Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 37
Hamraborg – miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur – vestur. Vinnslutillaga II.
Vakin er athygli á því að á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var lögð fram tillaga á vinnslu-
stigi að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrir-
hugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1,
Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi
aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind
sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu og að hluta íbúðarsvæði. Í fyrirhugaðri
aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði og
að hluta íbúðarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingar-
svæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í kynntri vinnslutillögu II er miðað
við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit
B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir
allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar
er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Miðað er við 1 bílastæði neðanjarðar
á hverja íbúð. Í vinnslutillögu II er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur,
reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8
og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir
auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er
áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,9. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar,
einu bílastæði á hverja íbúð. Í fyrirhugaðri skipulagsvinnu eru ekki ráðgerðar breytingar við
Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e.
á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Vinnslutillaga II er sett fram í greinargerð
þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir
s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga,
umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er vinnslutillagan dags. 14. maí 2020. Skipulagsráð
samþykki að framlögð vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Stefnt er að því að ofangreind vinnslutillaga verði samþykkt í formlega auglýsingu
inna fárra vikna.
Þær breytingar sem gerðar hafa verið á vinnslutillögu I, sem kynnt var í mars/apríl sl. og
koma fram í vinnslutillögu II eru í stórum dráttum eftirfarandi: Á Fannborgarreit B1-1 var
byggingarmagn 28.000 m2 í vinnslutillögu I og verður 18.000 m2 í vinnslutillögu II. Áætlað
byggingarmagn á reitnum er því dregið saman um 10.000 m2. Áætlaður fjöldi íbúða var í
vinnslutillögu I 300 en verðu 270 í vinnslutillögu II. Nýtingarhlutfall á reitnum breytist frá
vinnslutillögu I úr 3.17 í 2.04 ofanjarðar og 6.46 í 3.56 ofan- og neðanjarðar í vinnslutillögu II.
Á Traðarreit-vestur B4 var áætlað byggingarmagn 25.000 m2 í vinnslutillögu I en er áætlað
um 22.000 m2 í vinnslutillögu II. Áætlað byggingarmagn dregst því saman um 3.000 m2.
Fjöldi íbúða var áætlaður 300 íbúðum í vinnslutillögu I en verður 280 íbúðir í vinnslutillögu II.
Nýtingarhlutfall á reitnum breytist frá vinnslutillögu I úr 2.75 í 2.42 ofanjarðar og 4.73 í 3.9
ofan- og neðanjarðar í vinnslutillögu II. Krafa um bílastæði á báðum reitunum er breytt úr 1
bílastæði fyrir hverja 100 m2 í húsnæði í 1 bílastæði fyrir hverja íbúð. Við það fjölgar bíla-
stæðum á báðum reitum þrátt fyrir fækkun íbúða. Jafnframt hefur byggingarreitir fyrirhug-
aðra bygginga verið þrengdir sem og dregið úr hæðum húsa.
Ofnagreind vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi ásamt vinnslutillögu að deiliskipulagi ofan-
greinds svæðis eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Eru þeir sem telja
sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar
skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1,
200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 30.
júní 2020.
Vakin er sérstök athygli á því að á heimasíðu bæjarins www.kopavogur.is undir íbúar, skipu-
lagsmál og síðan skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu eru gögn málsins. En frá og með
27. maí nk. verður upptaka af kynningu á ofangreindri vinnslutillögu II jafnframt aðgengileg á
heimasíðunni þar sem tillagan er útskýrð nánar. Fimmtudaginn 25. júní 2020 milli kl. 17:00 og
18:00 verða síðan starfsmenn skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs ennfremur með
opið hús í Safnaðarheimili Kársnessóknar Borgum við Hábraut 1A þar sem tillagan verður
kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
Skipulagsstjóri Kópavogs
Auglýsing um breytingu á
aðalskipulag í Kópavogi.
Tillaga á vinnslustigi.
kopavogur.is
Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is
Launafulltrúar,
gjaldkerar,
þjónustufulltrúar
hagvangur.is