Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 56

Fréttablaðið - 26.05.2020, Side 56
Orðabækur eru þarfa-þing, og ekki síst veforðabækur sem nota má að vild endurgjaldslaust. Ein slík, norræna veforðabókin ISLEX (islex. is), fékk nýlega veglegan styrk sem nemur 79.000 evrum, eða rúmlega 12 milljónum íslenskra króna. Þór- dís Úlfarsdóttir er ritstjóri ISLEX- orðabókarinnar og verkefnisstjóri er Halldóra Jónsdóttir, en báðar eru starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Mikilvægur styrkur „ISLEX-orðabókin er afsprengi nor- rænnar samvinnu og er fjármögnuð af öllum Norðurlöndunum. Hún er 50.000 orða íslensk orðabók sem lýsir íslensku eins og hún er nú á okkar dögum. Þarna eru líka þýð- ingar á íslenskum orðum og orða- samböndum á dönsku, norsku, sænsku, færeysku og finnsku. Með því að smella á tengil má svo sjá beygingar íslensku uppf lettiorð- anna. Það er einnig hægt að hlusta á framburð orða og er þetta eina íslenska orðabókin þar sem boðið er upp á það. Útlendingar sem nota ISLEX eru mjög hrifnir af því að geta hlustað á framburð orðanna,“ segir Halldóra. Halldóra og Þórdís hafa unnið að ISLEX-orðabókinni um árabil. „Hún var opnuð árið 2011 og við erum stöðugt að þróa hana,“ segir Halldóra. „Orðabókin er gífurlega mikið notuð, ekki síst í skólakerf- inu. Fyrir utan að vera mikilvæg fyrir Íslendinga sem vilja tjá sig á skandinavískum málum þá skiptir hún miklu máli í íslenskukennslu erlendis. Fólk um allan heim, sem er að læra íslensku, notar hana.“ Halldóra segir nýlegan styrk mjög mikilvægan. „Hann verður nýttur til að stækka orðabókina um 10 pró- sent og bæta við nýjum orðaforða.“ Fyllt upp í eyður Halldóra og Þórdís eru einnig rit- stjórar Íslenskrar nútímamálsorða- bókar sem er á vefnum. Orðabókin hefur sína eigin heimasíðu, islensk- ordabok.is, en hana má einnig finna á málið.is. Þar eru sjö gagna- söfn um íslenskt mál, meðal annars stafsetningarorðabókin og Íslensk orðsifjabók. „Íslensk nútímamálsorðabók byggir á efniviði ISLEX og notendur hennar eru um 330 þúsund á ári,“ segir Þórdís. Vinna Halldóru og Þór- dísar við þá orðabók felst að stórum hluta í því að bæta þar inn nýjum orðum og búa til orðskýringar. „Við erum að vinna við þetta alla daga og þetta er ekki nærri búið. Á undan- förnum níu árum, frá því að ISLEX var opnað, hafa fjöldamörg orð bæst við orðaforðann. Við höfum aðgang að tíðnilistum úr stórum textasöfnum frá máltæknideild Árnastofnunar og það hefur komið sér vel til að fylla upp í eyður í orða- forðanum,“ segir Þórdís. Spurðar hversu langt þær gangi í því að skrá slanguryrði og tískuorð sem skjóta upp kollinum hverju sinni segir Þórdís: „Það er ákveðin tregða í því, samkvæmt orðabóka- hefð á Íslandi. Maður gleypir ekki við orði um leið og það kemst í tísku. Orðið þarf að fá að sanna sig í einhvern tíma áður en það er tekið inn í orðabók.“ Upplýsingar á netinu Ítrekað skal að aðgangur að ISLEX og Íslenskri nútímamálsorðabók er gjaldfrjáls. „Þessar orðabækur eru mikilvægar fyrir almenning sem flettir ekki lengur upp í prentuðum orðabókum heldur vill fá upplýs- ingar á netinu, og notar þá til þess snjalltæki í vaxandi mæli,“ segir Halldóra. Jafnframt þessu hafa Halldóra og Þórdís umsjón með nýrri íslensk- franskri veforðabók sem byggir á ISLEX (lexia.arnastofnun.is), en auk þess eru íslensk-þýsk og íslensk- pólsk orðabók í undirbúningi. Mikilvægar orðabækur Norræna veforðabókin ISLEX fékk nýlega veglegan styrk. Þar er meðal annars hægt að hlusta á framburð og sjá beygingar. Halldóra og Þórdís vinna af metnaði við að gera orðabækur á netinu sem aðgengilegastar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ylur frá Mexíkó er yfirskrift málverkasý ningar Sig ur-borgar Stefánsdóttur sem nú stendur yfir í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu. Á sýningunni eru 14 myndir, f lestar málaðar í Mexíkó í desember síðastliðnum. Sigurborg segist líta á myndirnar eins og nokkurs konar ljóð án orða. „Mér finnst skemmtilegt ef mér tekst að tjá húmor eða absúrdisma í verkum mínum. Eitthvað sem dregur fram bros eða tilfinningu um að hlutirnir séu ekki alveg réttir, villa í kerfinu, en samt harmonía í útfærslu. Myndirnar þurfa ekki að líkjast einhverju kunnuglegu, myndflöturinn er hvort sem er sjón- ræn blekking. Að mínu viti er mynd- list eilíf leit að jafnvægi og það er líka það sem gerir hana spennandi.“ Sigurborg nam myndlist við Skolen for Brugskunst – Danmarks designskole í Kaupmannahöfn og útskrifaðist frá teikni- og grafík- deild skólans. Hún hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum, meðal annars í Bandaríkjunum, Japan og Mexíkó. Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista- og handíða- skóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að myndlist. Ylur frá Mexíkó Eitt verkanna á sýningunni, en þau voru flest máluð í Mexíkó í fyrra. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞESSAR ORÐABÆKUR ERU MIKILVÆGAR FYRIR ALMENNING SEM FLETT- IR EKKI LENGUR UPP Í PRENT- UÐUM ORÐABÓKUM. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði SMELLTU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS SUMAR tilboðin Sumarið er komið í DORMA verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þé r það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R Zone og Affari og smávara 2-11 | RÚM 12–23 | Mjúkv ara og dúnn 24–27 | Stólar 28–29 | Sófar 30–37 | Sve fnsófar 38–39 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Sumarið er komið í DORMA Verslaðu á dorma.is LICATA 2ja og 3ja sæta sófar Sófarnir eru í tvennskonar litum af Kentucky áklæði. Annarsvegar koniak og hinsvegar steingráu. Svartir nettir járnfætur. Stærð 2ja sæta: 159 x 94 x 82 cm. Stærð 3ja sæta: 199 x 94 x 82 cm 2ja sæta Dormaverð: Aðeins 119.990 kr. 3ja sæta Dormaverð: Aðeins 149.990 kr. VERÐ ER GOTT VERÐ DORMA Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.