Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Blaðsíða 45
FÓKUS - VIÐTAL 456. mars 2020
sæðisfrumurnar hans voru dauðar og þar
með misstum við trúna á að frekari barn-
eignir væru hugsanlegur draumur. Sum-
arið 2014 varð ég svo mjög veik en grun-
aði ekki neitt. Eftir að hafa þrjóskast við í
töluverðan tíma endaði ég uppi á bráða-
móttöku þar sem í ljós kom að ég var með
sprunginn eggjaleiðara og þjáðist af mikl-
um blóðmissi. Ég var drifin í aðgerð og þá
kom í ljós að ég var barnshafandi, sem átti
alls ekki að vera hægt. Í öllum hamagangin-
um hélt ég þó fast í húmorinn sem í raun
lýsir okkar sambandi svo vel. Ég tilkynnti
hjúkrunarfræðingum og læknum það há-
tíðlega að ég gæti alls ekki verið ófrísk enda
væri karlinn steindauður krabbameins-
sjúklingur og hló mikið. Stuttu síðar fékk
ég að hringja í Jón og sagði honum að ég
væri ófrísk, án þess að hika spurði hann í
kjölfarið: „Og hver er þá pabbinn?“ Aftur
myndaðist þrúgandi þögn í sjúkraher-
berginu, en sem betur fer var þarna hjúkka
sem þekkti til okkar og tilkynnti restinni af
starfsfólkinu að við værum að grínast og
þetta væri einfaldlega okkar húmor. Auð-
vitað vorum við himinlifandi að við ættum
von á barni og mikil gæfa að eitthvað væri
enn á lífi í sæðisbúri míns manns.“
Annar keisarasonur kemur í heiminn
Á jóladag, sama ár, varð Guðný fyrir því
óláni að þríökklabrjóta sig ásamt því að
slíta liðband og taka ökklann úr lið. Hún
hafði þá verið á leið að sækja hrút og setja
hjá nokkrum rollum sem hún átti. „Daginn
eftir fór ég í aðgerð, mig verkjaði mjög
og ældi stöðugt. Nokkrum dögum síðar
fannst mér þessi uppköst heldur langdreg-
in en þarna kom í ljós að ég var aftur orðin
ófrísk. Drengurinn okkar fæddist svo í
ágúst 2015 og var tekinn með keisara.
Í kjölfarið lét ég taka mig úr sambandi.
Haustið, ári síðar, fann ég aftur fyrir slapp-
leika sem endaði með jákvæðu þungunar-
prófi. Þá var ég ófrísk að fimmta barninu
sem var auðvitað gjörsamlega galin til-
hugsun í ljósi þess að við áttum alls ekki að
geta eignast barn. Hann með dauðar sáð-
frumur og ég búin að láta fjarlægja báða
eggjaleiðara. Í júní 2017 kom svo annar
keisarasonur í heiminn en hann reyndist
vera með hjartagalla og vökva í lungum.
Við dvöldum því á vökudeild í fimm sólar-
hringa, en honum vegnar vel í dag.“
Elsti drengur þeirra hjóna greindist með
dæmigerða einhverfu og segir Guðný ferlið
hafa gengið erfiðlega. „Við fundum fljótt að
hann fylgdi engu „normi“ ef svo má segja.
Við fluttum hann til á leikskóla enda sótt-
um við stíft að hann fengi betri þjálfun sem
ekki var til staðar á þeim fyrri. Það tók allt
saman langan tíma, en þetta tók sömuleið-
is mikið á taugarnar. Allt svona fellur líka
undir að vera mín deild enda er nóg fyrir
manninn minn að komast í gegnum sinn
dag og sína vinnu, orka hans nær ekki
lengra en það. Drengurinn okkar greindist
að lokum með dæmigerða einhverfu með
miklu þroskamisræmi ásamt því að vera
með ADHD. Okkur fór svo að gruna að
eitthvað væri að þeim yngsta þegar hann
var rétt nokkurra mánaða og því hafði ég
undirbúið allt mjög vel þegar hann hóf
sína leikskólagöngu síðasta haust. Hann er
nú þegar kominn í ferli og skorar mjög hátt
um að eitthvað sé að en hann þarf mikla
þjálfun og er þegar farinn að fá hana.“
Kveiki á kerti fyrir hana
Fimmtán mánuðir eru nú síðan systir Guð-
nýjar laut í lægra haldi fyrir krabbameins-
púkanum en hún greindist með sortu-
æxli ári fyrir dauða sinn. „Við vorum miklu
meira en bara systur. Við vissum allt um
hvor aðra. Við töluðum til að mynda alltaf
saman meðan við sinntum húsverkunum
og í dag kveiki ég alltaf á kertinu henn-
ar meðan ég brýt saman þvottinn. Hún
var einungis 39 ára þegar hún féll frá og
var móðir þriggja barna. Það þekkti mig
enginn eins vel og hún, enda var hún alltaf
til staðar og sú manneskja sem hvatti mig
í gegnum erfiðustu unglingsárin. Hún var
ein af fáum sem hrósuðu mér og leit mik-
ið upp til mín þótt ég væri litla systir henn-
ar. Ég hef aldrei kunnað að taka hrósi. Við
erum þrjár systurnar, en hin er sjö árum
yngri en ég. Við eigum auðvitað gott sam-
band, en við tölum ekki eins mikið saman.
