Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 60
Rétturinn
Ljúffengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Íbúðaskipti
Suðurnes - Grafarvogur
3ja herb. íbúð í Grafarvogi á jarðhæð,
góð og snyrtileg íbúð með öllum helstu
heimilistækjum eins og þvottavél,
stórum ískáp, uppþvottavél og rúmum.
Er að leita að:
2ja til 3ja herb. íbúð í Ytri-Njarðvík
á svæðinu nálægt skólanum í Ytri-
Njarðvík og verður að vera norðan
Reykjanesbrautar;
t.d. Þórustíg, Brekkustíg, Grundarveg,
Borgarveg, Klapparstíg, Tunguveg,
Sjávargötu, Reykjanesveg.
Óska eftir þessum íbúðaskiptum
frá 1. júní til og með 31. sept. eða
lengur ef um semst.
Upplýsingar í síma 894-5265.
Baldur Örn nýr leikmaður
Njarðvíkur körfunni
Baldur Örn Jóhannesson hefur gengið til liðs við UMFN frá Þór á Akur-
eyri og semur til tveggja ára. Baldur er nítján ára framherji sem lék um
þrettán mínútur að meðaltali með Þórsurum í Domino’s-deildinni í vetur.
Baldur Örn á að baki unglingalandsleiki og var sterkur hlekkur í mjög
sigursælum 2001 árgangi þeirra Þórsara. Kappinn flytur í Njarðvík í
ágúst og tekur slaginn með bæði meistara- og unglingaflokki félagsins.
Ólöf Helga tekur við
kvennaliði Grindavíkur
Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í
körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild kvenna á næstu
leiktíð. Hún undirritaði þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023.
Ólöf Helga er Grindvíkingum að
góðu kunn. Hún lék upp alla yngri
flokka hjá félaginu og var lykilleik-
maður í meistaraflokki félagsins um
árabil. Undanfarin tvö tímabil hefur
hún þjálfað meistaraflokk kvenna
hjá Haukum í Domino’s-deildinni
en var áður sigursæll þjálfari í yngri
flokkum hjá Grindavík.
„Ég er mjög þakklát tækifærinu
til að hjálpa við uppbyggingu upp-
eldisfélags míns og get ekki beðið
eftir að hitta stelpurnar og byrja. Ég
hef þjálfað þær margar áður með
góðum árangri og efast ekki um að
getum haldið áfram góðu samstarfi.
Grindavíkurhjartað er sterkt og það
er frábært að vera orðin aftur hluti af
þessari öflugu körfuboltafjölskyldu í
Grindavík,“ segir Ólöf Helga.
Ingibergur Þór Jónasson, formaður
körfuknattleiksdeildar Grindavíkur,
er afar ánægður að endurheimta
Ólöf Helgu aftur heim til Grinda-
víkur. „Ólöf er gríðarlega flottur
þjálfari sem hefur safnað reynslu og
er komin aftur heim. Við treystum
henni fyrir þessu krefjandi verkefni
og það verður mjög gaman að fylgj-
ast með stelpunum á komandi tíma-
bilum með Ólöfu í brúnni.“
Njarðvíkingar styrkja
sig fyrir næsta tímabil
Helena Rafnsdóttir áfram
með Njarðvík
Helena Rafnsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við körfu-
knattleiksdeild UMFN nú á dögunum. Helena er uppalin Njarðvíkingur
úr unglingastarfi félagsins og ein af okkar allra frambærilegustu leik-
mönnum til framtíðar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Helena nú spilað
með góðum árangri fyrir meistaraflokk félagsins og tekið framförum
samfara því. Helena skoraði um sjö stig í leik og tók um fimm fráköst á
síðustu leiktíð og skilaði svo frábæru varnarhlutverki sem sést síður á
tölfræðiblöðum.
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
60 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.