Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 12

Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 12
Um 1100 nemendur sækja nám og námskeið á vorönn Keilis á Ásbrú. Áskoranir í rekstri og mikilvægt að gera skólann sjálfbæran. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri er bjartsýnn á framtíð skólans og unnið sé að því að auka námsframboð. „Keilir hefur allt frá stofnun verið framsýnn í tækni og þjónustu við nem- endur og því er skólinn vel undirbúinn vegna aðstæðna sem hafa skapast á tímum COVID-19. Við höfum ekki fundið fyrir brottfalli úr námi en að sama skapi haft þetta auðvitað haft áhrif á starfsfólk. Það er ljóst að næstu mán- uðir verða áhugaverðir fyrir Keili því við höfum verið að vinna að fjárhags- legri endurskipulagningu á sama tíma og við þurfum að leggja áherslu á að auka námsframboð,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú. Keilir er nýsköpunarfyrirtæki og var stofnað í kjölfar brotthvarfs Varnar- liðsins sem fór árið 2006 og á meðan unnið var að stofnun skólans kom bankahrun með afleiðingum sem flestir þekkja. Það hafa verið margar áskoranir á vegi Keilis sem, eins og mörg önnur nýsköpunarfyrirtæki, hefur þurft að feta sinn veg, sem hefur ekki alltaf verið beinn og breiður. Með atvinnuleysi í hæstu hæðum mun aðsókn að námi aukast. Jóhann segir að það hafi verið ósk- að eftir því að skólinn mætti eftir- spurn eftir auknu námsframboði í sumar og haust. „Við höfum verið að vinna í því með Háskóla Íslands og senda menntamálaráðneyti hug- myndir um það eins og fleiri skólar eru að gera. Keilir er nýsköpunarmennta- stofnun og stofnuð eftir tvö hrun á Suðurnesjum, brotthvarf Varnarliðs og bankahrun, þannig að áföll eða stærri verkefni eru ekki nýlunda. Það er ekki nema ár síðan að WOW féll og það hafði margvísleg áhrif á Suðurnesjum, m.a. Keili. Nú liggur fyrir mikið atvinnleysi og þetta fólk þarf að komast í virkni og nám og við verðum að vera tilbúin að taka á móti því. Við höfum verið í góðu samtali og samstarfi við mennta- málaráðuneytið og sent okkar áherslur þangað og vonum að það skili okkur árangri. Þetta eru vægast sagt erfiðir og sérstakir tímar en í því geta falist tækifæri sem ég tel að geti verið fyrir Keili.“ Framsækinn skóli Frá upphafi hefur Keilir bæði verið með tæknina í fararbroddi í sinni starfsemi sem og áhugaverða blöndu í námsframboði, vinsælasta greinin hefur verið svokölluð háskólabrú en að henni lokinni er hægt að sækja um nám í Háskóla Íslandi. „Við erum nýsköpunarsetur í menntamálum, höfum prófað ýmis- legt, margt hefur gengið en sumt ekki eins og gengur. Við höfum reynt að vera víðsýn og framsýn og bjóða eitthvað sem aðrir hafa ekki gert. Yfir níutíu ungmenni sóttu um í tölvuleikjagerð síðasta haust og það er yfir höfuð mikil aðsókn í okkar fjölbreytta nám. Við sjáum á þeim umsóknum sem hafa borist að það er mikill áhugi á háskólabrú sem er að veita fólki annað tæki- færi til náms. Þar erum við að sjá öðruvísi hóp en almennt í fram- haldsskólum. Háskólabrúin okkar veitir aðgang inn í Háskóla Íslands, stærsta háskóla landsins. Margt fólk sem hefur verið að vinna í mik- illi uppsveiflu ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur núna tækifæri til að sækja sér meiri menntun og vera þannig betur undirbúið þegar atvinnulífið fer á fleygiferð aftur. Við búumst við miklum fjölda umsókna í þetta nám okkar. Við höfum verið að leggja drög að sjálfbærni skólans til að vera í stakk búinn til að taka á móti þessu fólki. Á sama tíma erum við að berjast við fjárhagslega endur- skipulagningu. Keilir hefur kannski aldrei verið sjálfbær sem er kannski eðlilegt fyrir nýsköpunarfyrirtæki en okkur hefur tekist ótrúlega vel á undanförnum árum að auka náms- framboð sem er mikilvægt. Í vetur hafa aldrei verið fleiri í námi og á námskeiðum hjá okkur eða yfir ell- efuhundruð manns.“ Við eigum gott bakland í sveitar- félögum og þeim sem standa að skól- anum þannig að framtíðin er björt en við verðum að klára að hnýta hnútinn í fjárhagslegri endurskipu- lagningu.“ alltaf að aukast Spennandi tímar framundan og ÁHUGI Á NÁMI 12 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.