Fréttablaðið - 06.06.2020, Síða 72

Fréttablaðið - 06.06.2020, Síða 72
HANN ER MJÖG PÓLITÍSK- UR OG HANN VILL LAGA ÍSLENSKT SAMFÉLAG FRÁ TOPPNUM. Bolli Kristinsson, fyrrverandi versl- unarmaður ÞAÐ SEM EINKENNIR HANN ER AÐ HANN ER MJÖG GÓÐ- UR Í ÖLLUM SAMSKIPTUM Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Guðmundur Franklín Jónsson er fæddur 31. ok tóber ár ið 1963 og alinn upp í Vo g a hve r f i nu . S onu r hjóna n na Jóns Bjarnasonar og Guðbjargar Lilju Maríusdóttur og í móðurætt er hann skyldur Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Guð- mundur á ættir að rekja til Vest- fjarða og þaðan er nafnið Franklín komið. Uppfinningamaðurinn Ben- jamin Franklin var þar í miklum metum og margir vestfirskir drengir nefndir eftir honum. Eftir grunnskólanám í Vogaskóla lá leiðin í Verzlunarskólann en Guð- mundur kláraði ekki stúdentinn þar. Hann hélt vestur til Tallahassee í Flórída og starfaði í gardínuverk- smiðju. Í Flórída féll hann fyrir Bandaríkjunum, þar sem hann átti eftir að starfa síðar á lífsleiðinni. Í millitíðinni f lutti hann aftur heim og kláraði stúdentsprófið í FÁ og hóf lögfræðinám við Háskóla Íslands. Stoppið var hins vegar stutt því hann hélt vestur til Rhode Island fylkis og kláraði þar viðskiptafræði- gráðu við Johnson & Wales háskól- ann árið 1989. Þetta sama ár hóf hann störf hjá verðbréfafyrirtækinu Bersec International á Wall Street í New York. Guðmundur var giftur Ásdísi Helgu Árnadóttur, dóttur Árna Vil- hjálmssonar, eins af aðaleigendum útgerðarfélagsins Granda, og eign- uðust þau þrjú börn. Þau skildu eftir um 30 ára hjónaband. Vitni að hryðjuverkaárásum Guðmundur átti eftir að starfa lengi við verðbréfabransann á Wall Street. Í tvö ár starfaði hann hjá Oppenheimer & Co., en árin 1993 til 2002 hjá Burnham Interna tional á Íslandi, sem áður hét Handsal. Var hann bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fjárfestinga- bankasviðs þess félags. Félagið varð gjaldþrota árið 2002 og var fjallað um það í fjölmiðlum, meðal annars vegna lána frá Lífeyrissjóði Austur- lands. Á tíma sínum á Wall Street varð Guðmundur vitni að tveimur hryðjuverkaárásum á World Trade Center, eða Tvíburaturnana, eins og þeir voru kallaðir. Hið fyrra var í febrúar árið 1993, þegar trukkum fullum af sprengiefni var ekið inn í kjallara byggingarinnar. Sex manns létust og meira en þúsund slösuðust í þeirri árás, sem framkvæmd var af íslömskum hryðjuverkamönnum. Hið síðara var dagurinn sem breytti heimssögunni, 11. september 2001, þegar flugvélum var steypt niður á turnana svo þeir hrundu til grunna og þúsundir létu lífið. Hægri grænir Eftir þetta f lutti Guðmundur til Tékklands og varð hótelstjóri í höf- uðborginni Prag, árin 2002 til 2009. Jafnframt stundaði hann meistara- nám í alþjóðastjórnmálum og hag- fræði við Charles University. Guðmundur kom inn á sjónar- svið íslenskra stjórnmála árið 2010, þegar hann stofnaði stjórn- málaflokkinn Hægri græna. Helsta stefnumálið var baráttan gegn því að Íslendingar greiddu ICESAVE kröfur Breta og Hollendinga. Þegar kom að alþingiskosningum árið 2013 var talað fyrir afnámi verð- tryggingar og leiðréttingu skulda heimilanna. Um tíma mældist flokkurinn með 6 prósenta fylgi, en hlaut aðeins 1,7 prósent á kjördag. Guðmundur var sjálfur ekki í framboði, því hann var ekki kjörgengur vegna búsetu erlendis. Guðmundur var þá f luttur til Danmerkur og farinn að reka hótel á Borgundarhólmi, sem hann gerir enn í dag. Stuðningsmaður Ólafs Ragnars Guðmundur hafði hins vegar ekki lokið afskiptum af íslenskum Vitni að tveimur hryðjuverkum Guðmundur Franklín Jónsson, oft nefndur Gúndi, býður sig fram til forseta Íslands. Hann starfaði áður í verðbréfabransanum á Wall Street, en hefur síðan rekið hótel í Tékklandi og Danmörku. Bolli Kristinsson fyrrverandi versl- unarmaður í Sautján og víðar. