Fréttablaðið - 06.06.2020, Page 38
Skipulagsfulltrúi í Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir starf skipulagsfulltrúa á umhverfis-
og skipulagssviði laust til umsóknar. Um er að ræða
fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Næsti
yfirmaður er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og
uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á
borgarbyggd@borgarbyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Frank Kristjánsson,
sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sími 433 7100.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Umsjón skipulagsmála í sveitarfélaginu
• Útgáfa framkvæmdarleyfa og gerð umsagna um
skipulags- og byggingaerindi
• Umsjón með grenndarkynningu
deiliskipulagsbreytinga og byggingaleyfa
• Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar
lögum samkvæmt
• Undirbúningur funda skipulags- og byggingarnefndar
• Lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
• Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa
og aðra hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem arkitekt,
landslagsarkitekt eða skipulagsfræðingur
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og
hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr.
123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr.
90/2013
• Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
• Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð
vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Nákvæmni og hæfni í framsetningu efnis
borgarbyggd.is
6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R