Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 7
Samkaup hleypa seinni hluta 150 milljóna króna aðgerðapakka til starfsmanna sinna af stað í lok mánaðarins. Fyrirtækið hefur ekki nýtt sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt það hafi þurft að loka einni verslun og 70% samdráttur hafi orðið í einhverjum verslunum. „Við höfum þurft að loka einni verslun og það hefur verið allt að 70% samdráttur í einhverjum verslana okkar þar sem erlendir ferðamenn voru stór hluti viðskiptavina. Þrátt fyrir það höfum við ekki nýtt okkur hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar heldur fært fólk til í starfi eins og mögulegt er,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. „Starfsfólkið okkar er mikilvægasti hluti fyrirtækisins og það hefur verið mikið álag á því síðustu misseri, sérstaklega þeim sem hafa verið í framlínunni. Við viljum því þakka starfsfólkinu fyrir vel unnin störf með aðgerðar- pakkanum.“ Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á samþykkti stjórn Samkaupa að veita um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Yfir- skrift aðgerðarpakkans er Takk fyrir að standa vaktina! og nær til allra starfsmanna Samkaupa sem eru um 1.400 talsins. Allir starfsmenn fengu auka orlofsdag á launum, verulega aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og andlega upplyftingu hjá Heilsuvernd. Samkaup reka 61 verslun um land allt, meðal annars Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Iceland og Samkaup Strax auk miðlægar miðstöðvar fyrir netverslun fyrirtækisins. Um 1.400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í um 670 stöðugildum. Seinna hluti aðgerðapakkans kemur til fram- kvæmda í lok mánaðarins. Starfsmenn verða þá hvattir til að ferðast innanlands í sumar og fá meðal annars gjafabréf fyrir hótelgistingu, bíla- leigubíl, á veitingastaði, leikrit eða annarri afþrey- ingu. „Við viljum halda í okkar lykilfólk eins og kostur er því þegar hjólin fara að snúast á ný viljum við áfram sjá okkar frábæra starfsfólk standa vaktina með okkur,“ segir Gunnar Egill. „Við viljum halda í okkar lykilfólk“ Samkaup veita 150 milljónum króna til starfsmanna en nýta sér ekki hlutabótaleiðina. KENNSLUMYNDBAND FYRIR NETVERSLUN NETTÓ Nettó setti nýlega í loftið kennslumyndband fyrir netverslun Nettó. Í myndbandinu er farið ítarlega yfir það hvernig skuli panta heimsendar dagvörur í gegnum netið. Myndbandið er ætlað þeim sem vilja afla sér betri þekkingar á virkni og notendaviðmóti netverslunarinnar. Myndbandið er talsett og leiðir áhorfendur í gegnum hvert einasta skref í kaupferlinu. „Við höfum séð að netverslun Nettó nær nú til breiðari aldurshóps en áður. Fólk sem er komið á efri ár er áhugasamt og vill nýta sér netverslunina en treystir sér kannski ekki til að ganga frá pöntun í gegnum netið,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. „Við töldum því að það gæti gagnast mörgum að framleiða kennslumyndband fyrir netverslunina til að auðvelda fólki kaupferlið á netinu. Við vonumst til þess að myndbandið gagnist flestum og auðveldi þannig viðskiptavinum okkar að fá vörurnar sendar heim að dyrum.“ Heimsending á dagvöru í gegnum netverslun Nettó er í boði víðs vegar um landið. Viðskiptavinir Nettó geta einnig valið að sækja vörur sínar í verslununum sjálfum og sparað sér þannig tíma. Samtals eru sautján Nettóverslanir um allt land. Smelltu á hnappinn til að sjá myndbandið VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.