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Sögu og viðskiptalögfræðingur. stjórnmálum og árið 2016 fór hann mikinn. En það sama ár voru Hægri grænir lagðir niður og runnu inn í Íslensku þjóðfylkinguna. Þann 20. mars tilkynnti hann um framboð sitt til forseta Íslands, en þá hafði Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnt í nýársávarpi að hann hygðist hætta. Guðmundur var mikill stuðnings- maður Ólafs og hafði árið áður hafið undirskriftasöfnun til að hvetja Ólaf til að sækjast eftir endurkjöri. Guðmundur dró hins vegar fram- boð sitt til baka 18. apríl, þegar Ólafur hætti við að hætta, og lýsti yfir stuðningi við framboð Ólafs. Í ágúst tók Guðmundur þátt í próf kjöri Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosning- arnar um haustið. Var hann ekki meðal 8 efstu og hafnaði ekki á lista. Sumarið 2019 sagði Guðmundur sig loks úr Sjálfstæðisflokknum eftir 30 ára samleið. Í úrsagnarbréfi sínu sagði hann flokkinn horfinn langt frá gildum sínum og orkupakki 3 hefði verið kornið sem fyllti mælinn. Þetta sama ár var Guðmundur virkur í baráttunni gegn þriðja orkupakkanum, sem samþykktur var á Alþingi eftir langar umræður. Var Guðmundur í forsvari fyrir und- irskriftasöfnun gegn staðfestingu forseta á þingsályktunartillögunni og afhenti honum 7.643 undirskrift- ir. Guðni taldi það hins vegar allt of lága tölu og skrifaði ekki undir. Í vetur komu fram háværar raddir um að Guðmundur færi í forseta- framboð, meðal annars innan sam- takanna Orkunnar okkar. Þann 23. apríl tilkynnti hann framboð sitt. Vill laga samfélagið frá toppnum „Ég er búinn að þekkja Guðmund Franklín í 30 eða 40 ár,“ segir Bolli Kristinsson, oft kenndur við Sautj- án og hefur rekið fjölda verslana á Laugaveginum. „Þetta er skemmti- legur strákur, lausnamiðaður og hugmyndaríkur.“ Eins og Guðmundur sagði Bolli sig úr Sjálfstæðisflokknum á síðasta ári, en hann hafði verið einn af helstu fjáröflunarmönnum flokksins. Eins og Guðmundur, var Bolli óánægður með stefnu flokksins. Bolli segist bera fullt traust til Guðmundar, en það hafi þó til að byrja með komið honum á óvart að hann færi í framboð. „Eftir á að hyggja hefði það ekki átt að gera það. Hann er mjög pólit- ískur og hann vill laga íslenskt sam- félag frá toppnum. Hann telur að ekkert lagist með nýrri ríkisstjórn á Alþingi.“ Góða yfirsýn yfir heimsmálin „Það sem einkennir hann er að hann er mjög góður í öllum samskiptum,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, við- skiptalögfræðingur og útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Guðmundur hefur starfað fyrir stöðina í erlendum fréttum og má oft heyra þau Arnþrúði rabba saman á öldum ljósvakans. „Eldklár, vel greindur og f ljótur að setja sig inn í erfið mál og svo er hann alltaf bráðhress og skemmti- legur,“ segir hún. „Guðmundur Franklín hefur góða yfirsýn yfir stöðu heimsmála og fylgist mjög vel með utanríkis- málum.“ Efast hún ekki um að Guð- mundur yrði góður forseti, því hann viti að fullveldi þjóðarinnar sé sífellt ógnað. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.