Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 44
44 FÓKUS - VIÐTAL 6. mars 2020 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Vorum hársbreidd frá því að missa hann – Ófrísk með enga eggjaleiðara og ónýtt sæði Pössum að börnin skorti ekki neitt – Halda fast í húmorinn G uðný Ósk Þórsdóttir segir mikilvægt að fólk sýni aðgát og leiti allra leiða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Sjálf glímir Guðný við alvarlegt brjósklos en eig- inmaður hennar, Jón Þór Guðbjörnsson, er með svokallað sofandi krabbameinsæxli og því illa í stakk búinn að takast á við hugsanlegt smit veiru nar. Hjónin hafa ekki hist nema í örfáar klukkustundir síðan 4. febrúar en Guðný hefur síðan þá dvalið á sjúkrahúsi vegna aðgerðar sem hún gekkst undir. „Ég hef þjáðst af bakverkjum í fjöldamörg ár, mis- slæmum þó. Í desember á síðasta ári rann ég til í hálku, ég datt ekki en fékk tak í bak- ið. Þetta var nístandi sársauki sem náði niður í fót. Í kjölfarið leitaði ég mér læknis- aðstoðar og þannig fóru hlutirnir að rúlla.“ Lyfjameðferðirnar gengu nánast frá honum Vegna veikinda eiginmannsins hefur Guð- ný lítið séð af honum á meðan sjúkrahús- dvölinni stendur, en hún hélt þó örlitla veislu þann 23. febrúar þegar hún fagn- aði 36 ára afmælisdegi sínum. „Fjölskyld- an kom og færði mér snarl þennan dag. Ég ligg á stofu með frekar gömlu fólki hér á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en vegna hávaða gátu börnin ekki stoppað lengi. Ég er þó alls ekki að setja út á starfsfólk- ið hér, enda hafa allir reynst mér rosalega vel. Enginn á deildinni virtist þó vita af af- mælinu mínu svo ekki var ikið um af- mæliskveðjur nema þær sem ég fékk send- ar á Facebook. Maðurinn minn veiktist svo mjög mikið daginn eftir og liggur enn veik- ur heima svo lítið hefur verið um heim- sóknir til mín. Mamma kom að vísu til mín í síðustu viku, en hún er búsett fyrir vest- an.“ Hjónin eru bæði ættuð frá Ísafirði en fluttust suður árið 2012 þegar Jón Þór hugðist sækja nám á Keili, stuttu síðar greindist hann með krabbamein. „Þetta byrjaði hjá honum sem almennur slapp- leiki ásamt verk í baki. Hann ræddi við lækni á Ísafirði sem hvatti hann til að fara oftar út að ganga þrátt fyrir að röntgen- mynd sýndi stórt æxli hjá vinstra lunga. Fljótlega fór svo að draga vel af honum og á endanum dró ég hann aftur til lækn- is. Þá vorum við flutt til Keflavíkur og í ljós kom 10 sinnum 17 sentimetra stórt æxli við lunga. Þarna hófst skiljanlega mikill rússíbani og þá fyrst og fremst við það að halda uppi fimm manna fjölskyldu á floti í glænýju bæjarfélagi þar sem við þekktum ekki sálu. Jón var mikið á sjúkrahúsi og ég reyndi að skipta mér á milli þess að sinna honum og vera til staðar fyrir börnin. Skilj- anlega komst ég ekki sjálf í vinnu á þessum tíma enda 300% álag að halda öllu á réttum stað. Það er þó eins og Jón hafi ekki gert sér fullkomlega grein fyrir alvarleika veikinda sinna því hann sinnti náminu allan tímann af mikilli hörku. Honum fannst hann aldrei geta hætt því þá hefðum við enga framfær- slu. Hann fór í fjórar lyfjameðferðir sem gengu nánast frá honum og í þeirri síð- ustu vorum við hársbreidd frá því að missa hann. Hann varð mjög veikur og endaði á gjörgæslu.“ Barnshafandi eftir steindauðan krabbameinssjúkling Eftir að hafa lokið námi frá Keili í t kni- fræði hóf Jón Þór störf hjá tækniþjónustu SÁ í Keflavík hann hefur þó verið mikið frá vinnu síðan Guðný fékk brjósklosið og segir hún undanfarna mánuði hafa verið erfiða. „Ég ætlaði að byrja að vinna í sept- ember á síðasta ári, en vegna álags hef- ur sá tími alltaf lengst sem ég er heima. Auðvitað hefur þetta tekið á fjárhagslega séð, en við höfum passað að börnin skorti ekki neitt. Vissulega fá þau ekki allt held- ur en þau eiga góðar ömmur og afa sem bjarga stórum þörfum eins og gleraugum og öðru slíku. Það erum við sem erum oft- ast mest til hliðar og þá aðallega ég sem fer helst ekki til læknis, og bara það að fara til tannlæknis er á algjörum munaðarlista hjá mér.“ Eins og fram hefur komið er fjölskyldan stór, en fyrir átti Guðný tvö börn sem Jón Þór tók frá fyrstu kynnum sem sínum eig- in. Fljótlega bættust svo þrjú fleiri í hóp- inn. „Við ky ntumst í lok janúar 2009 á þorrablóti á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Það gekk strax rosalega vel hjá okkur en það er ekki sjálfgefið að kynnast konu og tveim- ur fjörkálfum í leiðinni þótt það hafi í okk- ar tilfelli gengið upp. Tveimur árum síðar fæddist svo fyrsta barnið okkar, en árið eft- ir greindist Jón með krabbameinið. Í kjöl- farið fórum við í sæðisbankann til að halda öllum möguleikum opnum. Í skoðun, eftir að lyfjameðferðum lauk, kom í ljós að allar Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Þeir sem eru veikir fyrir eiga samt rétt á að lifa“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.