Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2020, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.05.2020, Qupperneq 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG ER SAMT EKKI ALLTAF HRIFINN AF ALLRI NOSTALGÍUNNI KRINGUM ÞENNAN MAT, HÚN MÁ EKKI HLAUPA MEÐ OKKUR Í GÖNUR. TIL DÆMIS ÞAÐ LANGT AÐ FÓLKI ER FARIÐ AÐ FINNAST ORA GRÆNA BAUNIR GÓÐAR. Fylgstu með! Fylgstu með á Hringbraut Bærinn minn - Blönduós Bærinn minn er ný og vönduð þáttaröð sem hefur göngu sína á Hringbraut í kvöld þar sem sjarma og sérstöðu bæjarfélaga á Íslandi er hampað. Í fyrsta þættinum liggur leiðin til Blönduóss þar sem perlur bæjarins og nærsveita eru skoðaðar með augum ferðalangsins. Ekki missa af fyrsta þætti kl. 21:30 í kvöld aðeins á Hringbraut. Í S L A N D Bærinn minn er í boði: Kristinn Guðmunds-son frumsýnir sína nýjustu Soð-seríu í kvöld á RÚV, en hún heitir einfaldlega Mömmusoð. Svikinn héri, grjónagrautur og kjötfars er meðal þeirra rétta sem hann mun reiða fram í eldhúsinu. Kristinn er búsettur í Belgíu og er nýjasta serían tekin upp í eldhúsinu hans þar. „Eftir að ég kláraði meistaranám- ið var ég eiginlega orðinn of boðs- lega þreyttur á myndlistinni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matar- gerð,“ segir Kristinn. „Á þessum tíma var ég samt orðinn smá þreyttur á matreiðslu- þáttum. Mér finnst þeir oft geta verið svo þvingaðir, ég er meira tæpitungulaus. Svo finnst mér svo óraunsætt þetta fullkomna eldhús sem er alltaf verið að vinna með, það eru mjög fáir í heiminum sem hafa aðgang að svona flottum eld- húsum þar sem allt er til.“ Tveir þættir enduðu í ruslinu Kristin langaði því að fara nýstár- legar leiðir í matreiðslu sinni, leyfa mannlega þættinum að skína í gegn og hikar ekki við að leyfa áhorf- endum að verða líka vitni að mis- tökunum. „Það eru einungis tveir þættir sem ég hef hent í ruslið. Þeir voru ekki einu sinni skemmtilegir, það snerist ekki bara um klúður. Það kemur oft fyrir í þáttunum að ég klúðri einhverju og þurfi að gera það aftur,“ segir hann. Kristinn hefur tekið á ýmiss konar matargerð í Soði, hann hefur meðal annars gert seríur tileinkaðar samlokum, sveppum og baunum. „Sveppir er svo skemmtilegt hrá- efni en ekki síður svo áhugaverðar lífverur, þannig ég tók þá alveg sér- staklega fyrir. Síðan fór ein sería í baunir. Mér finnst svo merkilegt hvað við Íslendingar borðum lítið af baunum. Og láttu mig ekki byrja á grænum Ora-baunum, ég hef aldrei skilið vinsældirnar, alveg frá því ég var lítill strákur. Þær eru einfaldlega vondar,“ segir Kristinn. En óttast hann ekki að fá mömm- ur landsins á móti sér svona rétt fyrir Mömmusoð með þessari yfir- lýsingu um eitt ástsælasta meðlæti Íslendinga í gegnum árin? „Nei, nei. Serían er ekki endilega hugsuð fyrir mömmurnar, heldur fyrir þá sem eru yngri og að byrja að búa. Ég er samt ekki alltaf hrif- inn af allri nostalgíunni kringum þennan mat, hún má ekki hlaupa með okkur í gönur. Til dæmis það langt að fólki er farið að finnast Ora grænar baunir góðar, það gengur ekki,“ segir Kristinn glettinn. Í þætti kvöldsins matreiðir Krist- inn kjúkling í ofni. „Sá réttur frá mömmu minni var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ef hún spurði mig hvað ég vildi í matinn nefndi ég undan- tekningarlaust þennan rétt. En ég bæti auðvitað við mínu „twisti“ á réttina, eða ég í það minnsta reyni það. Stundum enda þættirnir á að ég átta mig á að ég hefði betur sleppt því og rétturinn sé betri án þess. Stundum á nefnilega nost- algían alveg rétt á sér líka,“ segir hann. Nýir hlaðvarpsþættir Hann segist enn ekki farinn að velta fyrir sér hvort Pabbasoð verði síðar á dagskrá hjá honum. „Í mínu tilviki þá væri það þá í mesta lagi bara soðnar pulsur, með fullri virðingu fyrir pabba mínum,“ segir hann. „En hann er góður á grillinu og það gæti vel verið að það verði tekið fyrir síðar. Svona klassík eins og lambakjöt á teini, sem pabbi er að nostra við úti. En svo gerir mamma náttúrlega allt meðlætið,“ segir Kristinn og hlær. Kristinn var einnig að byrja með hlaðvarpsþættina Suð. „Það var einhvern veginn þann- ig að allir byrjuðu með hlaðvarp þegar COVID-19 skall á. Ég ákvað að slást í hópinn þar sem ég hafði ekkert betra að gera. Í þættina fæ ég lista- og matreiðslumenn í spjall.“ Hann segist hafa haft það ágætt úti í Belgíu á þessum fordæmalausu tímum. „Ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir að hafa garð hérna, annars hefði ég misst vitið. Ég vinn mikið heiman frá þegar ég er hérna úti, svo þetta hafði ekki teljanleg áhrif á mig. Eini munurinn var að kær- astan mín var meira heima sem mér fannst mjög skemmtilegt. Ég nýtti tímann í að hugsa hvað ég vil gera í framtíðinni. Það er aldrei að vita hvort það komi jafnvel út bók frá Soð, hafi einhver áhuga á að gefa hana út,“ segir Kristinn. Mömmusoð hefst í kvöld á RÚV klukkan 20.50. steingerdur@frettabladid.is Tilgerðarlaus kokkur gerir mömmumat Í kvöld hefst þátturinn Mömmusoð á RÚV, þar sem Kristinn Guðmundsson gerir klassíska íslenska heimilisrétti en setur á þá sinn brag. Nýverið byrjaði hann líka með hlaðvarpsþáttinn Suð. Þættirnir Soð hafa vakið mikla lukku, þá sérstaklega fyrir tilgerðarlausa framgöngu þáttarstjórnandans. MYND/SOÐ Síðar í seríunni gerir Kristinn brauð- tertu með örlítið breyttu sniði. 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.