Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 15

Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 15
Kosning á www.mos.is Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2019 Kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu mosfellsbæjar 2019 og afrekum þeirra á árinu. Kosning fer fram á vef mosfellsbæjar www.mos.is dagana 9. - 14. janúar. Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 16. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. María er fastamaður í landsliði Íslands í Poomsae. Landsliðsverkefni: Norðurlandamót, Evrópumeistaramót í Tyrklandi í strand-poomsae, Evrópu- meistaramót í Tyrklandi í einstaklings- poomsae og heimsmeistaramót í Egyptalandi í strand-poomsae með góðum árangri. María hefur unnið til fjölda verðlauna á árinu, þar á meðal Íslands- og bikarmeistaratitla í bæði poomsae og sparring. Hún var valin kona mótsins á tveimur af þremur bikarmótum ársins. Það sem stendur hæst á árinu eru bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu þar sem hún varð fyrsti Íslendingurinn til vinna til bronsverðlauna á heims- meistaramóti í Taekwondo. maría guðrún sveinbjörnsdóttir taekwondo Þóra María var valin leikmaður ársins og besti varnarmaðurinn í Grill 66 deild kvenna 2019. Hún var valin besti leikmaður UMFA á síðasta timabili og lék með U19 á stórmóti. Þóra María var nýlega valin besti ungi leikmaður Olísdeildarinnar í sjónvarps- þættinum Seinni bylgjunni og hefur vakið mikla athygli. Hún er uppalin í Aftureldingu og er frábær fyrirmynd fyrir yngri og eldri iðkendur. Þóra maría sigurjónsdóttir handknattleikur Nína Björk hefur lengi verið meðal bestu kylfinga landsins. Nína varð klúbbmeistari GM í sumar í 15. skipti. Nína lék í Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti þar sem hún lék stór- kostlegt golf og hafnaði að lokum í 3. sæti eftir harða baráttu um sigurinn. Einnig varð Nína Íslandsmeistari í flokki kylfinga 35 ára og eldri. Nína lék lykilhlutverk í kvennasveit GM í efstu deild þar sem hún var yngri meðlimum liðsins mikil og góð fyrirmynd. Nína er frábær kylfingur og frábær fulltrúi golfs í Mosfellsbæ. nína Björk geirsdóttir golf Margrét er fyrirliði Aftureldingar, hún spilaði 16 leiki í Inkasso-deild kvenna og skoraði í þeim eitt mark. Hún leiddi liðið áfram sem var í toppbaráttu framan af sumri og endaði tímabilið að lokum í 5. sæti. Hún er fædd árið 1993 á Ísafirði, er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað nær allar stöður en hún spilar ýmist sem bakvörður eða miðjumaður. Margrét er með BS gráðu í íþróttafræði úr Háskólanum í Reykjavík og er í meistaranámi í íþróttavísindum við sama skóla. Starfar í dag sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Spörtu og fór hún sem styrktarþjálf- ari með ÍF (Íþróttafélag fatlaðra) á heimsmeistaramót fatlaðra í Dubai að loknu knattspyrnusumri. Hún er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins. margrét Regína grétarsdóttir knattspyrna

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.