Spássían - 2011, Blaðsíða 48

Spássían - 2011, Blaðsíða 48
 48 að nálgast verkin í leit að höfundareinkennum því þau eru unnin órafjarri samkeppnisumhverfi evrópskra borga, er átti sinn þátt í að draga athyglina að persónu listamannsins og móta hugmyndina um höfundinn. Það er samt alveg ljóst að breytingar á evrópskri myndlist þessa tímabils höfðu áhrif á íslenska listamenn. Íslensk myndlist 16. – 18. aldar einkennist af áhugaverðri blöndu af miðaldahefð og nýjum straumum Endurreisnarinnar. Við getum á nútímamáli sagt að tréskurðarverk tímabilsins byggi í grunninn á tækni og arfleið gamalla tíma, en nýi miðillinn, tvívíddarmálverkið, flytur með sér nýja tækni í myndsköpun - fjarvíddarteikningu byggða á flatarmálsfræði og ljósfræði camera obscura. Viðvaningsbragurinn, sem við teljum okkur greina í íslensku málverkunum, segir okkur að listamennirnir höfðu áhuga á að tileinka sér þessa nýju tækni, þrátt fyrir lélegan aðbúnað og stundum litla menntun. Áhrif Endurreisnarinnar koma einnig fram í framsetningu myndefnisins og umgjörðinni utan um atburði guðspjallanna. Þrátt fyrir þessi áhrif virðist sem listamennirnir hafi verið lausir við þörf fyrir að skara fram úr og sanna að þeir væru færir um að koma fram með nýjungar. Íslenskir Endurreisnarmálarar standa þannig á mótum tveggja tíma, þar sem ný viðhorf eru smám saman að taka við af eldri viðmiðum. Þeir láta sér nægja að mála myndir eftir verkum annarra, sem þeir höfðu m.a. aðgang að í formi koparstunga sem voru eftirmyndir af erlendum málverkum. Sumar koparstungurnar voru notaðar sem fyrirmyndir að fleiri en einni altaristöflu og því ljóst að enginn sá neitt athugavert við að mála eftir fyrirmynd. Það bendir til þess að hugmyndin um hinn skapandi listamann hafi verið íslensku listamönnunum víðsfjarri. Þannig mætast í verkunum hógværð handverksmannsins, sem leggur lítið upp úr eigin persónu og sér ekkert athugavert við að byggja verk sín á verkum annarra, og áhrif miðevrópskra samtímastrauma. Þetta þýðir að íslensku Endurreisnarmálararnir voru ekki listamenn í skilningi nútímans, sem gerir ráð fyrir að listamaðurinn starfi sjálfstætt, skapi verk sín óháður öðrum og byggi á persónulegri sýn og tjáningu. Íslensku listamennirnir unnu eftir pöntun, í þágu kirkju og stórbænda. Þetta rýrir ekki gildi verka þeirra og ekki er hægt að segja að þeir hafi ekki lagt metnað sinn í þau. Verk þeirra eru einnig, þrátt fyrir allt, ólík innbyrðis. *** Í íslenskri listasögu, eins og hún hefur verið sögð fram að þessu, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn þeim hugmyndalegu breytingum sem áttu sér stað úti í Evópu í kjölfar þessa tímabils eða í kringum aldamótin 1800. Þær höfðu engu að síður gríðarleg áhrif á Íslandi um það leyti sem hugmyndin um íslenskt þjóðríki og þjóðerni fór að taka á sig mynd. Í víðara samhengi myndlistarinnar varð breytinganna fyrst vart á Ítalíu og í Hollandi. Þær héldust í hendur við vaxandi áherslu á einstaklinginn og vöxt borgarastéttarinnar á uppgangstímum kaupsýslunnar, en fengu nýja merkingu í kjölfar frönsku byltingarinnar. Íslenskt bændasamfélag, sem bjó við danska einokunarverslun, hafði engar þær forsendur sem þurfa að vera til staðar svo listamenn nái að þroska með sér ríka sjálfsvitund. Það svigrúm skapast ekki fyrr en Reykjavík fer að taka á sig bæjarmynd, sjálfstæðisbaráttan hefst fyrir alvöru og íslensk borgarastétt tekur að myndast. Ef ætlunin er að svara þeirri spurningu hvers vegna list tímabilsins sem fjallað er um í Mynd á þili hefur svo lítið verið haldið á lofti, má geta sér þess til að ferill þeirra íslensku listamanna sem stunduðu list sína á jaðri danska konungsveldisins, hafi ekki þótt búa yfir þeim glæsta hetjuljóma að hægt væri að styðjast við þá sem fyrirmynd í verðandi þjóðríki sem þurfti á sjálfstæðum listamönnum að halda. Íslensku frumherjarnir, sem kallaðir hafa verið svo,1 eru því ekki frumherjar í þeim skilningi að hér hafi ekki verið nein myndgerð fyrr en þeir komu til sögunnar, heldur eru þeir fyrstu sjálfstæðu íslensku listamennirnir í nútímaskilningi. Jón Hallgrímsson (1741-1808), Jesús húðstrýktur, 1766. Verkið er hluti af altaristöflu úr Grenjaðarstaðakirkju í Aðaldal sem samanstendur af tólf myndum. Samkvæmt Þóru Kristjánsdóttur lærði Jón Hallgrímsson málaralist í tvö ár í Kaupmannahöfn. William-Adolphe Bouguereau (1825- 1905), Litlu matarþjófarnir, 1872. Bouguereau hefur verið lýst sem „uppskrúfuðum málara“ þar sem verk hans sýna fegraða heimsmynd. 1 Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Ásgrímur Jónsson og Jóhannes Kjarval hafa verið kallaðir frumherjarnir fjórir. Það er ekki síst Ólafur Kvaran sem það hefur gert en hann hélt þeim mikið á lofti allan þann tíma sem hann var safnstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.