Spássían - 2011, Side 19

Spássían - 2011, Side 19
19 Í tvö ár málaði Vigdís Grímsdóttir rauða ketti á striga; leiktjöld fyrir skáldsöguna Trúir þú á töfra? sem tók hana alls ellefu ár að skrifa. Í gegnum málverkin náði hún aftur sambandi við aðalsögupersónuna og vann bug á ritstíflu sem hún kynntist þarna í fyrsta skipti. Bókin sem hefur nú litið dagsins ljós er allt í senn; óður til ljóðsins og skáldkonunnar Nínu Bjarkar Árnadóttur, samtímaádeila, dystópísk framtíðarsýn, frelsissöngur og tilvistarleg hugleiðing. Nóg pláss á skáldabekknum Eftir Auði Aðalsteinsdóttur TRÚIR ÞÚ Á TÖFRA? er sögð af stúlku sem elst upp í fallegu og snyrtilegu þorpi í íslenskum dal. Sagan gerist einhvern tíma í náinni framtíð þar sem fasisminn hefur greinilega tekið völdin. Þorpið er í raun fangabúðir, umkringt múr og yfirbyggt glerkúpli, og þangað hefur fólk verið tælt með fölskum gylliboðum eða flutt nauðungarflutningum. Fæstir eru reyndar settir á og undir gulu engi hvíla bein hinna. Þeir sem eftir lifa reyna að fylgja ósveigjanlegum reglum þeirra sem öllu stjórna og halda í vonina um að allt saman hafi þetta einhvern tilgang; að leikritið sem þeir eru alltaf að æfa fyrir verði einhvern tíma sýnt og skipti máli – og að í lokin hljóti þeir frelsi. NÍNA BJÖRK OG LJÓÐRÆNAN Það besta sem ég gat gefið öðrum var ljóð; ég held að mér hafi aldrei dottið í hug þegar ég var stelpa að ég ætti ekki ljóð nöfnu minnar og gæti því ekki gefið þau. (Trúir þú á töfra?, 130) Söguhetjan unga er skírð í höfuðið á skáldkonunni Nínu Björk Árnadóttur og er alin upp við ljóð hennar. Hin kvenlega ljóðræna vísar henni í lokin leiðina út í frelsið, en ljóðlínur úr verkum Nínu Bjarkar eru rauði þráður sögunnar. „Mig langaði alltaf til að skrifa bók þar sem ljóð væru eins og lækur í gegnum söguna; leiddu hana áfram og færðu hana svo til endalokanna, inn í einhvers konar frelsi“, segir Vigdís. Persónuleg kynni hennar og Nínu Bjarkar skýra að einhverju leyti hvers vegna ljóð Nínu Bjarkar urðu fyrir valinu, en Vigdís segir aðalástæðuna þá að henni finnist svo mikil jaðartilfinning í ljóðum Nínu Bjarkar og einhver náttúruleg fegurð sem ekki sé hægt að skýra. „Mér finnst aðdáunarvert hvað hún getur fjallað á einlægan og opinn hátt um erfiða hluti inni í sjálfri sér. Það er svo persónulegt en mér finnst hún aldrei fara yfir mörkin. Aðeins þessi lína hennar gæti gengið í gegnum svona sögu. Ég og Nína Björk töluðum einmitt oft saman um hina kvenlegu ljóðrænu. Ég var alltaf svo hrifin af hennar. Þegar hún dó árið 2000 byrjaði ég svo að stúdera

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.