Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 56
Fótboltinn byrjar að rúlla í júní
– sjáið leikjaplan allra deilda og bikarkeppni
Íslandsmót karla hefst 19. júní
Í Íslandsmótinu 1. deild fær Keflavík Aftureldingu
í heimsókn í fyrstu umferð og Grindavík heim-
sækir Þór á Akureyri.
Í annarri umferð frá Grindvíkingar Þrótt úr
Reykjavík í heimsókn en Keflvíkingar fara vestur
í Ólafsvík.
Í 2. deildinni keppa þrjú Suðurnesjalið; Víðir,
Njarðvík og Þróttur Vogum. Fyrsta umferð verður
19. og 20. júní.
Í fyrstu umferð fá Víðismenn Kórdrengi í heim-
sókn, Þróttur Vogum fer á Dalvík og mætir heima-
mönnum og Njarðvík tekur á móti Völsungi frá
Húsavík. Það verður talsvert um ferðalög í 2.
deildinni í sumar.
Reynismenn í Sandgerði leika í 3. deild og mæta
KV á útivelli í fyrstu umferð 19. júní.
Mjólkurbikarkeppni karla hefst 5. júní
Þróttur Vogum tekur á móti Ægi þann 6. júní.
Þann 7. júní gerir Víðir Garði sér ferð til Álfta-
ness og leikur gegn KFB en Njarðvíkingar mæta
Smára í Kópavogi, þá mæta einnig Reynismenn
Létti í Breiðholtinu þennan sama dag. Keflvíkingar
sitja hjá í fyrstu umferð og mæta Ísbirninum eða
Birninum þann 12. júní. Að lokum munu Grind-
víkingar taka á móti ÍBV laugardaginn 13. júní.
Davíð Snær áfram í herbúðum Keflavíkur
Davíð Snær Jóhannsson hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Keflavíkur til næstu þriggja
ára. Davíð er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins, leikjahæsti leikmaður U-17 ára
landsliðs Íslands og hefur samtals leikið 40 landsleiki með yngri landsliðum.
„Davíð er holdgervingur þeirrar stefnu sem við hjá Keflavík erum að vinna eftir. Ungur heima-
maður og gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur fengið verðskulduð tækifæri í bæði efstu og
næst efstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Davíð verður vafalítið í lykilhlutverki hjá okkur í sumar
og verður gaman að fylgjast með honum þroskast áfram í ungu Keflavíkurliði. Davíð hefur verið
mjög eftirsóttur af liðum erlendis frá síðustu ár en ákvað að semja við keflavík til næstu þriggja
ára og taka slaginn með okkur áfram,“ segir á Facebook-síðu Keflvíkinga.
Smelltu á eftirfarandi tengla til að sjá leikjaplan
1. deild karla 1. deild kvenna
2. deild karla 2. deild kvenna
3. deild karla Mjólkurbikar kvenna
Mjólkurbikar karla
Innileikinn allsráðandi hjá Keflvíkingum. Davíð Snær fær koss
frá liðsfélaga sínum í leik á síðasta tímabili. VF-mynd: Guðmundur Sigurðsson
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur árið 2016
þegar þau léku bæði í 1. deild. VF-mynd: Hilmar Bragi
56 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.