Fréttablaðið - 05.06.2020, Side 4
Atvinnulífið á
Íslandi er of fá-
breytt, það vantar meiri
fjölbreytni.
Þórunn
Sveinbjarnar-
dóttir,
formaður BHM
Aðeins 58 prósenta
kjörsókn var í sveitarstjórn-
arkosningum í Hafnarfirði
árið 2018.
HAFNARFJÖRÐUR Samfylkingin í
Hafnarfirði vill fjölga kjörstöðum
til að bæta aðgengi íbúanna. Kjör-
stjórn hefur ákveðið að kjörstaðir
fyrir forsetakosningarnar verði
tveir, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli.
Adda María Jóhannsdóttir, oddviti
Samfylkingarinnar, lagði fram til-
lögu í bæjarráði í gær um að bætt
verði við kjörstað í Vallahverfi.
Íbúafjölgun hefur verið mest
sunnan Reykjanesbrautar, og þá
sérstaklega í Skarðshlíð. Þeir íbúar
þurfa hins vegar að kjósa í Lækjar-
skóla.
Kjörsókn í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í Hafnarfirði árið 2018 var
afar dræm, aðeins 58 prósent. – khg
Vill fjölga
kjörstöðum
Enginn kjörstaður er á Völlunum í
Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu
á meintu manndrápi í Sandgerði í
mars er langt komin að sögn Ólafs
Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra
á Suðurnesjum. Karlmaður á sex-
tugsaldri hefur setið í gæsluvarð-
haldi vegna málsins síðan í byrjun
apríl en hann var handtekinn
fjórum dögum eftir andlát sam-
býliskonu hans. Heimildir herma
að grunur um kyrkingu hafi vaknað
við krufningu.
Rannsókn á andláti konu í
Hafnarfirði snemma í apríl miðar
einnig vel að sögn Margeirs Sveins-
sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Sonur hinnar látnu hefur verið
í gæsluvarðhaldi síðan hann var
handtekinn á vettvangi, grunaður
um að hafa stungið móður sína til
bana með hnífi. Hann er um þrítugt
og sagður hafa átt við geð- og fíkni-
vanda að stríða. – aá
Rannsóknirnar
á lokastigum
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Íslendingar lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali.*
Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050
eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is.
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
93.000
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019
Heimild: Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
✿ Mannfjöldi eftir menntunarstöðu
Hlutfallsleg skipting samkvæmt ISCED 2011 staðlinum.
n Karlar á höfuðborgarsvæðinu
n Karlar utan höfuðborgarsvæðis
n Konur á höfuðborgarsvæðinu
n Konur utan höfuðborgarsvæðis
SAMFÉL AG Sex af hverjum tíu
konum á aldrinum 25 til 64 ára á
höfuðborgarsvæðinu eru háskóla-
menntaðar en hlutfallið var 36 pró-
sent árið 2003. Þetta kemur fram í
nýjum tölum Hagstofunnar. Alls
eru 45 prósent landsmanna á þessu
aldursbili með háskólamenntun. 40
prósent kvenna á aldrinum 25 til
64 ára utan höfuðborgarsvæðisins
eru með háskólamenntun sem er
aukning úr 19 prósentum árið 2003.
45 prósent karla á höfuðborgar-
svæðinu á þessu aldursbili eru með
háskólapróf, aukning úr 32 pró-
sentum árið 2003. Athygli vekur
að um 23 prósent karla utan höfuð-
borgarinnar eru með háskólapróf
en hlutfallið var 14 prósent árið
2003. Árið 2008 urðu háskóla-
menntaðir f leiri en þeir sem eru
með grunnmenntun. Er nú um 21
prósent landsmanna með grunn-
menntun sem hæsta menntunar-
stig, úr 34 prósentum árið 2003.
Hlutfall þeirra sem hafa starfs- og
framhaldsmenntun sem hæsta
menntunarstig hefur haldist til-
tölulega stöðugt, en það var tæp 38
prósent árið 2003 og rúm 33 prósent
árið 2019.
„Þessar niðurstöður koma ekki
á óvart. Það hefur legið fyrir í ára-
tugi að konur hafa sótt sér háskóla-
menntun í mun ríkara mæli en
karlar,“ segir Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, formaður Bandalags háskóla-
manna. „Ég staldra við muninn
á höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni, þessar tölur benda til
að það séu fá tækifæri fyrir háskóla-
menntaða á landsbyggðinni.“
Segir hún það áhyggjuefni að
atvinnulífið sé ekki að þróast í
takt við menntun vinnuaf lsins.
„Atvinnulífið á Íslandi er of fábreytt,
það vantar meiri fjölbreytni. Það
þarf að halda úti og efla opinbera
Sex af tíu eru með háskólapróf
Sex af hverjum tíu konum á aldrinum 25 til 64 ára á höfuðborgarsvæðinu eru háskólamenntaðar. Hlutfall-
ið lægst meðal karla á landsbyggðinni. Formaður BHM segir fá tækifæri fyrir háskólamenntaða úti á landi.
