Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 2

Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Vöruverð í verslunum Samkaupa lækkar – þrátt fyrir kórónuveirufaraldur og lækkað gengi krónunnar Samkvæmt nýjustu verðlagskönnun ASÍ lækkaði matarkarfan í Nettó um 11% á milli mánaða þrátt fyrir kórónuveirufaraldur og lækkun á gengi krónunnar. Miklar sveiflur voru í verði á matarkörfunni – töluverðar verðhækkarnir í flestum verslunum en lækkanir í sumum. Í verslunum Iceland lækkaði vöruverð í 85% tilvika. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. „Við erum afskaplega stolt af því að geta haldið vöruverði svona lágu á þessum tímum íslenskum neyt- endum til hagsbóta,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í tilkynn- ingunni. „Það var fyrirséð að ein- hverjar hækkanir yrðu á innfluttum vörum vegna kórónuveirufaraldurs- ins og lækkunar á gengi krónunnar en þökk sé sterkri stöðu á markaði hefur okkur tekist að lækka verðið á matarkörfunni á milli mánaða.“ Í frétt á heimasíðu ASÍ kemur fram að töluverðar verðhækkanir hafi verið í flestum verslunum en oftast í Krónunni, Bónus, Fjarðar- kaup og Hagkaup auk þess sem verð lækkar sjaldnast í þeim verslunum. Miklar verðlækkanir voru hins vegar hjá Iceland en í 85% tilfella lækkaði verð þar en í mörgum tilfellum er um verulegar verðlækkanir að ræða. Þá lækkaði verð einnig í mörgum til- fellum í Kjörbúðinni. „Um um miðjan mars innleiddum við nýja verðstefnu í verslanir Ice- land þar sem allar helstu vörur til heimilisins eru á sama verði og í öðrum helstu lágvöruverðsversl- unum landsins. Með kaupum á Iceland sáum við mikil tækifæri að nýta það sterka viðskiptasamband við Iceland í Bretlandi þar sem þeir reka um 1.000 verslanir með um 23.000 starfsmenn. Við ætlum að móta keðjuna að þörfum viðskipta- vina okkar og breyta henni í alvöru hverfisverslun. Við sjáum nú fyrstu birtingarmynd þessa í þessari verð- könnun,“ segir Gunnar Egill jafn- framt í tilkynningunni. Þá segir í frétt ASÍ að athygli veki að verð lækki mikið í öllum vöru- flokkum í Iceland milli mælinga og er algengt að verð lækki um um 15–20% og í einhverjum tilfellum enn meira. Í mörgum tilfellum lækkar verð einnig í Kjörbúðinni þó einstaka vörur hækki milli mælinga. Í Nettó og á Netto.is lækkar verð í um 40% tilfella en hækkar einnig töluvert í mörgum tilfellum. Í Hagkaup, Krónunni, Bónus og Fjarðarkaupum hækkaði verð oftast yfir 5% auk þess sem verðlækkanir voru færri en í öðrum verslunum eða í um 10% tilvika, að því er segir á vefsíðu ASÍ. „Samkaup er að mestu í eigu sam- vinnufélaga sem hefur það að mark- miði að stuðla að góðum og sam- keppnishæfum verslunum. Við erum að sjá gríðarlega miklar og margar hækkanir birgja en álagning okkar hefur engu að síður farið lækk- andi síðustu vikurnar. Við reynum eftir fremsta megni að halda verði niðri og þá hafa vinsældir netversl- unar Nettó gert það að verkum að við höfum komist hjá því að hækka verð. Könnun ASÍ sýnir svart á hvítu að netverslunin okkar er sú lang- ódýrasta í landinu,“ segir Gunnar Egill. Samkaup er að mestu í eigu samvinnu­ félaga sem hefur það að markmiði að stuðla að góðum og samkeppnishæfum verslunum ... Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. 2 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.