Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Síða 56
6. mars 2020
10. tölublað 111. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Loki og
Nætur-
gagnið
– 12 stig!
Falinn
kraftur
Þ
að ríkir mikil spenna
meðal íslenskra
Eurovision-aðdáenda
fyrir keppninni í ár,
enda er Daða Frey og Gagna-
magninu spáð sigri í flestum
veðbönkum með lagið Think
About Things. Á internetinu
má sjá Daða ausinn lofi af ýms-
um Eurovision-sérfræðing-
um. Á vefsíðunni Eurovision
Lemurs er hins vegar bent á
lykil að velgengni lagsins, sem
kannski einhverjir hafa ekki
kveikt á. „Falinn kraftur Think
About Things liggur í hæfileik-
um bakraddasöngkvennanna
Huldu Kristínar Kolbrúnar-
dóttur og systur Daða,
Sigrúnar Birnu Pétursdóttur,“
skrifar Eurovision-spekúlant-
inn. „Þær bæta fagmannleg-
um blæ á lagið og taka mið-
skóla-hæfileikakeppna atriðið
upp á hærra plan.“
Ástin
innsigluð
S
elma Ragnarsdóttir,
klæðskeri og kjóla-
meistari, og Jón Björn
Ríkharðsson, tónlistar-
maður og bakari, opinber-
uðu ástarsamband sitt seint
á síðasta ári. Ástin hefur svo
sannarlega blómstrað því í
byrjun þessa mánaðar til-
kynntu þau á Facebook að
þau væru búin að trúlofa sig.
Hringarnir einstakir eins og
parið sem hamingjuóskum
rignir nú yfir.
Heiðrar móður sína með heimildamynd
C
lara Lemaire Anspach,
dóttir kvikmyndagerðar-
konunnar Sólveigar
Anspach, á ekki í langt að
sækja hæfileika sína en um þess-
ar mundir vinnur hún hörðum
höndum að heimildamynd um
móður sína.
Heimildamyndin heitir Sól-
veig mín og segir í henni frá ferli
og ævi Sólveigar. Leikstýran sál-
uga sérhæfði sig í heimilda-
myndagerð framan af ferlinum
en sneri sér svo í auknum mæli að
leiknum myndum. Meðal mynda
hennar eru „Haut les cæurs“, Nak-
in Lulu og Stormviðri sem var
valin til þátttöku á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes árið 2003.
Reiknað er með frumsýn-
ingu heimildamyndarinnar síð-
ar á þessu ári en Clara vinnur að
myndinni ásamt Körnu Sigurðar-
dóttur. Þau Ingvar E. Sigurðsson,
Didda Jónsdóttir og Óttarr Proppé
eru á meðal þeirra sem skjóta upp
kollinum í myndinni, en verkið er
klippt af Elísabetu Ronaldsdóttur,
sem hefur gert garðinn frægan í
Hollywood síðastliðin ár.