Konur eru líkt og fyrri ár í meirihluta háskólamenntaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SEYÐISFJÖRÐUR Bæjarráð Seyðis-
fjarðar gagnrýnir uppsagnir starfs-
manna Skattsins á Seyðisfirði. Á
fundi bæjarráðs sem haldinn var
á miðvikudag var staða tollvarða-
mála í bænum einnig til umfjöllunar
en Norræna leggur að höfninni í
Seyðisfirði.
„Það er með öllu óásættanlegt, að á
sama tíma og sveitarfélög eru hvött
til að spyrna við og skapa atvinnu á
tímum COVID-19, eru útsvarstekjur
Seyðisfjarðarkaupstaðar rýrðar með
því að leggja niður störf og færa þau
til Reykjavíkur,“ segir í bókun bæjar-
ráðs.
„Bæjarráð Seyðisfjarðar óskar eftir
fundi með Skattstjóra eins fljótt og
verða má til þess að fara yfir rök-
stuðning vegna aðgerðanna. Bæjar-
ráð Seyðisfjarðar mótmælir þessum
uppsögnum harðlega og hvetur
Skattinn til að endurskoða þessa
ákvörðun sína.“ – bb
Hagræðing fólgin í því að fljúga með tollara austur
Bæjarráð Seyðisfjarðar mótmælir uppsögnum harðlega. MYND/TOLLURINN
DÓMSTÓLAR Ekkert verður af mál-
flutningi í máli tónlistarmannsins
Jóhanns Helgasonar í Los Angeles
í Bandaríkjunum þar sem tekist er
á um hvort hann þurfi að greiða
málskostnað mótaðila sinna í laga-
stuldarmálinu um Söknuð.
Málf lutningurinn átti að vera
í dag. Til stóð að lögmenn beggja
aðila mættu í dómsal til að rök-
styðja sjónarmið sín í málinu.
Dómarinn gaf hins vegar óvænt út í
fyrradag að hann þyrfti ekki á slíku
að halda til að úrskurða í málinu.
Sami dómari vísaði í apríl máli
Jóhanns frá dómi og bíður áfrýjun
á þeirri ákvörðun meðferðar hjá
sérstökum áfrýjunardómstóli.
Í millitíðinni hafa lögmenn tón-
listarfyrirtækjanna sem Jóhann
stefndi, auk höfunda lagsins You
Raise Me Up, farið fram á að hann
greiði lögmannskostnað þeirra upp
á jafnvirði 48 milljóna króna. Þeirri
kröfu lýsti lögmaður Jóhanns sem
svívirðilegri í greinargerð til dóms-
ins.
Ey þór Gunnars son, hljóm sveitar-
með limur Mezzo forte, hvatti í gær
tón listar menn um allan heim til að
sam einast í stuðningi við Jóhann
Helga son í máli tón listar risanna
Uni ver sal og Warner gegn Jóhanni
í Facebook-færslu. – gar
Dómari í málskostnaðarmáli Jóhanns
Helgasonar hlustar ekki á lögmennina
Andre Birotte Jr. dómari í Los Ange-
les úrskurðar í málinu. MYND/AFP
Ekkert verður úr boð-
uðum málflutningi lög-
manna í deilunni um máls-
kostnaðarkröfu á hendur
Jóhanni Helgasyni.
þjónustu, það sáum við í farsótt-
inni. Það vantar meiri nýsköpun í
atvinnulíf, fjölbreyttari störf til að
fólk geti nýtt menntun sína.“
Vífill Karlsson, dósent í hag-
fræði við Háskólann á Akureyri
og ráðgjafi Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi, segir einn af ráð-
andi þáttum fyrir muninum á
háskólamenntun kvenna og karla
á landsbyggðinni trúlega launamun
kynjanna, þegar til lengri tíma er
litið. „Það hefur verið sýnt fram á
að launamunurinn sé meiri milli
karla og kvenna á landsbyggðinni
en á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur
verið sýnt fram á að konur, vegna
launamunarins, hagnist meira á
því að sækja sér háskólamenntun,“
segir Vífill. „Ófaglærðir karlar eiga
auðveldara með að komast í vel
borguð störf en konur. Karlar eru
frekar sjómenn og sækja frekar í
störf í álverum.“
Vífill segir að arðsemin sé meiri
við að bæta við sig menntun á höf-
uðborgarsvæðinu en á landsbyggð-
inni. „Þetta er alþjóðlegt mynstur,
arðsemin við aukna menntun er
meiri í borgum vegna þess að hvers
kyns sköpun er þar meiri, afkoma
atvinnulífsins betri, laun þar með
hærri og fjölbreytni og sérhæfing
vinnumarkaðarins meiri.“
arib@frettabladid.is
5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð