Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 18

Mosfellingur - 09.01.2020, Qupperneq 18
 - Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ18 Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram 18. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35. Að þessu sinni voru átján nemendur brautskráðir. Fjórir af félags- og hugvísindabraut og fjórtán af opinni stúdentsbraut, þar af einn af hestakjörsviði og einn af íþróttakjörsviði – hand- boltaakademíu. Verðlaun frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Ásta Björk Friðjónsdóttir en hún fékk einnig verðlaun fyrir besta árangur í ensku, dönsku, spænsku, stærðfræði og umhverf- isfræði. Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram 18. desember • Ásta Björk verðlaunuð fyrir hæstu einkunn Átján nemendur brautskráðir frá FMOS Nýstúdentar á útskrifarhátíð ásamt Valgarði Má Jakobssyni aðstoðarskólameistara og Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara Framhandsskólans í Mosfellsbæ. Ásta Björk Friðjónsdóttir dúx skólans. Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 600.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Sumarstarfsmenn í framleiðslu- og iðnstörfum fara á námskeið vegna vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Menntunar- og hæfnikröfur: Spennandi sumarstörf 18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði Bílpróf er skilyrði Mikil öryggisvitund og árvekni Heiðarleiki og stundvísi Góð samskiptahæfni Jafnlaunaúttekt PwC 2019 SíðuStu d agarnir F i M / F ö S / l a u

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.