Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Page 11
FÓKUS - VIÐTAL 116. mars 2020
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS
hafi hann því meðvitað geymt áfram í
handraðanum.
„Þegar það er ákveðið að leikrit verði
ekki sett upp aftur þá tæmist diskurinn
ósjálfrátt. Ef það er hins vegar sagt að það
eigi að setja sýninguna aftur upp þá geym-
ist textinn, svona að mestu leyti. Auðvitað
hef ég hundrað sinnum gleymt texta og það
hafa allir leikarar gert, en það hefur aldrei
komið alvarlega að sök. Eflaust þarf maður
að hafa meira fyrir því með árunum að læra
og muna, en það verður eins og hvert ann-
að handverk að læra texta og maður kemst
í þjálfun í því rétt eins og í öllu öðru. Það er
engu að síður full vinna að læra texta, en ég
þekki ekkert annað enda hef ég unnið við
það í fjörutíu og fimm ár.“
Siggi segir ferilinn hafa byrjað rétt eins
og hjá svo mörgum þrátt fyrir að feiminn
hafi elt hann allar götur.
„Ég byrjaði að leika í gegnum skáta-
hreyfinguna, hún skipti sköpum og var
merkilegur félagsskapur. Þar þótti til siðs
að vera með atriði, leika skrítlur og þarna
fann ég fyrst mína köllun þótt sviðsljósið
hafi aldrei verið neitt fyrir mig. Mér líður
ekki vel á mannamótum, sem er ákveðin
fötlun en ég lifi með henni. Áður en ég
vissi af var ég svo kominn í leiklistarskóla
og fjórum árum síðar, eftir útskrift var
hringt í mig úr þessu húsi sem við erum
stödd í í dag. Sveinn Einarsson, sá merki
og ágæti maður, var þá þjóðleikhússtjóri
og bauð mér vinnu hér. Hann var örlaga-
valdur í mínu lífi því ég hef starfað hér
meira og minna síðan í öll þessi ár. Hann
réð því svolítið minni framtíð, sem betur
fer, og reyndist mér vel. Fyrstu árin var ég
mikið upp á grínhöndina en umræddur
Sveinn hafði nú sem betur fer vit á að leiða
mig út í drama samhliða því svo ég á hon-
um mikið að þakka. Auðvitað fær maður
stimpil í gegnum Spaugstofuna en ég hef
líka leikið alls konar dramatísk hlutverk.
Það má alveg vera að ég hafi það orð á mér
að vera góði gæinn en þegar ég lít til baka
hef ég leikið ótrúlegustu manngerðir, hvort
sem það er djöfullinn eða Hitler, eitthvert
ómenni í sjónvarpi eða kvikmyndum, nú
eða Ragnar Reykás, Kristján Ólafsson eða
Svamp Sveinsson, ég hef komið svo víða
við.“
Siggi er skiljanlega alvanur spurn-
ingunni hvaðan karakterarnir komi en
hann segir útilokað að svara til um það.
„Þeir koma auðvitað að stórum hluta úr
mínum eigin ranni. Í Spaugstofunni verða
þeir til í samstarfi við félaga mína og þá
fer auðvitað allt eftir viðfangsefninu þótt
handbragðið sé úr mínum haus. Lykillinn
að Ragnari held ég sem dæmi að sé sá að
þar hitti fjandinn ömmu sína en þar fyrir
utan hefur þjóðin alltaf gaman af svona
leiðindamönnum. Ég hef nú leikið hann á
hnjánum í þrjátíu ár.“
Það má ekki allt lukkast vel
Spurður hvort hann geri greinarmun á
gamanhlutverkum eða dramatískum segir
Siggi það úrelta hugsun.
„Hér á árum áður var gerður greinar-
munur og jafnvel litið niður á gamanleik.
Það hefur breyst hratt með minni kyn-
slóð frá því ég var að byrja. Í dag flokk-
um við leikara síður og sjálfur hef ég alltaf
sagt að þetta sé bara spurning um góðan
eða slæman leikara, þetta er ekki mikið
flóknara en það. Auðvitað geta menn hæg-
lega fest í einhverju boxi og ég hef klárlega
gert það á einhverjum tímapunkti, en leik-
ari verður að vera meðvitaður og vakandi
fyrir því. Maður þarf alltaf að fá ögrandi
verkefni og þá er þetta ekki spurning um
góða eða vondan karlinn, það getur hins
vegar reynst ögrandi glíma fyrir leikara
að setja sig í spor siðspillts manns eða ill-
mennis því það er auðvitað hlið sem mað-
ur þekkir ekki neitt. Það er auðveldara að
setja sig inn í hugarheim venjulegs fólks,
en í grunninn skiptir auðvitað öllu máli að
efnið sé alvöru.“
Hvernig finnur þú hrottann í sjálfum
þér?
