Spássían - 2011, Blaðsíða 43

Spássían - 2011, Blaðsíða 43
43 það bakaði honum líka vandræði meðal sinna eigin – vinir Schwitters og kunningjar í Dada Berlin fordæmdu ljóðið á sínum tíma fyrir „óhóflega tilfinningasemi“ og fyrir að vera ópólitískt (sem er auðvitað misskilningur), en þegar hér var komið sögu voru krakkarnir í Dada Berlin smám saman að breyta félagsskapnum í bolsévískan byltingarklúbb. Gamla Dada starfaði í tóminu og ruddi sér sífellt meira til rúms; nýja Dada starfaði í samstöðunni og í samstöðunni var ekkert rúm fyrir gleðina; Dada Merz (sem var uppfinning Kurt Schwitters) starfaði í gleðinni. Einn. Ég lendi. Tveir. Ég lendi. Þrír. Landið. Þrír Landið. Þrír. Landið. Tveir Ég lendi. Tveir ég lendi. Einn ég lendi. Tveir ég lendi. Gleðin í ljóðum Gertrude Stein er sérvitur og smámunasöm, byggir á þrástefjum með litlum, nákvæmum og mikilvægum tilbrigðum, einsog alþýðudansar; hún er óstýrilát einsog gamalmenni sem veit orðið hvernig það vill hafa hlutina og lætur sig engu skipta fagurfræði annarra. Anna Blóm er ástarljóð í allra gröðustu merkingu þess orðs. Nafn hennar er endurtekið aftur og aftur (og fram og aftur) og merking ljóðsins undirstrikuð margsinnis: Kurt Schwitters í öllum föllum elskar Önnu Blóm í öllum föllum. Anna Blóm! Anna, a-n-n-a, ég slefa nafni þínu. Nafn þitt drýpur eins og mýksta nautgripatólg. Veistu það, Anna, veistu það nú þegar? Maður getur einnig lesið þig aftanfrá, og þú, yndislegust allra, þú ert eins að framan og að aftan: «a-n-n-a-». Tólgin rennur gælandi yfir bak mér. Anna Blóm, slefdýrið þitt, ég elska þér! Bæði ljóðin eru eins konar hlutgervingar (einsog portrett hljóta í einhverjum skilningi alltaf að vera). Anna Blóm er smættuð niður í nafn sitt og líkama (en var kannski aldrei meira en tilbúið nafn og ímyndaður líkami) og Stein smættar Picasso niður í „orðin í sjálfum sér“. Óþekkta og/eða ímyndaða ástkonan og heimsfrægi vinurinn eru konkretíseruð og lokuð inni í litlu glerbúri svo heimurinn geti dáðst að dvergvöxnum eftirmyndum þeirra. Anna Blóm einsog erótískur dansari en Picasso næstum því einsog rannsóknarstofurotta – bæði verða objekt, Anna Blóm til aðgangsharðrar upphafningar en Picasso til aðgangsharðrar athugunar. Lokur lokast og opnast líkt og drottningar. Lokast lokur og lokur og svo lokast lokur og lokur og svo og svo og lokur og svo lokast lokur og svo lokast lokur og lokur og svo. Og svo lokast lokur og svo og líka. Og líka og svo og svo og líka. Nákvæm líkindi við nákvæm líkindi nákvæmra líkinda jafn nákvæm og líkindi, nákvæmlega jafnt og líkjast, líkjast nákvæmlega, nákvæmlega í líkindum nákvæm líkindi, nákvæmlega og líkindi. Því það er svo. Af því að. Endurtakið nú að öllu rösklega, endurtakið nú að öllu rösklega, endurtakið nú að öllu rösklega. Hafið haldið og heyrið, endurtakið að öllu rösklega. Ljóðin ofbjóða venjulegri setningafræði á máta sem mér þykir hentugast að líkja við eins konar gleðidans eða regndans sem særir fram hamingjuna eða strípidans sem berháttar viðfangið (frekar en dansarann sjálfan), afklæðir með orðunum, afklæðir síðan orðin sjálf svo eftir stendur tilfinning fyrir heiminum, expressjónísk í tilfelli Schwitters en kúbísk í tilfelli Stein. Schwitters parar saman fornöfnin á þol- þágu- og eignarhlekkjum þar til þau renna í eitt og enginn ræður lengur yfir öðrum, engin á eða er í þágu annars, valdaátökum elskendanna lýkur með samruna í fyrstu persónu fleirtölu: Við. Og það er ekki einu sinni fullyrðingar-við heldur spurnar-við, fullt hógværðar og varkárni. Halló, þín rauðu klæði, söguð í hvítar fellingar. Rauða elska ég Önnu Blóm, rauða elska ég þér! – Þú þína þig þér, ég þér, þú mér. – Við? Þetta á annars (í framhjáhlaupi) að vera í kaldri glóðinni. Rauða Blóm, rauða Anna Blóm, hvað segir fólkið? Verðspurning: 1.) Anna Blóm á fugl. 2.) Anna Blóm er rauð. 3.) Hvernig er fuglinn á litinn? Blár er litur þíns gula hárs. Rautt er kurrið í þínum græna fugli. Þú látlausa stúlka í hversdagsklæðum, þú elskulega græna dýr, ég elska þér! – Þú þína þig þér, ég þér, þú mér, - Við? Stein leikur sér með stóra stafi og punkta og kommur – en aldrei spurningarmerki („The question mark is alright when it is all alone when it is used as a brand on cattle or when it could be used in decoration but connected with writing it is completely entirely completely uninteresting […] I always found it positively revolting“1) – og einhvern veginn vekur fjarvera Picassos í textanum með manni tilfinningu fyrir einurð, fyrir handbragði, fyrir stórum og ólýsanlegum (en ekki óorðanlegum) hugsunum. Og myndin af Napóleon jaðrar ekki bara við að vera móðgandi, hún er svívirðing við aumingjans Picasso – aumingjans vin Gertrude Stein, listamanninn vinalega, sem líkt er við einhvern mesta dólg franskrar stjórnmálasögu. Það er ekki nokkur furða að hún skuli spyrja hvort hann kynni við það ef hún segði honum. Þeir kunna ekki Fljóta. Þeir kunna ekki. Þeir njóta. Þeir kunna ekki. Þeir sem móta. Kraftaverk leika. Leika þokkalega. Leika þokkalega í lyndi. Í lindum. Aukindum. Eins og eða eins og sem stendur. Leyfið mér þylja hvað sagan kennir. Sagan kennir. Ljóðin má finna í íslenskri þýðingu á slóðinni: http://www.norddahl.org/ljoðaþyðingar/ Upprunalega texta ljóðsins „If I told him“ eftir Stein má finna á: http://www.writing.upenn.edu/~afilreis/88v/ifitoldnew.html Upprunalega texta ljóðsins „An Anna Blume“ eftir Schwitters má finna á: http://members.peak.org/~dadaist/English/Graphics/annablume.html 1 Gertrude Stein, úr fyrirlestrinum „Poetry and Grammar“ http:// grammar.about.com/od/essaysonstyle/a/Punctuation-In-Prose-By- Gertrude-Stein.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.