Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2020, Page 65

Víkurfréttir - 07.05.2020, Page 65
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Már Gunnarsson og Iva Marín Adrichem sameinuðu krafta sína á dögunum og gerðu sína eigin útgáfu af laginu Barn eftir Ragnar Bjarnason við ljóð Steins Steinarr. Lagið er í sumarbúningi og skemmtilegum Reggae-takti. Því fylgir svo fallegt myndband með þeim saman í íslenskri náttúru en myndbandið er tekið upp á Garðskaga og í Sandvík á Reykjanesi. Það var okkar maður, Hilmar Bragi Bárðarson, sem tók upp og setti saman myndbandið við lagið en þetta er fyrsta staka tónlistarmyndbandið sem hann framleiðir. Hilmar tók einnig upp tónleikana Alive fyrir Má í vetur en þeir voru sýndir um páskana, m.a. á vf.is. „Kæru landsmenn nær og fjær, nú fer að hlýna í veðri og tannhjól samfélagsins fara að snúast á ný. Þetta markar ákveðin tímamót. Ég og elskuleg vinkona mín, Iva, viljum færa samfélaginu þessa tímamóta- gjöf; yndislegt lag sem allir ættu að þekkja í nýjum búningi. Útsetning er eftir mig og minn kæra Þórir Baldursson,“ skrifar Már á fésbókina um síðustu helgi um leið og hann deilir upptöku af laginu. Þegar blaðið fór á netið um miðjan dag, miðvikudaginn 6. maí, hafði myndbandið með laginu verið spilað um 80.000 sinnum á fésbókinni. Í spilaranum hér á síðunni má nálgast lagið og myndbandið við það á YouTube. Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRNESJum í 40 áR // 65

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.