Spássían - 2011, Side 46

Spássían - 2011, Side 46
 46 RÉTT EINS OG FLESTIR Íslendingar fór ég á mis við að læra um myndlist í grunn- og menntaskóla, þar sem hvorki var kennd listasaga né farið í heimsóknir á listasöfn. Skólagöngu minni á Íslandi var lokið þegar Listasafn Íslands var opnað í núverandi húsnæði árið1988 með yfirlitssýningu á verkum úr safneigninni. Ég var því lengi fákunnandi um sögu íslenskrar myndlistar þótt ég væri alin upp innan um myndlist og hefði umgengist málverk. Verkin sem ég ólst upp við eru hins vegar fæst hluti af listasögunni. Ég var því án listsögulegrar menntunar, sem ég skynjaði fremur en skildi að mig skorti. Á Selfossi, þar sem ég ólst upp, var ágætis bæjarbókasafn. Það var ekki ýkja stórt og því var ég sem lesþyrst barn búin að lesa flestar barnabækurnar í kringum ellefu ára aldur. Þá færði ég mig yfir í fullorðinsbækurnar, las ástarsögur, njósnabækur, enskar 19. aldar bókmenntir og gleypti í mig nánast allt sem gefið var út eftir íslenska samtímahöfunda. Þegar ég kom í menntaskóla tók bókmenntasagan að sér það hlutverk að greiða úr lesefni unglingsáranna og setja í samhengi, þar sem upplifun mín og skoðanir fengu nýja merkingu. Ég held að ég hafi ekkert haft minni áhuga á myndlist á þessum uppvaxtarárum, en um hana fjölluðu fáar bækur og henni var ekkert sinnt í skólakerfinu. Leiðin að hinu listsögulega viti var því mun lengri og torsóttari en leiðin að bókmenntunum. *** Þessari persónulegu reynslusögu er ætlað að undirstrika mikilvægi þess að samfélagið geri ráð fyrir forvitni og áhuga ungs fólks og komi til móts við hann. Ef barn fer einu sinni á ári í Þjóðleikhúsið og upplifir þar ánægjulegar stundir, verður það ófeimið við að sækja leikhús síðar. Ef það fer aldrei á listasafn getur þröskuldurinn þangað inn orðið óyfirstíganlega hár og komið í veg fyrir að það sæki þangað á fullorðinsárum. Þegar Listasafn Íslands var opnað með pompi og prakt í húsnæðinu við Fríkirkjuveginn var örugglega ekki ætlunin að skapa þá ímynd upphafningar og hátíðleika sem loðað hefur við safnið. Stefnan var að koma til móts við almenning og unga listamenn, líkt og lesa má í viðtölum við þáverandi forstöðumann, Beru Nordal. En það er líka augljóst að safnið var á þessum tímapunkti komið í varnarstöðu gagnvart heilli kynslóð myndlistarmanna sem það hafði á sínum tíma horft framhjá en þurfti nú að ná sambandi við. Safnið hafði misst tengsl sín við listamenn samtímans og um leið brugðist skyldu sinni gagnvart almenningi. Ég er af kynslóðinni sem ólst upp í þessu rofi, án tengsla við stofnunina sem hafði það hlutverk að opna augu þjóðarinnar fyrir leyndardómum myndlistarinnar. Myndlistin var mér sem lokuð bók og í rauninni ekkert sem hefði átt að leiða mig þangað. Á endanum rataði ég samt í nám til Parísarborgar, þar sem mér fannst í fyrsta skipti að einhver gæti mögulega svarað þeim spurningum sem mér fannst ósvarað í sambandi Jean-François Millet (1814-1875), Korntínslukonurnar, 1857. Millet vildi sýna fátæklinga og verkafólk við raunsæjar aðstæður og telst því í hópi raunsæismálara. Titill þessa fræga verks vísar til þess að fátækir höfðu leyfi til að fara inn á akrana í lok kornuppskerunnar til að tína upp það sem var eftir af korni. Úr sunnlenskum smábæ í fen fræðanna Eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.