Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 42

Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 42
VÉLA- & RENNI- VERK- STÆÐI Alhliða lausnir í viðgerðum og þjónustu MIÐHRAUN 2 · 210 GARÐABÆ · 587 1300 · KAPP@KAPP.IS · WWW.KAPP.IS VÉLAVERKSTÆÐI • Hedd plönuð og þrýstiprófuð. • Ventlar og ventilsæti slípuð og skorin. • Sveifarásar mældir, renndir og slípaðir. • og svo margt fleira. RENNIVERKSTÆÐI • Rennismíði og fræsivinna á öllum tegundum plasts og málma. • CNC búnaður til fjöldaframleiðslu. • Verðtilboð í stærri verk. ÖNNUR ÞJÓNUSTA • CARRIER kæli- og frystibúnaður • DHOLLANDIA vörulyftur • SCHMITZ CARGOBULL flutningavagnar Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk í stóru sem smáu. Flutningaiðnaðurinn er afskap-lega mikilvægur hluti af markaðshagkerfi nútímans og veltir gríðarlegum upphæðum. Það er því til margs að vinna í framtíðarþróun, ekki síst í breyttu landslagi tækni og tækifæra. Þar ber helst að nefna möguleikann á sjálfkeyrandi f lutningabílum sem færist æ nær raunveruleikanum eftir því sem tækninni fleygir fram. Ýmislegt er á döfinni þegar kemur að sjálfkeyrandi vöru- bílum. Fyrirtækjum, sem sýna þessum nýju flutningsháttum áhuga hefur fjölgað, tækninni f leygir fram, lagaumhverfið er í endurskoðun og dagurinn þegar enginn kippir sér upp við að sjá bílstjóralausa vörubíla á vegum úti færist stöðugt nær. Aukin hagkvæmni Margir í f lutningsiðnaðinum eru spenntir fyrir þessari framþróun og segja að hún komi til með að auka hagkvæmni í f lutningum, spara bensín og minnka slit á vegum auk þess sem öryggismál muni batna umtalsvert, en aðrir eru uggandi og finnst vegið að starfsöryggi heillar stéttar auk Sjálfkeyrandi flutningabílar framtíðin Sjálfkeyrandi flutningabílar eru í stöðugri þróun og líklegt þykir að þeir verði komnir á göturnar á suðlægum slóðum á næstu árum. Margir í flutningsiðnaðinum eru spenntir fyrir þróuninni. Tilraunir með sjálfkeyrandi vörubíla eru í fullum gangi í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og víðar. MYNDIR/ GETTY þess sem þeir telja að tölva muni aldrei ná þeirri færni sem þarf til að meta aðstæður nógu hratt og örugglega. Reynsluakstur hafinn Mörg stórfyrirtæki eru um hituna þegar kemur að sjálf keyrandi f lutningabílum og eru prófanir þegar hafnar, enda mikið í húfi fyrir þá sem ná forskoti í þessari grein og tæknileyndarmála er gætt svo vel að lítið er um þessar prófanir vitað. Meðal fyrirtækja sem vinna að þróun sjálf keyrandi f lutningabíla má nefna Waymo, dótturfyrirtæki Google, hinn gamalgróna bifreiðaframleiðanda Daimler, tæknirisann og bíla- framleiðandann Tesla, kínversk- bandaríska fyrirtækið TuSimple, sem notar myndavélatækni frekar en leiserdrifna ratsjá, sem er algengasta aðferðin við þróun á sjálf keyrandi bílum, og Starsky en það fyrirtæki sendi í vetur sjálf- keyrandi f lutningabíla út á þjóð- vegina í Flórída, án öryggisöku- manna og án þess að láta nokkurn vita af því. Flest fyrirtækin senda þó bílstjóra með í reynsluakstur og sum segjast jafnvel ekki ætla að útrýma hlutverki bílstjórans heldur gera það þægilegra og öruggara. Tilraunir með sjálfkeyrandi bíla hafa staðið yfir í næstum áratug og hafa gefist vel, í mörg þúsund til- raunaferðum er slysatíðni afskap- lega lág og aðeins eitt þekkt tilfelli þar sem sjálfkeyrandi bíllinn var í órétti. Það lítur því út fyrir að sjálf- keyrandi fólksbílar muni innan skamms leysa af hólmi flesta öku- menn með tilheyrandi samfélags- breytingum. En sjálfkeyrandi fólksbíll er ekki það sama og sjálf- keyrandi flutningabíll. Flutninga- bílar eru að sjálfsögðu mun stærri og því þyngri í vöfum, eru lengur að bregðast við, hemla, beygja og svo framvegis en minni ökutæki. Ýmsar spurningar Þá er enn ósvarað ýmsum tækni- legum spurningum sem snúa að staðsetningu skynjara, miðað við ökusvið farartækisins og svo stærsta atriðið fyrir okkur hér á norðurhjara, sem er sú staðreynd að illa gengur að kenna sjálf- keyrandi bílum að aka í snjó og í raun við allar aðrar aðstæður en sól og sumaryl. Snjór og regn geta bæði truflað skynjara og hrein- lega lokað þeim, falið merkingar á vegum sem ökutölva bílsins er þjálfuð í að lesa og að auki eru forrit sem eru hönnuð til að bera kennsl á önnur farartæki og fót- gangandi í björtu sólskini ekki vel til þess fallin að þekkja bifreiðar með snjóhrúgur á þakinu eða fólk í bosmamiklum snjóklæðnaði úr umhverfi sem einnig er síbreyti- legt eftir því hvernig vindar blása snjó til og frá. Hvað með bílstjórana? Þrátt fyrir þetta eru framleið- endur sjálfkeyrandi f lutningabíla vongóðir um að þessi stórskip verði komin á göturnar í hlýju og jöfnu loftslagi innan tíðar, jafn- vel á næsta eða þarnæsta ári þar sem auðvelt er að forrita tölvur til að sinna þeim akstri sem best er að viðhafa á þjóðvegum þar sem flutningabílar verja mestum aksturstíma. Sumir ganga jafnvel svo langt að áætla að sjálfkeyrandi f lutningabílar verði komnir á veg- ina á undan sjálfkeyrandi fólks- bílum. Það eru þó enn hnökrar á tækninni sem þarf að leysa og lög sem þarf að setja um hvernig akstri slíkra farartækja skuli háttað. Eitt álitamálið snýr einmitt að stöðu bifreiðastjóra flutningabíla og hvort tilkoma sjálfkeyrandi f lutningabíla þýði sjálfkrafa að sú starfsstétt sé liðin undir lok. Eins og áður kom fram er bílstjóri með í öllum æfingaferðum sem eknar eru á vegum þróunaraðila, tilbúinn að grípa inn í ef til þarf því það er ýmislegt sem getur farið úrskeiðis í f lutningabíl á ofurhraða eftir þjóðvegi. Störf bílstjóranna munu þó vissulega breytast. Ekki verður ætlast til þess að þeir keyri jafn mikið og áður sem ætti sannarlega að vera til bóta. Starf bílstjórans gæti mögulega orðið eins og starf f lugstjóra í f lugvél. Flutningabíllinn getur alveg keyrt sjálfur en almenningur slakar betur á ef vitað er af lifandi ein- staklingi bak við stýrið, svona til öryggis. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 10 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.