Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 34

Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 34
SÁLFRÆÐINGUR VIRK leitar að reyndum sálfræðingi til að vinna í þverfaglegri teymis- vinnu. Starfið felur meðal annars í sér að skima, greina og kortleggja vanda einstaklinga sem vísað er í þjónustu útfrá gögnum og samtölum. Einnig að veita faglegar ráðleggingar til stuðnings við framgang í starfsendurhæfingu. Sálfræðingur þarf þannig að geta metið hvað hind- rar atvinnuþátttöku hjá einstaklingi og hvernig best er að styðja hann í endurkomu til vinnu. Sálfræðingur mun einnig koma að öðrum verkefn- um innan VIRK sem fela í sér þróun og umbætur á þjónustu. Helstu verkefni • Skimun, greining og kortlagning á vanda einstaklinga í þjónustu VIRK • Gerð áætlana fyrir starfsendurhæfingu • Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði • Samstarf við heilbrigðisstéttir varðandi einstaklinga í þjónustu VIRK • Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK • Þróunar- og umbótastarf Menntunar- og hæfnikröfur • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur • Að minnsta kosti fjögurra ára reynsla af klínískri vinnu í sínu fagi • Jákvæð reynsla af þverfaglegri samvinnu • Þekking á og reynsla af verkefnastjórnun • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund • Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur • Þekking á vinnumarkaði, heilbrigðis- og félagsþjónustu er kostur • Framhaldsmenntun á fagsviðinu er kostur • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menn- ingu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metn- aður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur starfsins. Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.