Hún er mun nánari mömmu meðan við
eldri höfðum hvor aðra.“
Hestarnir passa upp á heilsuna
Framundan er tími endurhæfingar og
segist Guðný taka honum fagnandi. „Mig
langar auðvitað bara að komast á ról og
vonandi heim sem fyrst, enda verið fjarri
heimilinu í rúman mánuð. Endurhæfingin
á svo eftir að taka nokkra mánuði en von-
andi geng ég óstudd og fín inn í sumarið.
Jóni fer líka vonandi að batna og geta mætt
í vinnu, þá réttist kúturinn af. Sjálf stefni ég
á vinnumarkaðinn með haustinu. Það sem
heldur mér réttum megin við geðheilsum-
örkin eru auðvitað hestarnir mínir sem ég
reyni að lækka kostnaðinn við með því að
leigja bása og moka fyrir aðra. Það er það
sem hefur haldið mér og minni geðheilsu
í lagi undanfarin ár. Einn daginn mun ég
svo geta safnað mér fyrir tannlæknakost-
aði líka.“
Áhyggjum sínum af COVID-19 lýsti
Guðný nýverið á netmiðli sínum en skilj-
anlega eru þau hjónin í áhættuhópi vegna
veirunnar. „Jón var ekki smitaður af inflú-
ensu á sínum tíma en allt svona hefur verið
á mínum herðum. Sorgin eftir dauða systur
minnar var því yfirsterkari en að huga að
svona málum en Jóni hefur sjálfum aldrei
fundist hann nógu veikur til að panta sér
tíma. Eftir að læknarnir tilkynntu honum
að æxlið væri sofandi hefur hann ekki þurft
að vita meira, hann veit bara að hann sé
ekki að deyja úr krabbameini og það nægir
honum. Hann skilur samt ekki alvarleika
þess að vera með þindarlömun og aðeins
eitt starfandi lunga. Mér er mikið í mun
að fólk geri sér grein fyrir þeirri hættu sem
steðjar að veikburða fólki í þessu samhengi
og virði það að leggjast í sóttkví. Þeir sem
eru veikir fyrir eiga líka rétt á að lifa. Börn-
in mín eiga rétt á því að mamma þeirra
og pabbi séu á lífi. Mér finnst líka mikil-
vægt að fólk sýni aðgát, sérstaklega þeir
sem koma frá stöðum þar sem mikið hef-
ur verið um smit því ef við hægjum ekki á
útbreiðslu springur kerfið okkar, og það er
nú þegar við það að springa. Miðað við alla
tölfræði munu þrjú þúsund manns deyja
hér á landi og þetta er allt fólkið okkar sem
er veikt fyrir. Aldraðir, sjúklingar og börn
með undirliggjandi sjúkdóma ásamt auð-
vitað nýfæddu börnunum sem eru alveg
varnarlaus gagnvart þessu. Því bið ég fólk
einlæglega að sýna aðgát.“ n
„Drengurinn okkar fæddist svo í ágúst 2015 og var
tekinn með keisara. Í kjölfarið lét ég taka mig úr sam-
bandi. Haustið, ári síðar fann ég aftur fyrir slappleika
sem endaði með jákvæðu þungunarprófi. Þá var ég
ófrísk að fimmta barninu sem var auðvitað gjörsam-
lega galin tilhugsun í ljósi þess að við áttum alls ekki
að geta eignast barn. Hann með dauðar sáðfrumur og
ég búin að láta fjarlægja báða eggjaleiðara.“
Hann fór í fjórar
lyfjameðferðir
sem gengu nánast
frá honum og í
þeirri síðustu
vorum við hárs-
breidd frá því að
missa hann