Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 55
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Heiðarsel – Deildarstjóri
Heiðarsel – Leikskólakennari
Holtaskóli – Starfsmaður á bókasafn
Holt – Deildarstjóri
Tjarnarsel – Deildarstjóri
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Fjö lsky ldan var á
le ið inn i í he imsókn
Karen var farin að hlakka til að fá
foreldra sína í heimsókn um páskana
en þau eiga enn eftir að koma í heim-
sókn til hennar og Stefáns frá því að
þau fluttu til Danmerkur.
– Hver voru plönin áður en
veiran setti strik í reikninginn?
„Púha! Ég er nú ein af þeim sem hef
samt sem áður verið frekar heppin.
Í fyrsta lagi átti ég von á að fá
pabba, mömmu og bróðir minn í
heimsókn um páskana. Við höfum
búið hérna síðan 2016 og þetta
hefði orðið fyrsta heimsókn for-
eldra minna, ásamt því að ég hafi
ekki hitt þau í tvö ár. Einnig áttum
við að hitta þau í Frakklandi í ágúst,
þar sem pabbi átti að fara að keppa
í golfi og við því að ætluðum keyra
þangað – en þeirri ferð var aflýst.
Ég var komin vel af stað í að kenna
hóptíma, sem ég var búin að byggja
upp hægt og rólega af þátttakendum,
og var bara búin að kenna í fyrsta
sinn tvo danstíma. Þannig að því
leyti þarf ég nánast að byrja upp á
nýtt. Við eigum ferð heim um jólin,
sjáum til hvernig það fer.
Einnig var ég farin að skoða aðrar
vinnur en er heppin að geta enn
tekið vaktir á elliheimilinu.“
– Hvernig hefur COVID-19 verið
að hafa áhrif þar sem þú býrð?
„Við erum á einu af þeirra svæða í
Danmörku þar sem fá tilfelli hafa
verið en sömu reglur gilda þó í öllu
landinu. Það helsta sem gerðist hjá
okkur var að landamærin lokuðu.
Við höfum ekki verslað þar í tvo
mánuði en vorum vön að gera það
þrisvar, fjórum sinnum í mánuði.“
– Hvernig hefur tilveran verið
hjá þér undanfarnar vikur, hefur
margt breyst?
„Tilveran hefur heilt litið yfir verið
fín þar sem við höfum ekki beint
misst innkomu, nema hóptíma
mína en þá hef ég verið að taka
vaktir meira á elliheimilinu í stað-
inn. Golfvöllurinn lokaði hins vegar
í tólf daga í mars/apríl sem var akk-
úrat þegar byrjaði að vora og golfið
hefði verið byrjað á fullt.
Nú vinn ég á elliheimilinu með
plasthlíf fyrir andlitinu. Lokun
landamæranna, að fara ekki í heim-
sóknir eða fá heimsóknir og svo að
komast ekki í ræktina eru auðvitað
stærstu breytingarnar.“
Óhrædd v ið að
reyna ný ja h lut i
Í upphafi sagði Karen að hafi þau
ekkert verið búin að ákveða hvort
þau ætluðu að búa stutt, lengi eða
alla ævi erlendis en aðspurð um
hvort þau reikni núna með því að
ílengjast eða hvort þau stefni heim
segir Karen erfitt að segja, að fátt hafi
í raun breyst. „Þó tel ég meiri líkur
en minni á að við munum vera lengi
búsett erlendis.“
– Er eitthvað sem þú vilt bæta
við að lokum?
„Að flytja til útlanda fær mann til að
læra betur á sjálfa sig. Ég prófaði t.d.
í fyrsta sinn að vera með uppistand
eftir að ég flutti út. Núna hef ég gert
það þrisvar sinnum, alltaf á íslensku.
Mér finnst ég líka hafi samið
betri ljóð eftir flutninginn út en ég
hef samið í nánast tvo áratugi. Það
brjótast öðruvísi tilfinningar út
þegar maður hefur prófað búsetu
erlendis og þannig verða oft góð
ljóð til.
Svo hef ég farið í grunnnám í einka-
þjálfun hérna í Danmörku og öðlast
réttindi hóptímakennara en ég hef
ekki náð að halda áfram með námið
því ég hef ekki ennþá náð fullum
vinnusamningi við ræktarstöð.
Þetta eru hlutir sem breyttust hjá
mér, því þetta hafði ég aldrei gert á
Íslandi áður.“
Hér kyssast hjónin yfir landamæri
Danmerkur og Þýskalands.
Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 55