Fréttablaðið - 05.06.2020, Síða 16
Ég hef brennandi áhuga á matargerð og finnst fátt skemmtilegra en að dunda
mér í eldhúsinu við að búa til og
borða góðan mat,“ segir Steinunn
Steinarsdóttir, leikskólakennari,
grænkeri og matarbloggari í Lund-
únum, þangað sem hún flutti með
fjölskyldu sinni í júní 2018.
„Okkur langaði að prófa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Mann-
inum mínum var boðið starf hér
úti og okkur fannst tilvalið að láta
slag standa. Þar sem London er
ein af uppáhaldsborgunum okkar
erum við himinlifandi með að vera
hér,“ segir Steinunn sem jafnan er
kölluð Steina.
Hún segir London frábæra borg.
„Hér iðar allt af mannlífi, hvert
sem maður fer. Fjölbreytileikinn
er allsráðandi og það er mjög
skemmtilegt að vera mataráhuga-
manneskja í London því hér eru
veitingastaðir sem leggja áherslu á
matargerð úr öllum heimshornum
og af nógu að taka. Eins eru hér
ansi mörg veitingahús sem bjóða
eingöngu upp á grænkeramat og
við reynum að fara reglulega út að
borða á þeim stöðum.“
Södd og hraust á veganfæði
Steina og fjölskylda ákváðu að
prófa að spreyta sig á grænkera-
fæði í Veganúar árið 2016.
„Eftir mánuð á grænkerafæði
fannst okkur eiginlega fráleitt
að fara aftur að borða dýr og
dýraafurðir. Við vorum jafn södd
og áður, öll hraust og ekkert okkar
með þennan alræmda næringar-
skort. Í raun var ótrúlega einfalt
að skipta út hráefnum til að gera
matinn hentugan fyrir grænkera.
Ég byrjaði á að gera vegan-útgáfu
af réttum sem við borðuðum hvað
oftast heima; hakk og spagettí,
vefjur, pítur, pítsur og bollur í
brúnni sósu. Allt er þetta spurning
um að prófa sig áfram, skoða hvað
manni finnst gott og vinna sig út
frá því,“ upplýsir Steina.
Hún segir jákvætt fyrir alla og
ekki bara grænkera að elda stöku
sinnum vegan-krásir til að létta á
kolefnissporinu og loftlagsvánni.
„Þó svo að vera grænkeri snúist
fyrst og fremst um velferð dýra er
umhverfisvernd og heilsa líka oft
ein af ástæðum þess að fólk kýs að
borða plöntufæði. Eins og staðan
er í dag fer ótrúlega mikil orka í að
rækta dýr og búa til dýraafurðir.
Því er ekki hægt að líta framhjá
því að ef við slepptum þessum
milliliðum, sem eru oft stórar
skepnur sem borða miklu meira en
ein manneskja, og nýta þess í stað
orkuna sem fer í að fóðra dýrin
í að rækta mat fyrir fólk myndi
það aldrei kosta meiri orku,“ segir
Steina og bendir á áhugaverðar
upplýsingar um kolefnisspor
matar á matarspor.is.
„Oft er talað um heilsufarslegan
ávinning af því að verða grænkeri
og við höfum alveg fundið fyrir
þeim áhrifum. Bæði ég og maður-
inn minn léttumst um nokkur
kíló en ég held það hjálpi mér ekki
mikið með vigtina að vera matar-
bloggari og alltaf að möndla með
mat. Sjálf finn ég mikinn mun á
meltingunni. Ég er með mjólkur-
óþol og þurfti alltaf að fara varlega
í mjólkurvörur en nú er það ekki
lengur vandamál.“
Grænkerar góðviljaðir
Steina setti matarbloggið „A bite
of kindness“ á laggirnar í fyrra en
áður hafði hún verið með íslensku
vefsíðuna steina.is.
„Mig langaði að höfða til
breiðari hóps og endurspegla
hugmyndafræði mína í nafni
síðunnar. Það að vera grænkeri
felur nefnilega í sér góðvild. Góð-
vild gagnvart dýrum, umhverfinu,
heilsu, öðru fólki og okkur sjálf-
um. Ég vil meina að ef við lifum í
góðvild og kærleika séu okkur allir
vegir færir,“ segir Steina.
Uppáhaldskósímaturinn hennar
um helgar er pítsa.
„Við fjölskyldan elskum pítsu
sem er hin fullkomna máltíð og
hægt að útbúa á fjölbreyttan máta,
bæði léttar og mjög matarmiklar.
