Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 4
4 6. mars 2020FRÉTTIR J á, það gæti verið að ég sé óheppnasti maður landsins veturinn 2019 til 2020,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, vínþjónn og sjónvarpsstjarna, er blaðamað- ur nær sambandi við hann. Ólafur liggur nú á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir örlaga- ríka skíðaferð með fjölskyldunni í byrjun mánaðarins. „Það endaði ekki betur en svo að ég lenti í skíðaslysi og fór með sjúkrabíl úr brekkunni rakleiðis á sjúkrahúsið á Akureyri,“ skrifar Ólafur á Facebook-síðu sína. Hann braut sköflungsbeinið alveg upp við hnjálið og bíður nú eftir því að hægt verði að laga brot- ið. „Þangað til ligg ég hér á Akureyri þar sem er stjanað við mig af starfsfólkinu.“ Leitin að plötusnúð Ólafur gerir lítið úr biðinni og brotinu í sam- tali við blaðamann og virðist fara vel um hann í kyrrðinni fyrir norðan. Einn hængur er þó á þessu óvænta óhappi – hann miss- ir af viðburði, „einstökum viðburði í sögu þjóðar,“ eins og hann sjálfur kemst að orði, sem hann skipulagði á vegum Vínstúkunnar tíu sopar í félagi við tónlistarmanninn Sam- úel Jón Samúelsson. Um er að ræða há- tíðina Food & FÖNK sem haldin er í fyrsta sinn hér á landi í kvöld, föstudagskvöldið 6. mars, og dregur nafn sitt af Food and Fun, hátíð sem hefur verið haldin á Íslandi í tæpa tvo áratugi. „Matarhlutinn er í höndum hinnar stór- kostlegu Fanneyjar Dóru sem vann vann til bronsverðlauna með kokkalandsliðinu fyrir skömmu og ætlar hún að gera alvöru soul food, New Orleans Gumbó með rækj- um og pylsum. Húllumhæið hefst klukkan 8 um kvöldið og stendur langt fram eftir nóttu,“ segir Ólafur og hækkar svo róminn þegar hann er spurður út í fjarveru sína frá viðburði sem tók hann blóð, svita og tár að skipuleggja. „Það er allt í lagi en það sem meira er er að DJ Sommelier, drykkfelldur, miðaldra, feitur karl sem spilar fönk, eitís og næntís dansmúsík, hann forfallast líka!“ segir hann og sýpur hveljur, en gefur sterklega í skyn að DJ Sommelier sé hugsanlega aukasjálf vínþjónsins. „Við leitum nú logandi ljósi að verðugum plötusnúð til að hlaupa í skarðið fyrir DJ Sommelier.“ Ekki var búið að finna verðugan plötusnúð þegar blaðið fór í prent. Með í anda Ólafur vonar að sem flestir hristi sína skanka á meðan hann er rúmfastur. Hann ætlar að snúa vörn í sókn og reyna að skapa fönk- stemningu innan um hvíta spítalaveggina. „Ég verð með í anda og blasta fönki í heyrnartólin á sjúkrabeðinum meðan á þessu stendur,“ segir vínþjónninn knái. n Úr skralli í sóttkví H eimurinn eins og við þekkjum hann er um- kringdur veirum, við- bjóði og pestum – þó að ekki séu allar smitandi. Einhverj- ir myndu jafnvel færa rök fyrir því að mannkynið sjálft sé veira á yfirborði jarðar en Svarthöfði er ekki alveg sjálfur kominn í þann stíl þúsaldarhippa. COVID-smit hefur þó í það minnsta feng- ið okkur undanfarið til að hugsa um annað en ófærð, verkföll og jarðskjálfta, en nú eru þrjú kort- er í að mörg samfélög fari alveg á hliðina. Við erum enn í mars- mánuði! Hvað næst? Svarthöfði hallast reyndar að orðunum „sælla er að gefa en þiggja“ þegar kemur að bakt- eríum, þar sem í fyrra tilfellinu er alltaf smuga að maður hafi val varðandi þá sénsa sem við- komandi tekur, til dæmis með ferðir út í búð, matarboð, árs- hátíðir (eða ekki) eða svo mikið sem snerta hurðarhúninn á heimablokkinni. Þarna hefði Svarthöfði átt að fylgja innsæinu, skynseminni og leyfa sóðasumblinu fyrir nokkrum helgum ekki að enda í eftirteiti í stofunni, með tveimur ítölskum ferðamönnum, skulum við segja í bráðsmitandi partí- stuði. Skemmst er að segja frá því að Höfðinn var fljótt orðinn grímu- og hömlulaus þegar rétta stuðlagið var komið í spilun að frumkvæði ferðamannanna. Þurftu þá endilega að koma í ljós allar þessar fréttir af veirunni hérlendis og tilheyrandi tilskip- unum um bann við samkvæm- um og kossaflensi. Þarna klikk- aði Svarthöfði stórlega og hefði frekar átt að sitja heklandi und- ir huggulegum lampa með góða hljóðbók í gangi í stað þess að tapa sér of mikið í þessum Daða- fögnuði. Lagið hans hlýtur að hafa spilast í kringum fjórtán sinnum þetta kvöld. Þetta fékk mig til að hugsa um hina og þessa hluti. Nú situr Svarthöfði í sóttkví, síhóstandi í þungu grímuna, með enga hljóðbók eða settið til að prjóna með. Svarthöfði geng- ur alla daga í lokuðum galla, innilokaður í höll sinni, í baði fimm sinnum á dag og vanalega með hjálminn á kollinum, með nokkrum undantekningum. Það eru mannlegu mistökin sem oft verða okkur að tímabundnu falli. Við skulum í það minnsta reyna að forðast það að skapa ofsa ef einhver hnerrar framan í okkur. Sumir láta ekkert stoppa sig og gæla við mannlífið en aðrir taka enga áhættu. Það er þó sama hvoru megin þú tjúttar í kringum veirufar- aldurinn og volæðið í kringum hann, þú endar í tímabundinni einangrun. Við stöndum þó öll vonandi saman í hvaða rússí- bana sem við upplifum, skyldi svo verða. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Sniglar geta sofið í allt að þrjú ár í senn. Talið er að yfir sjö þúsund eyjar séu á Karíbahafinu. Orðið PEZ á uppruna sinn að rekja til þýska orðsins „PfeffErminZ“, sem þýðir piparmynta. Háhælaskór voru upphaflega ætlaðir karlmönnum. Ótti við flautur er viðurkennt fyrir- bæri og kallast „Aulophobia“. Hver er hann n Hann er fæddur 6. mars árið 1961. n Hann er víða þekktur fyrir ritverk, ljóð og blaðamannastörf. n Hann var ritstjórnarfulltrúi á Helgarpóstinum á árunum 1983–1985. n Hann var alþingismaður Norðausturkjördæmis á árunum 2009–2013 fyrir Samfylkinguna. n Hann hefur meðal annars setið í fjárlaganefnd, heilbrigðisnefnd, samgöngunefnd og utanríkis- málanefnd. SVAR: SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Fönkið víkur fyrir sjúkrabeði n Ólafur lenti í skíðaslysi í fjölskylduferð n Liggur á spítala og missir af sínum eigin viðburði Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.