Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 6
Efnahagsáhrifa aukins atvinnu- leysis gætir ekki strax Efnahagsáhrifa aukins atvinnu- leysis vegna COVID-19 gætir ekki strax í aukinni fjárhagsað- stoð sem fjölgar aðeins lítillega milli mánaða, segir í gögnum Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar frá því í síðustu viku. Velferðar- svið Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir því að áhrifin komi fyrst fram í aukinni eftirspurn eftir ráðgjafaviðtölum um félags- leg réttindi og umsóknum frá atvinnuleitendum með stuttan uppsagnarfrest hjá atvinnurek- anda sem eiga engan eða skertan bótarétt hjá Vinnumálastofnun og langtímaatvinnulausum sem eru að klára bótarétt sinn án þess að komast á vinnumarkað. Aukning hefur verið á tilkynn- ingum til barnaverndar í mars og apríl miðað við fyrstu mánuði ársins 2020 og aukið álag verið á bakvakt vegna barnaverndar og heimilisofbeldismála. Gera starfslokasamning við hafnarstjóra Sandgerðishafnar Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að áfram verði leitað leiða til að bæta rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 6. maí að unnið verði eftir „sviðsmynd II“ í tillögum Deloitte um bættan rekstur hafnarinnar sem felur m.a. í sér að breytingar verði á skipuriti hafnarinnar og að bæjarstjóri sinni hlutverki hafnar- stjóra. Bæjarstjóra var á fundinum falið að ganga frá starfslokasamningi við núverandi hafnarstjóra. Jafnframt verði leitað samstarfs við aðrar hafnir um að skoða kosti þess að auka samstarf rekstur hafna eins og fjallað var um í starfshópi um rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt var að veita bæjarstjóra og formanni hafnarráðs heimild til að fara í þá vinnu. Tíu tilnefningar bárust til menn- ingarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2020. Þetta kemur fram í gögnum frístunda- og menn- ingarnefndar Sveitarfélagsins Voga. Nefndin valdi einn einsakling og eitt félag til að hljóta menningar- verðlaun sveitarfélagins árið 2020 og voru nöfn þeirra skráð í trúnaðar- bókun. Bjarki Þór Wium Sveinsson vék af fundi undir umræðum og kosningu um hvaða félag hlyti verð- launin. Nefndin leggur það til við bæjar- stjórn að afhending verðlaunanna verði 17. júní og henni verði streymt. Tíu tilnefningar til menningarverðlauna í Vogum Séð yfir stóran hluta Sandgerðishafnar. VF-mynd/hilmarbragi. 6 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.