Spássían - 2011, Blaðsíða 23

Spássían - 2011, Blaðsíða 23
23 fór öll athygli þeirra, sem eru alltaf tilbúnir að tæta allt niður, á leikstjórnina, sem er synd. En ég hef heyrt ýmislegt furðulegt í þessari umræðu. Til dæmis þessi ágætu ummæli: „Það má ekkert hérna. Nú þurfa menn sem verða að leita til vændiskvenna að fara til útlanda.“ Og þetta með að ekki megi jafna saman vændi og mansali. „Það eru margar konur sem vilja vinna við þessa elstu atvinnugrein“, sagði ein manneskja við mig. Það getur vel verið að það séu einhverjar. Það eru líka einhverjir á örorkubótum sem þurfa þess ekki þótt flestir öryrkjar séu í algjörri neyð. Ég veit ekki hvað þetta er. Heimska? Nei – þetta er skoðun.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem Vigdís upplifir sterk viðbrögð við vændisumræðu. Þegar bókin Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón kom út árið 1989 segist hún hafa fengið afar ljótar sendingar. „Hvað er andskotans kellingin að ímynda sér vændi á Íslandi, sögðu menn. Þá hafði náttúrulega aldrei nein manneskja selt sig á Íslandi. Og að vera ljúgandi svona. Það kom upp gífurleg reiði; ég fékk ótrúleg bréf, bíllinn minn var eyðilagður. Af því ég var að segja eitthvað sem kom illa við einhverja, um þetta fallega og góða land þar sem allir eru svo hamingjusamir og það er engin spilling og ekkert vændi auðvitað. Hvað þá eitthvað barnaníð.“ Vigdís heldur þó ótrauð áfram að taka á viðkvæmum málum og í nýju bókinni má finna pabba sem sakaður er af yfirvöldum um barnaníð, saklaus að eigin sögn. Hún viðurkennir að umræða um slík mál sé eldfim. „Því það er svo auðvelt að dæma. Eins og hefur komið upp í þessari miklu umræðu undanfarið um kynferðisbrot, falskar minningar og allt það. Það er auðvelt að niðurlægja fólk með svona ásökunum og þú skalt ekki halda að almenningsálitið fari ekki með þér. En falskar ásakanir eru til og það þarf líka að vera í umræðunni. Það er ekki vegna þess að fólk sé endilega að efast um orð Guðrúnar Ebbu núna eða Thelmu á sínum tíma. Ég trúi þeim alveg. En svona ásakanir geta líka verið vopn og það stórhættulegt. Hvað varðar pabbann í bókinni verður fólk bara að kynnast honum þar og skoða hans mál; hvort það trúir hans minningum og frásögn eða þeim sem hafa dómsvaldið og sjá sér hag í að losna við hann.“ HVAÐ MUNUM VIÐ? Ég er eiginlega farin að hallast að því að ekki ein einasta aukatekin minning sé sannleikanum samkvæm, að við endurgerum líf okkar meira og minna hvern einasta dag; ekki bara bernskuna heldur allt heila lífið eins og það leggur sig. (Trúir þú á töfra?, 111) Fremst í hverjum kafla eru stuttir textar þar sem eldri Nína Björk skín í gegn, sú sem rifjar upp bernsku sína. Hún lítur yfir atburðina úr meiri fjarlægð en barnið Nína og með yfirsýn þess sem veit hvernig mál munu þróast. Þótt hin eldri Nína Björk leyfi barninu að segja söguna undirstrikar nærvera hennar í textanum það sem Vigdís segir ef til vill aðalatriðið; að allar minningar séu endurgerðar. „Það er ekki hægt að fjalla um ástandið í samfélaginu öðruvísi en að vísa í minningar, hvort sem þær eru skráðar eða óskráðar. En að finna þær sönnu – það hefur tekið ríkissaksóknara langan tíma. Mér finnst umfjöllun um minningar skipta miklu máli í samfélagi okkar í dag. Hvernig við munum, hvað við munum og hverju við sleppum. Við bælum jafnvel hinar einföldustu minningar. Ég get ekki ímyndað mér að tvær manneskjur muni eins eftir því sama. Eitt sinn sagði manneskja mér frá sorgaratburðum sem gerðust á Sléttu og höfðu mikil áhrif á hennar líf. Hún mundi vel eftir þeim, jafnvel þótt systir hennar hafi svo bent henni á að hún fæddist tveimur árum seinna. Minnið er ekki óbrigðult. Þótt myndirnar séu sannar. Það er alltaf eitthvað meira, eitthvað annað á bak við þær. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrir okkur manneskjurnar að hafa rætur. Eins og tré. Því ef við erum tré eru minningarnar okkar laufin, og þau falla víst. Þegar þau koma aftur upp eru þau kannski allt öðru vísi. Þetta hefur alltaf leitað mikið á mig. Hvað það er mikil lífsblekking og lygi í gangi í einum litlum haus.“ Og Vigdís bendir á að falsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.