Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 2
75% aukning varð í sölu á þung- unarprófum í Apóteki MOS á tímabilinu febrúar til maí í samanburði við sama tíma- bil í fyrra. Veður Norðvestan 3-8, en 8-13 austast. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað með köflum fyrir norðan. Hiti 4 til 14 stig, mildast syðst. SJÁ SÍÐU 42 Ship-o-hoj! SAMFÉLAG Mikið hefur verið rætt um það hvort þjóðin myndi taka upp á því að fjölga sér í samkomu- banninu sem fylgdi COVID-19. Vissulega er erfitt að komast að því með haldbærum hætti hvað Íslend- ingar gera meðan þeir eru tilneydd- ir til að halda sig innandyra en þó eru til mælanlegar einingar sem gætu sýnt fram á hegðun Íslendinga í samkomubanni. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum frá tugum apóteka í öllum landshlutum til að athuga hvort sala á þungunarprófum hafi aukist á síðustu mánuðum með mælanlegum hætti. Niðurstöð- urnar benda til þess að samkomu- banns-börn séu á leiðinni. Akurey ringum mun lík lega fjölga eitthvað á næstu mánuðum en samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarapóteki jókst sala á öllum tegundum þungunarprófa um 8 prósent á tímabilinu febrúar, mars og apríl í samanburði við sama tímabil í fyrra. Akureyringar hafa þó ekki verið jafn duglegir og íbúar í Mosfellsbæ en samkvæmt upplýsingum frá Apóteki MOS var 75 prósenta aukningu í sölu á þungunarprófum á tímabilinu febrúar til maí í saman- burði við sama tímabil í fyrra. Skagamenn virðast hafa reynt að fjölga sér á síðustu mánuðum en 9,5 prósenta aukning varð í sölu á þungunarprófum í Apóteki Vestur- lands á Akranesi á tímabilinu janú- ar til apríl milli ára. Apótekið hóf sölu á nýrri tegund þungunarprófs undir lok síðasta árs og ef sölutölur yfir það eru teknar með í reikning- inn er söluaukningin 21 prósent. Um 50 prósenta aukning er í sölu á þungunarprófum hjá Íslandsapó- teki á Laugaveginum í Reykjavík en þar sem um tiltölulega nýtt apótek er að ræða ber að taka tölum um söluaukningu þar á milli ára með varúð að mati apóteksins. Þá jókst sala á þungunarprófum í 16 apótekum Lyfju um 4 prósent í heildina á tímabilinu 1. mars til 25. maí, borið saman við sama tímabil í fyrra. Við fyrstu sýn virðist 4 prósent ekki há tala. En á sama tímabili milli áranna 2018 og 2019 varð ein- ungis 0,1 prósents aukning í sölu á þungunarprófum. „Þannig að þessi aukning á milli 2019 og 2020 er töluverð,“ segir Sig- fríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri Vöru-, birgða- og framleiðslusviðs hjá Lyfju, en Lyfja rekur apótek í Hafnarfirði, Akureyri, Borgarnesi, Egilsstöðum, Ísafirði, Neskaupstað, Húsavík, Reykjanesbæ, Sauðárkróki og á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur ekki verið mælanleg aukning í sölu á þungunarprófum hjá Lyfjum og heilsu, sem einnig rekur Apótekarann, á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þar er hins vegar um 27 útibú að ræða og var ekki hægt að fá upplýsingar um einstök apótek. mhj@frettabladid.is Sala þungunarprófa jókst í samkomubanni Sölutölur yfir þungunarpróf benda til að Íslendingum fjölgi talsvert í kjölfar samkomubannsins vegna COVID-19 faraldursins. Sala á slíkum prófum jókst um 75 prósent milli ára í apóteki í Mosfellsbæ en aðeins 8 prósent á Akureyri. Umbúðir nokkurra tegunda af þungunarprófum FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI KJARAMÁL Hjúkrunarfræðingar sem starfa samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga (FÍH) og fjármálaráðherra hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá klukkan átta að morgni mánudags 22. júní, náist ekki samkomulag um nýjan samning fyrir þann tíma. Samningaviðræður hafa staðið í rúman mánuð, eða frá því að hjúkr- unarfræðingar felldu kjarasamning í lok apríl. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun fór fram rafrænt og tóku 2.143 hjúkrunarfræðingar þátt, eða 82,2 prósent félagsmanna. Mikill meirihluti kaus með verk- fallsboðun, eða 85,5 prósent, 13,3 voru á móti og 1,2 prósent skiluðu auðu. Krafa hjúkrunarfræðinga snýr að hækkun grunnlauna en nær 15 mánuðir eru frá því að gerðar- dómur FÍH rann út og þar með mið- lægur kjarasamningur félagsins. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til annars fundar. – bdj Verkfall FÍH samþykkt COVID -19 Tillaga heilbrigðisráð- herra um fyrirkomulag á greiðslu fyrir skimun fyrir kórónaveirunni á ferðamönnum sem koma til lands- ins eftir að formlegu ferðabanni verður aflétt 15. júní var samþykkt á fundi ríkisstjórnar Íslands í gær. Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna veirunnar fremur en að vera 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næst- komandi greiða 15.000 króna gjald vegna sýnatökunnar. Sýnataka á landamærum hefst 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa ekki að fara í sýna- töku. Fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnar- fundi, að hagfræðileg rök væru fyrir því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú ligg- ur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglu- gerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan val- kvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostn- aðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landa- mærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. – hó Skimunin gjaldfrjáls fyrstu vikurnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis- ráðherra, lagði fram tillöguna. Aðalfundur FEB árið 2019 Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar 2019 og hefst kl. 16.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári 3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2018 ásamt fjárhagsáætlun 2019 4. Kosning stjórnar 5. Afgreiðsla tillagna og erinda 6. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2019 7. Önnur mál Fundurinn verður haldinn, sem fyrr segir, þriðjudaginn 19. febrúar og hefst kl. 16.00. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini fyrir árið 2018. Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Áður frestaður aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem vera átti þann 12. mars, verður haldinn þriðjudaginn 16. júní kl. 14:00 í Súlnas l í Radisson BLU Saga Hotel. Félagsmenn eru hvattir til að hafa með sér félagsskírteini. Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. AÐALFUNDUR FEB ÁRIÐ 2020 Nýtt hús Hafrannsóknastofnunar við Hafnarfjarðarhöfn var vígt í gær. Húsið er jafnframt stærsta timburhús landsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti var kampakátur þegar hann klippti á borðann til að vígja húsið, neðst á landgangi rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Sigurður Guðjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, var ekki síður kátur. Komu þeir að húsinu með lítilli skipalest frá Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.