Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Side 34
34 PRESSAN 6. mars 2020 V íða í Evrópu er leyniþjón­ usta og löggæslustofn­ anir á tánum vegna upp­ gangs öfgahægrimanna en þeir hafa sótt mjög í sig veðr­ ið víða í álfunni að undanförnu. Mikil ógn er talin stafa af þeim þar sem margir í þessum hópi eru reiðubúnir til að beita ofbeldi til að ná fram markmiðum sínum. Oft beinast ofbeldisverkin gegn múslímum, gyðingum, innflytj­ endum og öðrum hópum sem falla öfgahægrimönnum ekki í geð. Skemmst er að minnast hryðjuverksins í Hanau í Þýska­ landi fyrir 2 vikum þar sem hinn 43 ára Tobias Rathjen skaut níu til bana á tveimur vatnspípukaffi­ húsum. Að því loknu fór hann heim til sín og skaut móður sína til bana og svipti sig síðan lífi. Hann skildi eftir sig langa stefnu­ yfirlýsingu og myndband þar sem hann viðraði sjónarmið sín. Þýsk yfirvöld segja hann hafa ver­ ið öfgahægrimann og virðist sem andúð á múslímum og innflytj­ endum hafi knúið hann til voða­ verksins. En hryðjuverkið í Hanau er ekkert einsdæmi í Evrópu. Leyni­ þjónusta evrópskra ríkja sér greinileg merki þess að mjög fjölgi í hreyfingum öfgahægri­ manna og eru margir félaganna reiðubúnir til að beita ofbeldi og sumir víla ekki fyrir sér að fremja hryðjuverk til að ná markmiðum sínum og skoðanabræðra sinna. Ekki er langt síðan þýska lög­ reglan handtók tólf manns sem tilheyra samtökum öfgahægri­ manna. Að minnsta kosti fjórir þeirra eru grunaðir um að hafa verið að undirbúa árásir á stjórn­ málamenn, múslíma og hælis­ leitendur. Hinir átta eru grunað­ ir um að hafa stutt hópinn og að hafa heitið honum fjárhagslegum stuðningi. Á Bretlandseyjum segir lög­ reglan að ofbeldis­ og hryðju­ verkaógnin sem stafar af öfga­ hægrimönnum sé mest vaxandi ógnin þar í landi nú um stundir. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að Bretar hafa upplifað mörg hryðjuverk íslamskra öfgamanna og kalla því ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Enn sem komið er eru fleiri öfgasinnaðir múslímar í kastljósi lögreglunnar en ógn­ in frá hægri vængnum hefur auk­ ist mikið en frá 2015 hefur þeim öfgahægrimönnum, sem eru undir eftirliti lögreglunnar, fjölg­ að þrefalt. Um 80 hryðjuverka­ árásum hefur verið afstýrt síðan 2017. Svo mikil hætta er talin á hryðjuverkum öfgahægrimanna að leyniþjónustan MI5 hefur tek­ ið yfir eftirlit og aðgerðir sem beinast gegn þeim. Áhrif Breivik Magnus Ranstorp, sem er einn fremsti sérfræðingur Norður­ landa í málefnum hryðjuverka­ manna, telur að margar ástæður liggi að baki uppgangi öfgahægri­ manna. Í samtali við Jótlands­ póstinn sagði hann að árum saman hafi nasistar látið að sér kveða en nú sé uppgangur hjá hægrisinnuðum popúlistum og öfgasinnum. Í kjölfar hryðjuverks Anders Behrings Breivik í Noregi hafi menntahluti hægri vængsins fengið byr undir báða vængi. Til dæmis hafi sú kenning náð mik­ illi hylli að elítan væri að eyði­ leggja samfélagið, meðal annars af því að hún leyfði innflytjend­ um að koma til Evrópu. Breivik sprengdi öfluga sprengju í stjórnarráðshverfinu í Ósló í júlí 2011 og fór síðan til Út­ eyjar þar sem ungmennahreyfing Verkamannaflokksins stóð fyrir sumarbúðum. Þar myrti hann 69 ungmenni. Áður en hann lét til skara skríða hafði hann birt stefnuyfirlýsingu á netinu. Þetta sama ár vöknuðu Þjóðverjar upp við vondan draum þegar þeir átt­ uðu sig á að árum saman hafði þriggja manna hópur öfgahægri­ manna, sem hélt sig í austur­ þýska bænum Jena, myrt níu útlendinga og eina lögreglukonu. Í kjölfarið fóru löggæslustofnan­ ir að beina sjónum sínum enn frekar að öfgahægrimönnum. Þýska leyniþjónustan, Verfass­ ungsschutz, sem sér um inn­ lend málefni, telur að breytingar eigi sér stað hjá öfgahægrimönn­ um. Þar sé til staðar fólk sem hef­ ur lengi laðast að öfgasinnuð­ um skoðunum og ofbeldisfullum hugmyndum en nú sé nýtt fólk að koma til liðs við það sem fyrir er. „Öfgahægriskoðanir í Þýska­ Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Uppgangur öfgahægri- manna í Evrópu n Ein stærsta ógnin n Víla ekki fyrir sér að fremja hryðjuverk til að ná markmiðum sínum Philip Mans- haus Ætlaði að fremja hryðju- verk í mosku en var yfirbugaður. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.