Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Sterk efnahagsleg staða Suðurnesjabæjar „Framundan eru krefjandi tímar með miklum áskorunum í starfsemi og rekstri Suðurnesja­ bæjar,“ segir í bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Reikningurinn nær yfir fyrsta heila starfsár Suðurnesjabæjar og var sam­ þykkur samhljóða eftir síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Í bókun bæjarstjórnar um ársreikn- ing 2019 segir: Ársreikningur 2019 nær yfir fyrsta heila starfsár Suðurnesjabæjar. Niðurstöður í rekstri málaflokka var í góðu samræmi við fjárheim- ildir og heildar niðurstöður nálægt fjárhagsáætlun ársins. Bæjarstjórn lýsir ánægju með þá niðurstöðu og þakkar öllum stjórnendum sveitar- félagsins fyrir þeirra framlag við góðan rekstur. Sterk efnahagsleg staða sveitarfélagsins birtist m.a. í því að skuldaviðmið samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum í árslok 2019 er 66% og hefur lækkað frá fyrra ári. Bæjarstjórn lýsir ánægju með þessa niðurstöðu en samkvæmt fjár- málareglum sveitarstjórnarlaga má skuldaviðmið ekki vera yfir 150%. Á árinu 2019 var haldið áfram því verkefni að móta nýtt sveitarfélag og því verkefni er ekki lokið. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt af mörkum mikla vinnu við þetta verkefni og fyrir það þakkar bæjarstjórn. Jafn- framt hafa fjölmargir aðrir aðilar komið að þeirri vinnu og það er mat bæjarstjórnar að vel hafi tekist til við að leysa úr fjölmörgum og ólíkum verkefnum í tengslum við mótun á nýju sveitarfélagi. Framundan eru krefjandi tímar með miklum áskorunum í starf- semi og rekstri Suðurnesjabæjar. Það er markmið bæjarstjórnar að Suðurnesjabær veiti íbúum sínum sem mesta og besta þjónustu, þann- ig að búsetuskilyrði í Suðurnesjabæ verði áfram eins og best er á kosið. Ársreikningur ársins 2019 felur í sér sterka efnahagslega stöðu Suður- nesjabæjar og á því mun bæjarstjórn byggja til framtíðar. Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum Íbúafundur um aðgerðir í atvinnu- málum verður haldinn í Reykja- nesbæ fimmtudaginn 14. maí kl. 17:30. Fundurinn verður sendur út beint í streymi á Facebook-síðu Reykjanesbæjar: www.facebook. com/reykjanesbaer.is/ Íbúar geta tekið þátt í fundinum og sent inn spurningar á póstfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarna daga og vikur verið að kortleggja og greina möguleika á fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu, meðal annars í gegnum þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Þau verkefni sem þegar eru á teikniborð- inu verða kynnt á íbúafundinum á netinu. Upptaka af fundinum verður síðan aðgengileg á sömu síðu fyrir þá sem ekki geta fylgst með streyminu beint. Almennar umræður um hátíðar- höld 17. júní og Fjölskyldudaga 2020 fóru fram í frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga á síðasta fundi ráðsins. Nefnd ræddi á fundinum hvort og þá með hvaða hætti viðburðir sum- arsins verði haldnir. Ljóst er að við- burðir verða ekki haldnir með sama hætti og undanfarin ár. Sveitarfélög eru að leita nýrra leiða til að gera daginn hátíðlegan og mun Sveitar- félagið Vogar horfa til þess hvort eitthvað slíkt verði gert og hlýða öllum ábendingum og fyrirmælum almannavarna. Hátíðarhöld með breyttu sniði í Vogum Frá bæjarstjórnarfundi í Suðurnesjabæ nýlega. 2 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.