Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Sveitarstjórn- armenn eiga ekki að sitja í stjórnum fyrirtækja á borð við Sorpu. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Sú mynd er að dragast upp af ráðslagi við rekst-ur Sorpu að þar sé ekki allt með felldu. Fréttir voru fluttar af því í vetur að framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð sem fyrirtækið ákvað að ráðast í, hafi farið alvarlega úr böndum og framúrkeyrsla við framkvæmdina nemi hálfum öðrum milljarði. Samtals horfir þá í að heildar- kostnaður verði rúmir fimm milljarðar. Það er nógu slæmt. Við bætast svo efasemdir um að eftirspurn sé eftir afurðunum sem út úr þessari gas- og jarðgerðarstöð eiga að koma. Í vikunni var til dæmis haft eftir formanni Bílgreinasambandsins í Frétta- blaðinu, að bílaframleiðendur hafi hætt þróun á bílum sem ganga fyrir metani. Þá hafa verið settar fram efa- semdir opinberlega, um að moltan sem á að framleiða í jarðgerðarhluta stöðvarinnar, sé frambærileg til síns brúks. Það var sem sagt í vetur sem stjórn félagsins vaknaði upp við að kostnaðaráætlanir við byggingu stöðvar- innar virtust ekki einu sinni hafa verið hafðar til hlið- sjónar við ákvarðanir sem teknar voru um verkið, svo miklu skeikaði á þeim og þeim kostnaði sem í virtist stefna. Þetta var reyndar í kjölfar skýrslu sem innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann um fyrirtækið, en að frumkvæði stjórnarinnar. Lausnin á því var að reka forstjórann. Eftir drama- tíska atburðarás varð það niðurstaðan. Ekki virtist koma til greina að stjórnin sjálf, sem á að sinna eftir- litshlutverki með starfseminni og gæta að innra eftir- liti og eftirfylgni, liti sér nær í þeim efnum. Það er ekki alltaf lausn við vanda að menn segi sig frá störfum og stundum eru þeir sem búa til vanda, hæfastir til að leysa hann. Það er óvíst að það eigi þó við í þessu til- viki því fleira kemur til. Sorpa er mikilvægt innviða- fyrirtæki sem annast förgun úrgangs íbúanna. Og það er enginn að ætlast til þess að hagnaður sé af þeirri starfsemi. En það er á hinn bóginn ætlast til að ráð- deild sé í rekstrinum og mikilvæg verkefni félagsins séu innt af hendi á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Það er svo sjálfstætt mál hvernig Sorpa ætlar að bregðast við þeim vanda sem við blasir þegar í ljós kemur að hvorki er markaður fyrir gasið né moltuna. Ekki er víst að neinar aðrar hugmyndir verði uppi en að hækka álögur á íbúa þeirra sveitarfélaga sem eiga fyrirtækið. Meinið í þessu öllu liggur í því að hinir kjörnu fulltrúar sveitarfélaganna líta á stjórnarsetur í fyrir- tækjum sem eru í eigu sveitarfélaganna sem þeir voru kosnir til forystu fyrir, sem aðferð til að bæta sín kjör, en síður að gæta að þeim hagsmunum sem þeim er trúað fyrir. Þó eru ekki greidd nein sultarlaun fyrir setu í bæjarstjórnum og borgarstjórn. Sveitarstjórnarmenn eiga ekki að sitja í stjórnum fyrirtækja á borð við Sorpu. Því þarf að breyta. Það má vel vera að þeir séu vel fallnir til að sitja í sveitarstjórn, en þeir verða ekki sjálfkrafa heppilegir til stjórnarsetu í fyrirtækjum í eigu sveitarfélagsins, enda að jafnaði reynslulitlir í fyrirtækjarekstri. Allt í rusli Undanfarið hefur mér liðið eins og ég lifi og hrærist í búri. Vegna kórónaveirufarald-ursins sem nú geisar er stór hluti veraldar í hálfgerðu stofufangelsi. Rimlar marka tilveru mína. Eina útivist mín á sér stað í litlum blokkargarði í London sem girtur er af með rammgeru