Spássían - 2011, Side 16

Spássían - 2011, Side 16
 16 gamli geldfugl, soðna skynfífl, bjöllurnar verða hljómlausar og rendurnar upplitast á klofnu húfunni þinni nema þú hlaupir núna! Bimm-bamm og bomm, froskur í bauk og ormur í á. (130) Oddný Eir vinnur úr dagbókarhefðinni á sinn eigin hátt, eins og hennar er von og vísa, en eftir pílagrímsferðina til Grasmere er eins og höfundurinn leyfi dagbókarforminu að blómstra. Tónninn verður breytilegri og færslurnar fara að bera það með sér að vera hripaðar niður við ólíkar aðstæður; þær eru skráning skynjana, hugsana og viðhorfa án þarfar fyrir endanlega úrvinnslu, opnar fyrir útúrdúrum og lausum endum. Um leið eykst fjörið í textanum. TENGSLALEYSI VIÐ NÁTTÚRUNA Það er nóg af húmor í texta Oddnýjar, krafti, bjartsýni, leit að lausnum og nýjum leiðum. Þráðurinn sem liggur í gegnum söguna er, eins og titillinn gefur til kynna, leitin að jarðnæði; leitin að rótum, að stað til að festa aftur rætur, að hinu fullkomna sambúðarformi og hinu fullkomna samfélagsformi. Því Oddný Eir neitar að hafa skýr skil á milli hins persónulega og hins almenna og segist orðin „forhert í því að þannig verði stundum að ræða vandann, hann sé aldrei á einu plani heldur liggi samhliða öðrum vanda“ (93). Hin persónulega og samfélagslega spurning sem brennur á Oddnýju Eir er „hvernig lifa megi sjálfum sér nógur en um leið í þroskandi samskiptum við aðra“ (26). Lífið er hreyfing og samvera, einangrun og kyrrstaða er dauði, en kannski þurfum við sitt lítið af hvoru svo við brennum ekki út. Vandinn felst í að finna sér samastað án þess að grafa eigin gröf – án þess að festast til dæmis í hættulegri þjóðernishyggju. Er hægt að eiga sér land og elska það án þess að það endi „allt á einn veg, í ofbeldi gagnvart útlendingum og öllum sem eru ekki skilgreindir sem synir föðurlandsins“ (147)? Í Samhengi hlutanna, kemur margoft fram að þjóðerniskennd Íslendinga sé einn helsti veikleiki þeirra. Hún, ásamt einkennum kunningjasamfélagsins, hafi valdið skorti á gagnrýninni hugsun sem hafi ekki einungis leitt okkur út í græðgi góðærisins og síðar hrunið, heldur komi í veg fyrir að við getum gert upp við fortíðina á fullnægjandi hátt; skilið við hana og stefnt í nýja átt. Vigdís Grímsdóttir segir í viðtali hér aftar í Spássíunni að bók hennar, Trúir þú á töfra?, sé nokkurs konar lýsing á því sem gæti gerst taki fasisminn völdin. Þar hefur allt farið á versta veg; þjóðerniskennd er notuð sem kúgunartæki í samfélagi sem er þó algjörlega úr samhengi við náttúruna í kringum sig. Þetta tengslaleysi við náttúruna blasir reyndar við í hverri bókinni á fætur annarri og sums staðar skín líka í gegn sektarkennd. Í Hálendinu eiga limlestingar á persónum sér til dæmis hliðstæður í limlestingum á náttúrunni. Þar virðist hið dýrslega, náttúran, taka yfir og jafnvel ná fram hefndum þegar söguhetjurnar fara upp á hálendið, út fyrir mörk siðmenningarinnar. STÓRA SAMHENGIÐ Ef við speglum okkur sem þjóð í þeim bókum sem hér eru til umfjöllunar má draga þá ályktun að við notum landið þegar við teljum það henta okkur en höfum engin raunveruleg tengsl við það - og það muni koma okkur í koll. „Heildarsýnin á landið hefur tapast. Það þarf að endurnýja tengslin við náttúruna, tengslin við framtíðina. Í þessu framlengda millibilsástandi og óvissu vantar framtíðarsýn. Þá er ég að tala um Ísland sem heild. Og um mig sem hluta af þeirri heild“, segir Oddný Eir í Jarðnæði (112). Hún reynir „að gera skýran greinarmun á Sigríður Víðis Jónsdóttir. Ríkisfang: Ekkert. Mál og menning. 