Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
6. mars 2020
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Hann sagði – hún sagði
– við bíðum
Kjaradeila
Eflingar og
Reykjavíkur-
borgar er enn
óleyst og hafa
aðilar fund-
að skammar-
lega sjaldan undanfarið og
þess í stað snúið deilunni
upp í sandkassaleik eða eins
konar leikþátt sem fluttur er
í gegnum fjölmiðla. Hvorug-
ur aðili virðist ætla að gefa
eftir svo mikið sem sentí-
metra, og verða skotin sem
ganga á milli ómálefnalegri
með hverjum deginum. Nú
hins vegar er verkfallið farið
að ógna heilsu almennings
með tilkomu kórónaveirunnar
til landsins. Hvað er þá hægt
að gera? Líklega verður niður-
staðan a) Aðilar setjast loks
niður, ræða málin og komast
að samkomulagi sem allir geta
verið jafn ósáttir við b) Verk-
fallsaðgerðum verður frestað
á grundvelli almannaheilla c)
Stjórnvöld setja lög á verkfall-
ið. Þriðji kosturinn verður lík-
legri með hverjum deginum.
Kóróna hálfvitanna
Kórónaveiran hefur sett ís-
lenskt samfélag á hliðina.
Á þriðja tug eru smitaðir, er
sandkorn þetta er ritað, og
hamfarahræðsla hefur gripið
landann sem hamstrar spritt
og matvöru eins og morgun-
dagurinn muni aldrei koma.
Svo eru reyndar þeir sem virð-
ast ekkert óttast, Ingjaldsfífl
sem viljandi taka krókaleið
heim til Íslands til að sleppa
við sóttkví, og líka þeir sem
eiga að vera í sóttkví en sleppa
því viljandi og gorta sig svo af
því á samfélagsmiðlum. Þarna
er um lögbrot að ræða en í al-
mennum hegningarlögum
segir að valdi maður hættu á
því að sjúkdómur berist út á
meðal manna, sérstaklega ef
um sjúkdóm sem hið opin-
bera hefur gert sérstakar ráð-
stafanir til að hefta, þá sé hægt
að dæma viðkomandi í allt að
sex ára fangelsi.
F
réttaskýringaþátturinn
Kveikur kafaði ofan í fátækt
á Íslandi í þætti sem sýndur
var í vikunni. Hann var allt í
senn; upplýsandi, átakanlegur og
svo sorglegur að hann nísti hjart-
að. Eins og bent var á í þættinum
höfum við flest eflaust verið blönk
einhvern tímann á ævinni. Fátækt
er hins vegar eitthvað allt annað
og meira. Niðurlæging, óöryggi
og kvíði sem enginn á að þurfa að
lifa við.
Viðmiðum fátæktar var varp-
að upp á skjáinn. Ef áhorfend-
ur tengdu við einhverjar af full-
yrðingunum hafa þeir búið við
eða búa núna við fátækt. Þeir sem
tengja við flest allt eða allt búa við
sára fátækt.
Í kjölfarið hef ég tekið eftir
að sífellt fleiri á mínum samfé-
lagsmiðlum hafa opnað sig um
þau tímabil í sínu lífi þegar þau
bjuggu við fátækt. Sumir hrein-
lega áttuðu sig ekki á að um fátækt
væri að ræða fyrr en viðmiðin
birtust svört á hvítu á sjónvarps-
skjánum. Sem betur hafa flestall-
ir minna kunningja og vina kom-
ist út úr vítahring fátæktarinnar.
Það er meira en að segja það og
margir ná aldrei að losa fátækt-
arsnöruna og hún erfist kynslóða
á milli, eins og sást í þætti Kveiks.
Það er ekki ofsögum sagt að
þáttur Kveiks lét afar fáa ósnortna.
Fólkið sem steig fram og af-
hjúpaði sínar aðstæður, sinn ótta
og brostna drauma eru hetjur.
Það er samfélagslega samþykkt
að tala um alls kyns hræðslu og
sorg, en fátækt er ekki þar á með-
al. Það er ólýsanlega erfitt að
biðja um hjálp í fjárhagskröggum
og stoltið situr eftir, sært og aumt
og bíður þess hugsanlega aldrei
bætur. Fólki finnst það bregðast
sem manneskja, bregðast börn-
unum sínum, sér oft enga leið út.
Lifir í óvissu hvern dag um hvort
það fái að borða, hvort það eigi
þak yfir höfuðið, hvort óvænt út-
gjöld muni sprengja allt heimilis-
lífið upp – þurrka það út. Allt út af
peningum.
Þó að fólkið sem kom fram í
Kveik sé sumum fjarlægt er það
samt allt um kring. Það vinn-
ur með þér. Börn þess ganga í
skóla með þínum börnum. Þú
keyrir fram hjá því er það bíður
eftir strætó. Þú rekst á innkaupa-
kerruna þess í Bónus. Þetta eru
nefnilega miklu fleiri en þú eða ég
gerum okkur grein fyrir.
Því ber að fagna að þáttur
Kveiks hafi orðið til þess að æ
fleiri opni sig um fátækt á samfé-
lagsmiðlum. Það geta nefnilega
allir lent í þessari stöðu, að allt
hrynji. Og því miður er afskaplega
lítið og dapurlegt sem grípur þá
sem höllum fæti standa.
Þögn stjórnvalda eftir þennan
vandaða og átakanlega þátt
Kveiks er ærandi. Óþægileg.
Hvorki meirihluti né minnihluti
lætur sig málið varða. Heldur
áfram að hundsa skítugu börn-
in hennar Evu. Heldur áfram að
röfla um kaupmátt og jafnrétti,
frábær lífsskilyrði og besta vatn í
heimi. Gasprar um norræna vel-
ferðarsamfélagið og lífskjara-
samninga.
Á meðan misstígur sig einhver
og fellur í fátæktargildruna sem
gleypir menn og konur með húð
og hári. Og maður spyr sig; hve
lengi á þessi þögn yfirvalda að
vara? n
Nístandi þögn
Spurning vikunnar Hversu mikið óttast þú útbreiðslu COVID-19 á Íslandi?
„Ég ætla ekkert að óttast. Svo lengi sem almenn-
ingur fer eftir tilmælum sóttvarnarlæknis og
sérfræðinga varðandi sýkingarvarnir, hreinlæti og
sóttkví.“
Berglind Veigarsdóttir
„Ég óttast útbreiðslu COVID-19 frekar mikið.
Íslendingar eru svo harðir að þeir mæta bæði á
samkomur og í vinnu þótt þeir séu hóstandi blóði.
Ég hef þó ekki trú á að það verði mikið um dauðs-
föll hér á landi en reikna með að þetta fari eins um
og eldur í sinu. Vonandi verður þetta þó til þess að
fólk læri að taka tillit til annarra og hætti að mæta
veikt á almenningsstaði.“
Hallur Karlsson
„Þetta er vissulega erfið staða en ef fólk sýnir
ábyrgð þá ætti að vera hægt að sporna gegn
verulegri útbreiðslu.“
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
„Ef ég segi alveg eins og er, þá óttast ég útbreiðslu
COVID-veirunnar á Íslandi. Ég óttast ekki að fá
veiruna, trúi að ég lifi hana af, en ég óttast að
bera ábyrgð á að smita einhvern sem síðan deyr
af völdum hennar. Við þekkjum flest einhverja í
áhættuhópnum.“
Tanja Sif Hansen
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is