Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 35

Víkurfréttir - 07.05.2020, Síða 35
Rósa fékk afmælis- sönginn úti í garði Páll Ketilsson pket@vf.is Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Á tímum COVID-19 hefur verið lítið um stærri mannfagnaði og afmæli. Rósa Jónsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ varð 90 ára 2. maí og börn hennar og nánustu ættingjar ákváðu að koma henni á óvart með því að óska henni til hamingju með stórafmælið og syngja afmælissönginn úti í garði. Rósa tyllti sér á stól í garðinum og svo söng hennar fólk fyrir hana afmælis- sönginn. Rósa sem, eins og svo margir eldri borgarar, hefur ekki hitt marga vegna COVID-19 var að vonum ánægð þrátt fyrir öðruvísi afmælisfagnað og fékk líka afmælistertu sem gestir hennar gæddu sér á í hæfilegri fjarlægð í samkomubanni. Rósa er fædd og uppalin á Djúpavogi en hefur í rösk 70 ár búið á Suður- nesjum, fyrst í Sandgerði og síðan í Reykjanesbæ. Eiginmaður hennar var Jón H. Júlíusson, hafnarstjóri í Sandgerði til marga ára, en hann lést 1987. Þau eignuðust sex börn. Víkurfréttir heyrðu af uppátæki fjölskyldunnar og laumuðu sér á staðinn og mynduðu viðburðinn. Sjáið líka myndskeið hér að neðan. Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR // 35

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.