2011. NÓVEMBER 1976 var ekki merkilegur tími í mannkynssögunni. Engir stórbrotnir atburðir áttu sér stað sem mörkuðu framvindu sögunnar, hvorki á Íslandi né erlendis. Í sögulegum skilningi var þetta mánuður eins og hver annar. Nýútkomin saga Hauks Ingvarssonar gerist á nokkrum dögum í þessum venjulega mánuði og þar háir venjuleg fjölskylda venjulegt stríð við hversdagslífið. Sagan er sögð út frá sjónarhorni fjögurra persóna sem búa allar í sömu blokk. Mæðginin Dóróthea og Þóroddur og nágrannar þeirra Bíbí og Batti. Áratugur er frá því sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi og sjálft sjónvarpstækið verður kveikjan að atburðarásinni, drifkraftur hennar og lausn. Haukur dregur upp lifandi og sannfærandi mynd af tímabilinu þar sem nostrað er við smáatriðin og leggur hann mikla áherslu á að draga upp mynd af hinni hversdagslegu tilveru áttunda áratugarins. Afstaða höfundar er með hlutlausasta móti þar sem engin af persónunum fær skýrt afmarkað hlutverk hetjunnar. Í staðinn er dregin upp karakterstúdía af fjórum einmana íslenskum sálum í köldum nóvembermánuði árið 1976. Söguþráðurinn er látlaus en það reynist vera aðalpunkturinn þegar á hólminn er komið. Við erum öll hetjur í eigin frásögn og hið hversdagslega í lífi okkar er þrungið merkingu og mikilvægi sem aðrir eiga oftast erfitt með að koma auga á. Allir eiga sér innra líf sem kryddar hversdagsleikann og persónurnar í Nóvember 76 glíma við þá togstreitu sem myndast milli innra og ytra lífsins. Hvernig aðrar persónur sjá þær, hvaða andlit þær sýna út á við og hvernig þær eru í raun og veru. Allar eru þær vanmetnar að einhverju leyti en um leið breyskar, sjálfumglaðar, veikar og tregar til að líta í eigin barm. Í ljós kemur að erfiðasta baráttan sem nokkur manneskja getur staðið í er að brjótast út úr viðjum vanans, og söguþráðurinn vinnur sig smám saman að því marki þegar lítill, óvæntur og fágætur sigur næst. Þeir sem muna að einhverju viti eftir áttunda áratugnum munu kannast við margt sem kemur fram í bókinni og liggur þar galdurinn í smáatriðunum. Viðhorf, talsmáti, tilfinningar og skynjun færa mann aftur um 35 ár og er þeim mun tilkomumeira þegar maður gerir sér grein fyrir að höfundur er varla nógu gamall til að hafa upplifað nokkuð af þessu sjálfur og hefur því lagst í nákvæma og hárfína heimildavinnu. Bókin verður því eins og gluggi inn í fortíðina – eða öllu heldur sjónvarpsútsending – sem birtir fordómalaust allt það sem hún nær að fanga. Kápan, sem er hönnuð af Emilíu Ragnarsdóttur, er einnig falleg og endurspeglar vel umfjöllunarefni og tón bókarinnar. Þetta er ekki bók sem maður gleypir í sig í einum spretti, til þess er framvindan of hæggeng, en þegar maður lýkur lestri situr eftir sú tilfinning að á meðan maður setti sig í spor þessara fjögurra misskildu persóna hafi maður neyðst til að horfast í augu við eigið lítilvægi. Það er svolítið merkilegt. Eftir Ástu Gísladóttur Haukur Ingvarsson. Nóvember 76. Mál og menning. 2011. Gluggað í fortíðina GAGNRÝNI

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.