Víkurfréttir - 13.05.2020, Blaðsíða 57
Íslandsmót og
Mjólkurbikar kvenna
Íslandsmót í 1. deild kvenna hefst
18. júní en Keflavík leikur á útivelli
í tveimur fyrstu umferðunum, fyrst
leika Keflavíkurstúlkur gegn Völ-
sungi á Húsavík þann 20. júní og
þann 26. júní fara þær til Sauðár-
króks og leika gegn Tindastóli.
Grindavíkurstúlkur féllu í fyrra
og leika í 2. deild, þær heimsækja
Hamrana á Akureyri í fyrstu umferð
þann 21. júní.
Mjólkurbikar kvenna
Keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst
þann 7. júní. Í fyrstu umferð leika
Grindavíkurstúlkur gegn Fram á
útivelli og fer sá leikur fram þann
8. júní. Keflavík situr hjá í fyrstu
umferð og mætir sigurvegara úr
leik Aftureldingar og HK á Nettó-
vellinum þann 14. júní.
AUGLÝSING UM TILLÖGU AÐ
BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI
LÓÐAR STOFNFISKS VIÐ VOGAVÍK
Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann
29. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deili-
skipulagi lóðar Stofnfisks við Vogavík, skv. 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að byggingarreitur D færist frá því að vera í norðaustur
horninu á lóðinni í suðvestur hornið), ásamt að bílastæði færast til og þeim
fækkar. Áður var gert ráð fyrir skrifstofu- og rannsóknabyggingu (eða öðr-
um byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins) en eftir breytingu er gert
ráð fyrir seiða- og skrifstofubyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna
starfsemi svæðisins. Byggingarmagn reitsins er aukið í 5.000 m² úr 2.000
m² og hámarkshæð seiða- og skrifstofubyggingar verður 10,0 m. Bygg-
ingarreitur A (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi
og fiskvinnslu) minnkar vegna færslu byggingarreits D og bílastæða ásamt
nýju aðkomusvæði. Byggingarreitur B (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur
mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) stækkar yfir það svæði þar sem
byggingarreitur D var fyrir breytingu. Bætt er við upplýsingum um þær
byggingar sem byggðar hafa verið frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190
Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudags-
ins 24. júní 2020. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga,
www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til
skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið
skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.
Vogum, 13. maí 2020
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
AUGLÝSING TILLÖGU AÐ BREYT-
INGU Á AÐALSKIPULAGI SVEITAR-
FÉLAGSINS VOGA 2008–2028 OG
TILLÖGU AÐ DEILISKIPULAGI
ÁSAMT UMHVERFISSKÝRSLU
VEGNA NÝS VATNSBÓLS
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með,
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins
Voga 2008-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Breytingin felst í breyttri staðsetningu á
fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2).
Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulag vegna
nýs vatnsbóls ásamt umhverfisskýrslu skv. 1. mgr.
41. gr. sömu laga.
Tillögurnar eru settar fram á uppdráttum og greinargerð ásamt umhverfis-
skýrslu og vísast til þeirra um nánari upplýsingar.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190
Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudags-
ins 24. júní 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi liggur einnig frammi
hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar eru einnig
aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/is/thjonusta/
skipulag/skipulag-i-kynningu
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til
skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið
skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.
Vogum, 13. maí 2020
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Grindverk ehf.
styrkir Þrótt frá Vogum
„Okkur fannst tilvalið að hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni,“
segir Sigurður Garðar frá Grindverki en þeir styrkja nú Þróttara frá Vogum
og hafa síðustu mánuði unnið að hinum ýmsu verkefnum í Vogum.
„Þróttarar frá Vogum hafa verið að gera það gott undanfarin ár í boltanum.
Það er mikið afrek að reka öflugt íþróttastarf í svona litlu bæjarfélagi. Ég
þekki það hvaða þýðingu það hefur fyrir Vogabúa og bæjarsálina að eiga
félag sem nær árangri, komandi frá Vogum,“ en Sigurður Garðar (Bói) ólst
upp á Minna Knarrarnesi.
„Verkefnin í Vogum hafa gengið vel og bæjarbúar hafa tekið vel á móti
okkur. Okkur fannst því tilvalið að hvetja Þróttara til frekari dáða í knatt-
spyrnunni.“
Natasha Moraa Anasi, fyrirliði
Keflavíkur, fékk íslenskan
ríkisborgararétt í vetur og var
valin í íslenska landsliðið
í fyrsta sinn fyrir æfingamót
sem fram fór á Spáni í mars.
VF-mynd: Hilmar Bragi
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 57