Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 47
Guðbjörg segir að sér finnist Kanarí
eiginlega vera framlenging á Ísland. „Hér
er mjög gott íslenskt samfélag með frá-
bærum stuðningi ef fólk þarf aðstoð, alveg
sama hvað er, alltaf er einhver nærstaddur
til að aðstoða.“
– Hve lengi hefurðu búið erlendis?
„Maðurinn minn er búin að koma hér á
hverju ári í um 35-40 ár en hann tók alltaf
sumarfrí á veturnar og ég síðustu suttugu
árin með honum og oft oftar en einu sinni
á ári. Síðustu tvö ár erum við búin að skipta
tímanum milli Íslands og Kanarí og viljum
halda í íslenska sumarið.“
– Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum?
„Já höfum gert það“.
– Hverjir eru helstu kostir þess að
búa þar sem þú býrð?
„Veðrið. Hér er sama veður eiginlega allt
árið. Allt annar prís í búðinni sem er stór
plús. Að vera í hita og blíðu allt árið hefur
svo að sjálfsögðu mikil áhrif á kropp og
anda. Mikið og gott félagslíf og alls konar
klúbbar/hópar og frábært fólk. Við erum
velkomin í allt sem ferðaskrifstofurnar
bjóða upp á en það er hellings dagskrá eins
og til dæmis spilavist, bingó, spilabingó,
minigolf, gönguferðir, söngstundir og fleira
og fleira væri hægt að telja endalaust upp,
endalaus afþreying.“
– Hvernig er að vera með fjölskyldu
og börn þarna?
„Það kemur fólki mjög á óvart hvað það er
frábært að vera með börn hér og hvað það
er margt í boði fyrir þau eins og til dæmis
fuglagarður, vatnagarður, krókódílagarður,
kúrekagarður, sjávardýrasafnið með lifandi
dýr og endalaust hægt að telja upp. Og svo
alls staðar sundlaugar.
Við komum með fermingarbarnabörnin
okkar hingað í fyrra og þau elskuðu að vera
hér, vildu ekki fara heim og bíða spennt
eftir að koma aftur.“
– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi
þínu?
„Bóndinn fer í minigolf klukkan tíu, þá fer
ég og syndi en laugin er hér við dyrnar
hjá okkur. Þegar hann kemur heim um
hádegi þá fáum við okkur bröns, síðan er
göngutúr, prjónað, hlustað á sögu, farið í
heimsóknir og/eða við fáum heimsóknir.
Þá er kvöldmatur og sjónvarp, bara svona
hefðbundið íslenskt.“
– Líturðu björtum augum til sumars-
ins?
„Mjög svo. Við erum mjög spennt að koma
til Ísland þegar farið verður að fljúga að
nýju. Við erum búin að vera í útgöngu-
banni síðan um miðjan mars en megum
núna fara út í göngutúr í einn klukkutíma
á dag svo það verður gott að fá frelsi.“
– Hver eru þín áhugamál og hefur
ástandið haft áhrif á þau?
„Áhugamálin eru útivist, ferðalög, prjónar
og bara lífið. Og, já, ástandið hefur orðið
Hér er mjög gott íslenskt
samfélag með frábærum
stuðningi ef fólk þarf aðstoð,
alveg sama hvað er, alltaf
er einhver nærstaddur
til að aðstoða ...
Við komum með
fermingarbarnabörnin
okkar hingað í fyrra og
þau elskuðu að vera
hér, vildu ekki fara
heim og bíða spennt
eftir að koma aftur. ...
Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 47