Spássían - 2011, Page 13

Spássían - 2011, Page 13
13 viðmið samfélags eða einstaklings dvína og hopa þannig að siðferðisstaðlar verði ófullnægjandi til þess að leiðbeina fólki um hegðun sem er samfélaginu öllu til góðs“.2 Persónurnar í Mannorði eru að einhverju leyti afurð slíks ástands, og það eru einnig sögupersónurnar í bókinni Allt með kossi vekur, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Í þeirri bók leitar sögumaður skýringa á því hvernig skrímsli verður til. Hvers vegna sumir sem segja sig úr lögum við samfélagið verða rómantísk skáld og „sannir uppreisnarseggir“, trúa á „ímyndunaraflið, sköpunargleðina og frelsið“ og eru ólmir í að „þjóna öllu í kringum sig“ (239-240), en aðrir að illskunni holdi klæddri. Þar verða menn hvorki heilsteyptir né hamingjusamir þegar þeir hætta að nota „skynsemina til að hafa hemil á sér“ og hleypa hinni eldfimu tilfinningaveru innra með sér út úr prísundinni, þar sem hún hefur verið „í hlekkjum eins og hvert annað kjallaragimpi“ (123). Í Allt með kossi vekur rekur ungur maður sögu fósturmóður sinnar og stjúpa, í leit að einhvers konar sannleika um sjálfan sig. Meginsagan hverfist þó í kringum örlög vinahjóna foreldra hans, Indi og Jóns. Hann telur foreldra sína, og um leið sig sjálfan, bera ábyrgð á þeim eins og persónulegri erfðasynd (339). Fljótlega kemur í ljós að „Indi er hetja sögunnar því þótt hún væri á valdi efnishyggjunnar var hún bæði hugrökk og hjartahrein“ (61), en sögumaðurinn sá hana aðeins einu sinni og hefur lítið til að byggja frásögn sína á nema slitrótt dagbókarbrot, samtöl við fólk sem þekkti hana og frásagnir móður sinnar sem hann telur sjálfur að sé í hæsta máta lygin. Lesandinn verður því meðvitaður um að nákvæm frásögn sögumannsins af atburðum og innra sálarlífi annarra persóna eru tilbúnar minningar; fortíðin eins og sögumaðurinn vill segja frá henni. Þessi meðvitund um sköpunarferlið sem er í gangi verður þó ekki til þess að skapa óöryggi, heldur þvert á móti. Sögumaðurinn er sífellt að láta lesandanum í té upplýsingar sem auðvelda lesturinn, til dæmis með lýsandi kaflaheitum. Hann virðist því líta á hlutverk sitt sem hliðstætt starfi sínu sem félagsráðgjafi – það felist í að leggja fólki línur og stýra því mjúklega í átt að einhvers konar lausn. Sögumaðurinn kafar djúpt í sálarlíf allra sögupersónanna og gengur ansi nærri þeim en fyrir vikið verða þær áhugaverðar í hversdagsleika sínum og aldrei klisjur, ekki einu sinni grátgjarni kaupfíkillinn Indi eða stífi menntaskólakennarinn Jón. Kaupæði Indi á sér rætur í tilfinningasnauðu uppeldi og sjálfsvígi föður hennar og rétt eins og eiturlyfjafíkn systur hennar er það örvæntingarfull tilraun til að fylla upp í innra tóm og skapa öryggi. Freistandi er að tengja þetta góðæris- og eftirhrunssamfélaginu; biðraðirnar í Lindex voru ef til vill bara nýjasta birtingarmynd innra öryggisleysis heillar þjóðar. Að sama skapi má rekja hina gríðarlegu innibyrgðu reiði Jóns til harðstjórnar í uppeldinu og vangetu hans til að frelsa sig almennilega undan því oki. Og það þarf ekki að leita lengi til að finna hliðstæður í samfélaginu í kringum okkur. Saga Indi og Jóns verður að eins konar ástarsögu á röngunni; sögu af fjarlægð, bælingu og örvæntingarfullum en nánast fyrirfram dæmdum tilraunum til að öðlast nánd. Viðleitni þeirra er alltaf af sitt hvorum enda skalans; á meðan Indi bætir sífellt fleiri hlutum inn á heimilið er Jón í óða önn að fjarlægja þá og einhvern tíma hlýtur boginn að vera spenntur til fulls. Sársauki persónanna verður hreint áþreifanlegur en Guðrún Eva eykur dramatíkina enn frekar með því að flétta inn goðsagnakenndri fantasíu, sem Sunna Sigurðardóttir hefur fært í myndasöguform, um fyrsta koss heimsins og yfirnáttúrulegt afl sem losnar úr læðingi hjá þeim sem hljóta slíkan lífsins koss. Kossinn magnar upp hjá fólki þá eiginleika sem búa innra með þeim en hefur Áhrifa góðærisins og hrunsins gætti á jafn fjölbreyttan hátt á konur og karla en það gleymist stundum í úrvinnslunni. Hrunið hafði ekki hvað síst áhrif á fjölda kvenna sem töldu sig fyrir hrun tryggar í nokkuð góðum (þó ekki allra æðstu) stöðum innan bankanna. Stuttmynd Ísoldar Uggadóttur, Útrás Reykjavík, sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni RIFF, lýsir því vel hvernig fólk sem telur sig hafa gulltrygga stöðu í krafti eigin ágætis og vinnusemi getur líka lent í því að það hrynur niður virðingarstiga samfélagsins án fyrirvara. Styrkur myndarinnar felst í því að hún lýsir á sannfærandi hátt reynslu miðaldra konu úr bankageiranum af hruninu. En af því að raunsæið er helsti styrkurinn veikir það myndina að gengið er of langt í dramatíkinni og leitað í klisjur. Konan sækir sífellt meira í áfengið og ógæfa hennar verður svo mikil að fæstir þeirra bankastarfsmanna sem lent hafa í svipuðum aðstæðum geta líklega samsamað sig hennar reynslu. Það breytir því þó ekki að Útrás Reykjavík er áhugaverð tilraun til að takast á við viðhorf og viðhorfshrun ákveðins þjóðfélagshóps, jafnvel heillar kynslóðar, og beina sjónum eitthvert annað en að ráðandi karlmennskuímynd. Útrás Reykjavík. Leikstjóri og handritshöfundur Ísold Uggadóttir. 2011. Guðrún Eva Mínervudóttir. Allt með kossi vekur. Teikningar Sunna Sigurðardóttir. JPV. 2011.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.