„Ætli það sé ekki einhver hrottapúki í
okkur öllum, einhvers staðar. En það er
engin ein aðferð, maður hefur enga sér-
staka holu að grafa í, maður fer bara í
samstarf og þá er þetta allt spurning um
handrit, leikstjóra og meðleikara. Þetta er
samvinna og svo kemur maður bara með
tillögur og tilboð. Ég hef leikið svo rosa-
lega mörg skemmtileg hlutverk og verið
heppinn að fá fjölbreytt verkefni. Þótt ég sé
núna kominn í seinni hálfleik sé ég að ég
á afskaplega litríkan feril að baki, það væri
ósanngjarnt að segja annað. Sem betur fer
finnst mér enn ofsalega gaman að starfa í
leiklist, en svo er það þetta, að þótt sum-
ar rullur takist ágætlega er ekki endilega
alltaf skemmtilegast að leika þær. Það fer
svo mikið eftir sýningunni sjálfri, hvernig
að henni var staðið. Eðlilega hef ég líka
fengið alls konar gagnrýni, stundum góða
og stundum mjög vonda. Ég held að með
tímanum læri leikari að vinsa úr það sem
gagnast manni og hvað ekki. Sumt verð-
ur maður að hlusta á og ég tek margt inn
á mig og hugsa með mér að kannski sé
eitthvað til í þessu, en hins vegar finnst
mér sumt beinlínis ósanngjarnt, það er þó
sjaldnast þannig. Stundum er það líka bara
þannig að maður gerir mistök, hittir ekki
naglann á höfuðið og er jafnvel bara rang-
ur maður á röngum stað. Það var vitleysa
að kasta manni í þetta hlutverk eða jafnvel
rangur leikstjóri, það er allt til í þessu. En
það er alltaf þannig í listum, hvort sem það
er í leiklist, myndlist eða ritlist, það lukk-
ast ekkert allt og það má heldur ekki allt
lukkast því manni verður að mistakast, því
þannig fær maður viðspyrnu aftur. Maður
ætlar sér samt aldrei að mistakast því mað-
ur er alltaf að reyna slá í gegn, en þá er eins
gott að átta sig á því að það mun aldrei
verða þannig.“
Leikhúsið lifir allt af
Siggi hefur samhliða leik starfað talsvert
við leikstjórn og sett til að mynda upp
fjöldann allan af barnasýningum. Hann
segir leikstjórnina þó ekki vera ástríðu
hans.
„Ég er fyrst og fremst leikari, þótt ég hafi
mjög gaman af því að leikstýra því sem
hentar mér og mér finnst að ég ráði við.
Það er alveg frábært að leikstýra börnum
en tekur auðvitað á þolinmæðina, það vill
til að ég hef hana. Ég er ekkert að leikstýra
í augnablikinu en leik mikið þótt ég sé nú
ekki tvítugur lengur. Að mínu mati er svo
mikilvægt að hafa, ekkert endilega mig, en
leikara sem eru í eldri flokki og eru í leik-
rænu ástandi. Ég held að hver þjóð þurfi að
passa upp á það. Þú vilt eiga nokkrar gaml-
ar kerlingar og karla á sviðinu sem enn eru
í formi. Það sem hefur bjargað mér er hvað
ég hef fengist við margar rullur sem láta
mig fást við mikið líkamlegt „action“, það
hefur svona verið mín líkamsrækt.“
Aðspurður hvort það sé ávanabindandi
að láta klappa fyrir sér á hverju kvöldi segir
Siggi svo ekki vera.
„Ég upplifi það ekki þannig en auðvit-
að nýtur maður þess að það hafi tekist vel
til og þakkar fyrir það. Mér þykir afskap-
lega vænt um það hvað fólk elskar leik-
hús og er duglegt að sækja leikhúsið. Þess
vegna eru ákveðin forréttindi að vinna við
það sem manni finnst svona gaman. Leik-
húsið breytist auðvitað og fer í gegnum
hæðir og lægðir, ferðast í gegnum tísku-
sveiflur og allt það. Þetta er háð svo mörgu
en það sem er merkilegast, hvað sem má
segja um gæði leikhússins, er það að leik-
húsið hefur lifað allt af, hvort sem það er
vídeó, sjónvarp, kvikmyndir eða internet.
Alltaf stendur Þjóðleikhúsið, og öll leik-
hús í heiminum, og við erum að gera ná-
kvæmlega sömu hlutina uppi á sviði. Samt
er þessi ógnartæknibylting fyrir utan – það
er alveg merkilegt. Sjálfum finnst mér í
grunninn bara gaman að segja góða sögu,
hvort sem hún er á sviði eða hvíta tjaldinu.
Auðvitað eru önnur vinnubrögð við kvik-
myndagerð en í grunninn er þetta ná-
kvæmlega það sama. Hvernig segjum við
þessa sögu á sem áhrifaríkastan hátt. Í
leikhúsinu hugsum við það aldrei sem svo
að við séum að segja sömu söguna aftur
og aftur því þótt þú vitir hvað þú eigir að
segja eru alltaf nýir áhorfendur í salnum,
þeir eru svo stór partur af þessu. Við vitum
aldrei hver viðbrögðin verða, svo kvöldið
verður aldrei eins. Það er hlegið meira eða
grátið minna og það þarf alltaf að spila
með þetta, þannig að þótt sagan sé sú
sama segjum við hana alltaf á ólíkan hátt.“
Hefur hugurinn aldrei reikað til
Hollywood?
„Nei, ég hugsa aldrei þangað. Ég hef
verið svo heppinn að fá að leika mikið hér
á landi, bæði á sviði og í sjónvarpi að það
fullnægir mér alveg. Tilhugsunin um að
verða frægur í Hollywood hefur aldrei náð
til mín. Eflaust eru meiri peningar þar, en
ég fæ fullnægju í að leika hér heima. Lífið
er þó ekki bara í leikhúsinu því það er líka
suður í Hafnarfirði með barnabörnunum
mínum. Mér finnst svo gott að vera með
fólkinu mínu. Maður fer kannski hægar
yfir, en ég er mikill útiverumaður, elska
að ferðast um landið, er sprækur og spila
golf, bara þetta klassíska eins og allir hinir
strákarnir og stelpurnar.“ n
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N