Við gerum hana ýmist sjálf með
allskonar áleggi eða pöntum. Mín
uppáhaldspítsa er samt heima á
Íslandi og ég held að Íslenska flat-
bakan sé einn allra besta pítsa-
staður í heimi.“
Um helgina ætlar Steina að dytta
að garðinum og reyta arfa í mat-
jurtagarðinum.
„Þar sem allt er meira og minna
enn lokað vegna COVID 19 í
London eru helgarplönin ekkert
svakaleg. Ég skrepp kannski í garð-
búðina sem er opin en við gætum
þurft að standa í röð til að komast
inn vegna fjöldatakmarkana.
Þannig er lífið hérna úti núna; að
standa í röð ef maður vill komast í
búð. Við höfum þess vegna kynnt
vel undir samband okkar við Ama-
zon undanfarið,“ segir Steina sem
hefur það mjög gott í Lundúnum
og er ekki tilbúin að flytja heim.
„Ég verð þó að viðurkenna að
ég finn fyrir heimþrá af og til. Sér-
staklega þegar vinir og ættingjar
birta myndir út útilegum. Útilegur
í íslenska sumrinu eru líklega það
besta í heimi.“
Teriyaki Oumph-vefjur
með mangó-chilli sósu
1 poki ókryddaðir Oumph
Chunks
1 tsk. sesamolía
1 msk. sólblómaolía
Smávegis af chillidufti
Salt og pipar eftir smekk
½ flaska þykk Teriyaki-sósa
(Blue Dragon Sticky Japanese
Sauce virkar vel)
Mangó-chilli sósa:
½ bolli mangó
½ bolli vegan grísk jógúrt
1 tsk. sojasósa
1 tsk. eplaedik
1 msk. sweet chili sósa
Annað:
8 tortilla vefjur eða stór salatblöð
½ paprika, skorin í strimla
½ agúrka, skorin í sneiðar
¼ rauðkál, skorið í þunnar ræmur
Handfylli af brokkólíspírum
Handfylli af fersku kóríander
Sesamfræ
Hitið sesamolíu og sólblómaolíu á
pönnu og bætið Oumph-bitunum
út á. Steikið á miðlungshita þar til
bitarnir eru orðnir heitir í gegn og
aðeins byrjaðir á brúnast. Bætið
teriyaki-sósu út á ásamt chilli, salti
og pipar. Hrærið vel og látið malla
í 3-5 mínútur á meðan teriyaki-
sósan þykknar. Takið af hitanum
og setjið til hliðar.
Mangó-chilli-sósan:
Setjið mangó í matvinnsluvél og
maukið þar til mangóið er vökva-
kennt. Bætið grískri jógúrt út í
ásamt sweet chili-sósu, eplaediki
og sojasósu. Blandið vel saman,
bætið við salti og pipar ef vill.
Dreifið grænmeti yfir vefju eða
salatblað, bætið Oumph-bitum
ofan á og toppið með mangó-
chilli-sósu og sesamfræjum.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Teriyaki Oumph-vefjur með mangó-chilli sósu er einstaklega bragðgóður
matur á kósí helgarkvöldi og tilvalinn til að prófa sig áfram á grænkerafæði.
Allir vegir færir með góðvild
Leikskólakennarinn Steinunn Sigurðardóttir gerir grænkeragarðinn frægan með matarbloggi
sínu í London. Hún segir góðvild einkenna grænkera og er með heimþrá í íslenskt útilegusumar.
Hamingjusöm fjölskylda á göngu um Langley Park nýlega, rétt fyrir utan
London. Á myndinni eru Steina og Björn með dætrunum Emblu og Emilíu.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir :
Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is
Þriðjudaginn 9. júní gefur Fréttablaðið út sérblaðið
SUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ
Það er í eðli okkar Íslendinga að stunda sundmennsku af kappi,
hvort sem við förum ein í laugina eða með fjölskyldunni.
Sumir njóta þess að synda af kappi, aðrir sjóða sig í pottunum og enn aðrir sóla sig í
vaðlaugunum á meðan krakkarnir leika sér í rennibrautunum.
Nú er komið sumar og sólin farin að leika við okkur og sumarfríin á næsta leiti og því
fer fólk að spá í sundlaugarnar sem verða á vegi þess á ferð um landið.
Tryggðu þér auglýsingapláss í mest lesna dagblaði landsins.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R