Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 60

Fréttablaðið - 26.05.2020, Page 60
2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 The ShiningÞótt Stephen King hafi hatast við þessa sýn Kubricks á þriðju skáldsögu hans verður höfundur­ inn að bíta í það súra epli að myndin er sígilt meistaraverk og tímamótahryllingsmynd sem er þar fyrir utan mun betri en bókin. 2 Shawshank RedemptionLeikstjórinn og handrits­ höfundurinn Frank Darabont tók magnaðan snúning á hinni stór­ góðu nóvellu Rita Hayworth and The Shawshank Redemption úr Different Seasons­safninu þannig að úr varð ein allra besta bíó­ myndin byggð á sögu eftir King. Þessi átakanlegi og á köflum ruddalegi óður til gleðinnar og mannsandans með þá Morgan Freeman og Tim Robbins í broddi gríðarlega öflugs hóps leikara hefur heldur betur staðist tímans tönn og hefur árum saman trónað á toppi lista notenda IMDb.com yfir 250 bestu myndirnar. 1-2 Kathy Bates Misery Það reyndist sterkur leikur hjá Rob Reiner að tefla Kathy Bates fram í hlutverki Annie Wilkes sem geð­ sveiflaði sleggjunni eftirminnilega með tilþrifum sem valda enn ógn og skelfingu. Hún hreppti enda verðskulduð Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið. 1-2 Jack Nicholson The Shining Það er eiginlega ómögulegt að gera upp á milli Kathy Bates og Jack Nicholson þegar King­myndir eru annars vegar enda þarf varla að deila um að hvorki Misery né The Shining væru það sem þær eru ef þau gnæfðu ekki hvort yfir sinni mynd. Helst er hægt að halda því gegn Nicholson að hann birtist í The Shining sem ýkt og ofleikin út­ gáfa af sjálfum sér en hins vegar þurfti hvorki meira né minna en snældubilaðan Nicholson til að líma margbrotið verkið saman og ljá sturlun Jack Torrance ískaldan trúverðugleika. 3 River Phoenix Stand by Me River Phoenix var aðeins sextán ára gamall, fæddur 1970, þegar hann sýndi með afgerandi hætti í Stand By Me fram á að í honum væri kominn fram einhver allra efnilegasti leikari sinnar kyn­ slóðar. Að öðrum ólöstuðum vegur þáttur hans þyngst þegar kemur að tilfinningadýpt og styrk myndarinnar og hann hélt áfram að festa sig í sessi þar til hann lést aðeins 23 ára gamall. Öllum harm­ dauði. 4 Sissy Spacek Carrie Spacek tókst sem unglingsstúlk­ unni Carrie að fá áhorfendur til að ríghalda sér í sætunum um leið og þeir óskuðu þess að hún hefndi sín rækilega á skólafélögunum sem beittu hana grófu einelti. Hún skilaði vel hinni umkomulausu og einmanalegu hlið á Carrie en tókst jafnvel að sýna hana sem hroll­ vekjandi refsinorn. 5 Morgan Freeman Shawshank Redemption Leikur Freemans í þessari mynd er skólabókardæmi um það hversu áhrifamikill lágstemmdur leikur getur verið. Freeman ljómar af göfgi og reisn í hlutverki fangans Ellis, sem er vinur og hjálparhella aðalsöguhetjunnar. 6 Michael Clarke Duncan Green Mile Það er ekki auðvelt að stela senunni frá Tom Hanks en Michael Clarke Duncan tókst það eftir­ minnilega í The Green Mile þar sem hann lék af innlifun fanga sem bíður aftöku og er með yfirnáttúrulega hæfileika. Allir áhorfendur héldu með honum í vonlausri stöðu hans. 7 Danny Lloyd The Shining King er meistari á mörgum sviðum, ekki síst þegar kemur að því að lýsa börnum sem hið illa vill hremma. Danny litli Lloyd var frábær og heillandi í hlutverki hins skyggna Danny Torrance, sem horfir upp á föður sinn missa vitið um leið og alls kyns ill öfl sækja að honum. 3 MiseryÞessi háspennumynd um stórslasaðan rithöfund, sem liggur rúmfastur í afskekktu húsi þar sem heitasti aðdáandi hans hjúkrar honum í vafasamri sjálf­ boðavinnu, hefur ekki misst slag­ kraftinn á þeim 30 árum sem liðin eru frá frumsýningu hennar. 4 Stand by MeThe Body er önnur nóvellan af fjórum úr Different Seasons, sem varð að bíógullmola í höndum rétts leikstjóra. Þarna gerði Rob Reiner, leikstjóri Misery, sína fyrstu atrennu að King og gerði fallega sögu um vináttu fjögurra tólf ára stráka að harm­ rænni en undurfagurri og sígildri þroskasögu um ævintýri og háska frumgelgjuáranna. 5 The Green MileFrank Darabont náði álíka flugi og í Shawshank Redemption með The Green Mile sem hvílir fyrst og fremst á stórum herðum Michael Clarke Duncan, heitins, í hlutverki Jesúgervingsins John Coffey sem er tekinn af lífi fyrir syndir annarra. 6 CarrieÞessi fyrsta útgefna skáld­ saga Kings varð eitthvað annað og miklu meira en bara hryllings­ mynd í meðförum Brians De Palma þótt það sé fyrst og fremst magnþrungnum leik Sissy Spacek að þakka að Carrie White varð sígilt hryllingsíkon á pari við Mic­ hael Myers og Freddie Krueger. 7 The Dead ZoneDavid Cronenberg leikstýrði stórgóðri mynd um mann með skyggnigáfu sem veit að stjórn­ málamaður á eftir að verða forseti og steypa heiminum út í kjarn­ orkustyrjöld. Christopher Walken smellpassar í hlutverk manns sem veit að hann verður að aðhafast. kolbrunb@frettabladid.is toti@frettabladid.is LÍFIÐ Stephen King skín úr kófinu Sambíóin brjótast úr kófinu með endur- sýningum The Shining og Shawshank Re- demption, ólíkra mynda sem rýnar Frétta- blaðsins telja þó báðar með því besta sem gert hefur verið eftir bókum Stephens King. Myndir Myndir MyndirLeikarar Leikarar námskeið Skráning í síma 581 1281 "Crash course" í júní Einkatímar 2x í viku í 4 vikur Skráning er hafin www.gitarskoli.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.