Spássían - 2011, Side 34
34
sama á við um teiknimyndina. Aftan á mínu eintaki má finna
tilvísun í dóm frá The Observer: “Ef aðeins ein bók Adams
mun lifa af, vona ég og treysti að það verði þessi”4 – en því
miður varð ekki svo, þótt ég sé innilega sammála Observer
í þessum efnum. Kannski hefði hún lifað betur ef henni hefði
verið beint til fullorðinna – en hvers vegna gátu ekki allir
aldurshópar lesið þetta? Sagan er sannarlega hrottaleg, en
hún byggir á raunverulegum atburðum – og þrátt fyrir allan
viðbjóðinn er hún bæði skemmtileg og spennandi. Hún virðist
hafa gengið skrefinu of langt miðað við Watership Down
og gert mannfólkið að of miklum gerendum og of virkum
illmennum í framvindu sögunnar. Fullorðna fólkið vill helst ekki
vita af ofbeldinu sem dýrin þurfa að þola af okkar höndum
og það vill þeim mun síður að unga fólkið viti af því. Þess
vegna er tilraun Adams svo lofsverð. Hann reynir að færa
ofbeldið í búning spennusögu til að koma mikilvægu efni út
á við og gæða falinn heim verðskulduðu lífi. Þetta heppnast
vel í sögunni, þrátt fyrir að umheimurinn hafi ekki leyft henni
að breiða úr sér. Meira að segja kvikmyndaaðlögunin, sem
var framleidd af sama liði og hafði gert Watership Down svo
vinsæla, var of myrk til að fá að lifa.
Þess má að lokum geta að The Plague Dogs er ekki til á
einu einasta bókasafni hér á landi samkvæmt Gegni og ég tel
afar ólíklegt að margar myndbandaleigur lumi á eintökum.
Samkvæmt tímarit.is virðist myndin heldur aldrei hafa komið
í bíó hérlendis. Því er verr og miður, því bókin er sannarlega
gleymt meistaraverk dýrabókmennta og kvikmyndin mikilvæg
viðbót við sjónmenningu barna. Enginn hefur, svo ég viti,
þorað að ganga jafnlangt og Richard Adams í að túlka
margbreytileika þeirrar ástar og ofbeldis sem einkennir
samband okkar mannfólks við dýrin.
Á SÍÐASTA ÁRI komu út fáar íslenskar
unglingabækur og ekki sérlega
spennandi. Fjármálakreppan var
áberandi þema en einnig komu út bækur
sem hömpuðu einfaldari tímum, eins og
lesa má í nostalgísku tímaskekkjunni Hanna
María öskureið (Magnea frá Kleifum,
2011). Nú eru komnar út nokkrar nýjar
unglingabækur, m.a. Upp á líf og dauða
eftir reynsluboltann Jónínu Leósdóttur
og Játningar mjólkurfernuskálds eftir
Arndísi Þórarinsdóttur; fyrsta skáldsaga
höfundar. Þessar bækur snúast ekki
um fjármálakreppuna þótt hún komi
við sögu í annarri bókinni, og ekki er
horft til fortíðar. Það sem skiptir máli
er lífið hér og nú en vandamálin sem
sögupersónurnar glíma við eru stór og
mikil: Hrönn í Upp á líf og dauða reynir
að koma í veg fyrir sjálfsmorð og Halla
í Játningunum hefur verið rekin úr sínum
góða Hagaskóla fyrir eiturlyfjamisferli.
Vandamál Hrannar hefjast þegar
hún finnur dapurlegt ljóð á miðju
borðstofuborðinu heima hjá sér. Hún
veit ekki hvert skáldið er en fimm
skólafélagar hennar koma til greina.
Hrönn er sannfærð um að höfundur
ljóðsins sé að íhuga sjálfsmorð og
lýst er leit Hrannar að „skáldinu“.
Um leið er miðlað upplýsingum um
sjálfsmorðshugleiðingar unglinga og
hvernig hægt er að hjálpa þeim.
Það að vera nöppuð með bakpoka
fullan af dópi er heilmikið vandamál, en
Arndís Þórarinsdóttir. Játningar
mjólkurfernuskálds. Mál og menning. 2011.
Jónína Leósdóttir. Upp á líf og dauða.
Vaka-Helgafell. 2011.
Eftir Helgu Birgisdóttur
Ljóð á
mjólkurfernum
og minnismiðum
1 Friðrik Þ. Friðriksson og Ingólfur Hjörleifsson, „Bæjarins beztu”, Dagblaðið,
30. maí 1980, 27. 2 „Watership Down Violence”, Youtube, hlaðið upp af
Benoitforchamp 3.febrúar 2009, sótt 3. nóvember 2011 af http://www.
youtube.com/watch?v=aPBck3xcUJc. 3 Adams fylgir staðreyndum The
Private Life of the Rabbit að mestu leyti, en gerir eina furðulega breytingu
með því að taka burt dýrafræðilegt mæðraveldi kanínunnar og setja í stað
þess stíft feðraveldi. Ég veit ekki ástæður þess að hann kaus að breyta þvílíku
grundvallaratriði úr lífi kanínunnar, en sú breyting hefur m.a. kallað á harða
feminíska gagnrýni og er í raun eini veiki punktur annars frábærrar skáldsögu.
4 Adams, Richard, The Plague Dogs, Middlesex, Penguin, 1978, baksíða.
GAGNRÝNI