Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.06.2020, Qupperneq 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Innréttingar og tæki er starfrækt í Ármúla 31 og hefur verið rekið um langt skeið. „Fyrirtækið er frá 1945. Amma mín stofnaði það sem heildverslun, en árið 1993 var því svo breytt í verslun af for- eldrum mínum,“ segir Íris en hún, ásamt eiginmanni sínum, Grétari Þór, tók yfir reksturinn árið 2014. „Við stukkum til. Maðurinn minn er enn í annarri vinnu, en hann kemur alltaf þegar hann er búinn í vinnunni og við stöndum vaktina.“ Fyrirtækið leggur mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu. „Þetta er algjört fjölskyldufyrir- tæki. Ef foreldrar mínir eru ekki á staðnum, þá eru börnin hérna. Svo bíð ég bara eftir að ömmubörnin mæti á vaktina,“ segir Íris og hlær. Litríkt og stílhreint Innréttingar og tæki selja vandaða sérvöru eins og baðinnréttingar, sturtuklefa, hreinlætisvörur og blöndunartæki. „Við erum í raun með allt fyrir baðherbergið, nema vegg- og gólfefni. Við viljum vera sérvöruverslun, en ekki þessi dæmigerða byggingavöruverslun. Við leggjum metnað okkar í vandaða vöru og persónulega þjónustu,“ segir Íris. Ítalska fyrirtækið Globo er meðal þeirra framleiðenda sem eiga í samstarfi við Innréttingar og tæki. „Globo, sem var stofnað árið 1980, er svakalega flott merki. Þeir bjóða upp á mjög skemmtileg lituð salerni, sem viðskiptavinir okkar hafa rosalega mikinn áhuga á – til dæmis svört, brún og grá. Þessir litir eru dálítið öðruvísi,“ segir Íris. „Fólki finnst þetta rosalega flott. Margir koma og kaupa svart. Svo eru sumir sem staldra við, langar í salerni í lit, en enda á að kaupa matt, hvítt salerni sem er líka mjög vinsælt.“ Þá segir Íris mikla eftirvæntingu hafa ríkt eftir bleikum salernum sem eru nú loksins fáanleg. „Það nýjasta í hreinlætistækjum eru salerni og handlaugar í fallegum litum, en þau hafa verið svakalega vinsæl hjá okkur. Við höfum lengi beðið eftir að fá salerni og hand- laugar í bleiku sem eru nú komin í hús, en litaúrvalið í fyrra og í ár er alveg sérstaklega skemmtilegt. Það er búið að vera mikið um svart og matt hvítt en er núna að færast yfir í bleikt.“ Einnig er mikið úrval af litríkum hreinlætistækjum frá Globo. „Fólk á öllum aldri hefur mikinn áhuga á því að breyta, til að fá hreinlætis- tæki í skemmtilegum lit. Hrein- lætistækin frá Globo eru einstak- lega smekkleg og stílhrein. Ef fólk vill lífga upp á baðherbergin hjá sér eru hreinlætistækin frá Globo algjörlega málið,“ segir Íris. Umhverfisvænar mosaplötur Annað sem fæst hjá Innréttingum og tækjum eru hinar geysifallegu mosaplötur frá ítalska hönnunar- fyrirtækinu Benetti Home. „Við erum nýlega byrjuð með umhverf- isvænar plötur með mosa, sem eru frábærar til hljóðeinangrunar og henta vel fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Mosaplöturnar eru afar fallegar og til mikillar prýði. Þær eru úr náttúrulegum mosa, laufum og umhverfisvænum efnum sem ekki þarf að hugsa mikið um. Þær má setja upp sem stóran eða lítinn gróðurvegg, eða klippa til og búa til listaverk eða lógó fyrirtækja, allt eftir því sem hver og einn vill,“ segir Íris. Plöturnar eru búnar til úr léttu áli og á þær er settur mosi, sem er sérstaklega ræktaður í þeim tilgangi. Íris segir mosaplöturnar hafa vakið mikla athygli og þær séu vinsælar víða um heim. „Plöturnar eru vistvænar og það þarf lítið sem Bleika salernið er draumi líkast. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Framhald af forsíðu ➛ Mosaplöturnar eru afar fallegar og til mikillar prýði. Þær eru úr náttúrulegum mosa, laufum og umhverfis- vænum efnum sem ekki þarf að hugsa mikið um. Gylltu blöndunartækin eru hreint út sagt ómótstæðileg. Það er mikið úrval baðvaska og vaskaborða í Innréttingum og tækjum. Sturtubotnarnir eru bæði fallegir og einfaldir í uppsetningu. Sturtubotnarnir fást nú í hvorki meira né minna en fimmtán litum. ekkert að hugsa um þær. Mosinn heldur sér vel og það þarf aðeins að úða efni á hann á nokkurra mánaða fresti ef rakinn er lítill. Einfaldara getur það ekki verið. Það er hægt að sjá risastóran vegg úr mosaplötun- um við upplýsingaborðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en hann kemur mjög vel út og eins í galleríinu hjá Ingu Elínu á Skólavörðustíg. Mosa- plöturnar eru líka eftirsóttar til að skreyta hótel og veitingastaði, en þær setja mjög skemmtilegan svip á umhverfið,“ segir Íris. Þá er einnig hægt að sjá mosa- plöturnar á kaffihúsinu Duck and Rose sem var opnað á dög- unum þar sem Café Paris var áður. „Strákarnir sem reka staðinn völdu mosavegg og vildu að sjálfsögðu hafa rósir á honum, af því að staðurinn heitir náttúrulega Duck and Rose. Þannig að við fórum í það að finna rósir og mosa og útkoman er æðisleg.“ Stærsti mosaveggurinn fyrir heimilið er svo að sjálfsögðu hjá leikaraparinu Gísla Erni og Nínu. Þá fæst mosinn í öllum regnbogans litum. Suðrænt en skandinavískt Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ítalskt er mosinn sjálfur skandinavískur að sögn Írisar. „Grunnurinn að þessum mosa er frá Norðurlöndum, hann kemur af trjánum og er svo klónaður í þennan náttúrulega fasa hjá hönnunarfyrirtækinu Benetti Home, svo þetta er mjög skandinav- ískur mosi. Ef þú horfir til dæmis á vegginn hjá Duck and Rose þá er það þessi grunni hreindýramosi og svo koma kúlurnar, sem eru eins og kúluskíturinn á Mývatni, svo þetta er mjög íslenskt útlit.“ Mosaplöturnar fást í mismun- andi stærðum og hægt er að velja um ljósan eða dökkan mosa, mosa blandaðan laufum eða bara mosa. „Það er líka bæði hægt að hafa mosann mjúkan eða harðan, allt eftir smekk hvers og eins,“ útskýrir hún og leggur áherslu á að um nátt- úrulegt efni sé að ræða. „Plöturnar eru frábærar til að dempa hljóð til dæmis í húsum þar sem hátt er til lofts eða stór og opin rými. Mosinn skapar líka notalega stemmningu.“ Sturtubotnarnir vinsælir Sturtubotnarnir eru líka vinsæl söluvara. „Þeir eru ótrúlega flottir og þunnir. Eins og ein, heil flís; þungir og massífir og eru fram- leiddir hjá Gala á Spáni. Það er eiginlega með ólíkindum hversu duglegir Íslendingar eru að skipta út sturtunni,“ segir Íris. „En það á sér nú eðlilegar skýringar. Það er gott að vera með baðkar þegar börn eru ung, en þegar þau eldast og fjölskyldur fara að keppast um baðherbergið á morgnana þá vilja allir fara í sturtu. Það er einfalt að henda út baðkarinu, setja stóran sturtubotn og svo gler. Þá ertu kominn með æðislega „walk- in“ sturtu með lítilli fyrirhöfn,“ útskýrir Íris. Sturtubotnarnir fást í 15 litum. „Við erum að bjóða upp á þá í fimmtán litum. Trendið í litum er að koma til baka, en núna eru það jarðlitir. Ekki pastellitir, eins og voru hér einu sinni.“ Íris segir sturtubotnana afar meðfærilega. „Það er hægt að setja þá beint á gólfið, þeir eru tilbúnir með vatnshallanum. Þeir eru til dæmis mjög hentugir í timbur- hús og á svæði þar sem fólk er að taka út baðkar. Þú getur fengið þá sniðna í baðkarsstærðinni, svo það þarf ekki að skipta um allar f lísarnar á baðherberginu þegar það er verið að rífa úr baðkarið, hentugri lausn en að steypa, f lísa og fúa. Þetta er einfalt í uppsetn- ingu, það eina er kannski að þeir eru dálítið þungir.“ En það kemur ekki að sök. „Íslenskir iðnaðarmenn eru svo sterkir,“ segir Íris létt í bragði. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.