upplýsir Þórir. Hann segir efniskostnað stóran hluta af malbikunarfram- kvæmdum. „Með nýrri vegskönnunar- tækni verður auðveldara að halda utan um kostnaðinn sem hlýst af verkinu. Hægt verður að spara stórar fjárhæðir því með nákvæmnisvinnu nýrrar tækni getur sparast umtalsvert magn af malbiki. Vélar stilltar með gps- nákvæmni elta ekki lengur ójöfnur í undirlagi vegarins heldur laga þær veginn þannig að hann verður mun sléttari, yfirborðið verður betra og magn malbiks sem sett er í götuna getur orðið minna og leggst með nákvæmari hætti. Þá verður malbikunarfræmkvæmdin Með nýrri vegskönnunartækni frá Topcon er auðvelt að skanna ástand gatna áður en malbikunarframkvæmdir hefjast. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Vegskönn- unartækið frá Topcon aflar hárnákvæmra gagna um ástand malbiks og gatna. FRÉTTA- BLAÐIÐ/AUÐUNN Verkfæri ehf. er umboðsaðili fyrir Topcon á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR í heild sinni umhverfisvænni því auðveldara verður að vinna verkin með meiri nákvæmni en ella.“ Það sem koma skal Kristinn og samstarfsmenn hans hjá Malbikun Norðurlands hafa undanfarið verið í lærdómsferli á nýju tæknina ásamt starfsmönn- um Verkfæra ehf., umboðsaðila Topcon á Íslandi. „Við höfum bæði tekið próf og leyst verkefni og skönnuðum meðal annars þjóðveg 1 sem liggur í gegnum Akureyri til að sýna öðrum aðilum hvernig tæknin virkar. Þá erum við að fara í mjög stórt og spennandi verkefni fyrir Bílaklúbb Akureyrar sem ætlar að leggja nýja kvartmílubraut á aksturssvæði sínu ofan við Akur- eyri. Þar munum við leggja 20.000 fermetra af malbiki og höfum boðið þeim að skanna undirlag brautarinnar þegar búið verður að jafna undir malbikið til að skoða hvort nákvæmnin sé eins og hún á að vera. Út frá því getum við borið okkar mælingu saman við mælingu verkfræðistofunnar sem segir til um hvernig malbikið á að vera og lagt brautina með nýju gps- tækninni í kjölfarið. Það verður til þess að yfirborðið verður bæði sléttara og betra og minni líkur á misfellum í malbikinu,“ segir Kristinn. Hann segir gps-tækni Topcon nýtast í öllum vegaframkvæmdum. „Þegar við skönnuðum þjóðveg 1 í gegnum Akureyri sýndi mynda- vélin með mikilli nákvæmni allar mishæðir, skemmdir og holur í malbikinu. Tæknin safnar og myndgreinir upplýsingar um ástand vega með gríðarlegri nákvæmni áður en farið er út í framkvæmdir. Hún gefur ótrúlega möguleika og er meðal annars hægt að sjá stöðu á nýjum vegi núna og skanna svo aftur eftir tvö ár til að sjá hvað hefur gerst í milli- tíðinni; hvernig vegurinn hagar sér, hvað hefur gerst upp á milli- metra, allar breytingar og í hvaða endurbætur þarf að fara, hvort sem það er að hækka veginn hér og þar, laga halla eða annað.“ Nýja vegskönnunartæknin á eftir að bæta enn frekar malbik- unarframkvæmdir hér á landi. „Búast má við að þetta sé það sem koma skal í malbikun hér á landi,“ segir Kristinn. Malbikun Norðurlands er á Óseyri 2 á Akureyri. Sími 848 9114. Sjá nánar á Facebook undir Malbikun Norðurlands. Þórir Arnar Kristjánsson er verkefnastjóri Malbikunar Norðurlands. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RMALBIKUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.