rimlahliði. Allar athafnir mínar eiga sér stað innandyra þar sem ég horfi á umheiminn gegnum rimlagardínur. Aðalsjónvarpssmellur COVID-19 tímabilsins er Netf lix-heimildarþáttaröðin Tiger King sem fjallar um eiganda tígrisdýragarðs í Bandaríkjunum. Kald- hæðni vinsældanna rann upp fyrir mér nýlega þegar ég horfði á sex ára dóttur mína arka hring eftir hring í kringum sófann í stofunni, hegðun sem þekkt er hjá dýrum lokuðum í búrum dýragarða. Ellefu vikur eru síðan bresk stjórnvöld lokuðu skólum, f lestum verslunum, pöbbum og veitinga- stöðum og skipuðu öllum sem gátu að vinna heiman frá sér. Margir hugsuðu til þessa nýja lífs með hryllingi. Engin pása frá börnunum. Ekkert að gera. Iðjuleysi og leiðindi um ókomna tíð. Svo virðist hins vegar sem margir hafi orðið fyrir óvæntri opinberun í sóttkvínni. Nýverið var breskum fasteignasölum leyft að opna aftur. Öllum að óvörum var eftirspurn eftir þjónustu þeirra svo mikil að allt ætlaði um koll að keyra. Fasteignasalar voru á einu máli. Fólki hafði líkað hægur rytmi hins breytta heims, hálftómt dagatalið, þögull vinnusíminn, dagskrárlaus tími með fjölskyldunni. Bretar skipuleggja nú í hrönnum að f lytja úr hraða og kraðaki stórborgarinnar í rólyndið í þorpum og sveitum. Því í ljós kemur að rimlar eru ekki nýjung í lífi okkar. Við lifðum og hrærðumst í búrum löngu fyrir COVID-19. Engilsaxneska orðið „workaholic“, eða vinnufíkill, er talið hafa fyrst komið fram í kanadísku dagblaði árið 1947. Áhyggjur af ofríki vinnu voru þó langt frá því að vera nýjar af nálinni. Fimmtán árum fyrr skrifaði breski heimspekingurinn Bertrand Russell ritgerð til varnar iðjuleysi þar sem hann fullyrti að „mikill skaði hlytist af trú samtímans á að vinna sé dyggð“. Löngu fyrir Kristsburð skrifaði gríski heim- spekingurinn Aristóteles um að „hamingjan fyndist í frítímanum“. Kynslóðum saman hefur okkur verið talin trú um að annir séu hið hæsta tilverustig. Lífið er markaðs- vara. Að af la sér lífsviðurværis jafngildir því að eiga sér líf. En í krísum eigum við til að endurmeta hlutina. Hinn nýi „kórónaveiruleiki“ hefur orðið til þess að margir hafa kynnst kostum þess að „vera“ í stað þess að „gera“. Það sem áður var hulið sjónum blasir nú við: Annríki eru hinir ósýnilegu rimlar í búri sérhvers manns. Ríkisstjórnir um heim allan leitast nú við að afnema höft sem komið var á til að stöðva útbreiðslu kórónaveirunnar. Til stendur að endurreisa veröld sem var. En viljum við veröldina nákvæmlega eins og hún var? Gárur kórónaveirunnar gjálfra við framtíðar- strendur. Skaðinn af COVID-19 mun setja mark sitt á komandi kynslóðir. En áfallið sýndi einnig fram á að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru: Mengun í borgum heimsins snarminnkaði; bifreiðar viku fyrir skokkurum og börnum að leik; ágeng píp snjallsíma hljóðnuðu; starfsfólk gat unnið að heiman og þurfti ekki að hanga innilokað í farartækjum til að komast í og úr vinnu; foreldrar áttu fjölbreyttari samtöl við börn sín en „hvert í fjandanum settir þú skóna þína, við erum orðin allt of sein?“. Við stöndum á tímamótum. Hyggjumst við æða inn í framtíðina af andvaraleysi og leggja undir okkur morgundaginn með hugmyndum gærdags- ins? Hyggjumst við hverfa aftur til þess tíma er við örkuðum stanslaust í hringi eins og dýr í búri, fangar eigin annríkis? Eða hyggjumst við móta framtíðina með hugmyndaf lugið að vopni, eftir eigin óskum? Í búri sérhvers manns DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.