Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 6
6 13. mars 2020FRÉTTIR
H
jónin Friðþór Vestmann
Ingason og Ragnheiður
Jónsdóttir eru bæði
menntaðir þroskaþjálfar
með langa reynslu af því að starfa
með börnum með sérþarfir á leik-
skólum. Þau stofnuðu Fræðslu-
setrið Greinina í febrúar eftir að
þau fundu þörf í samfélaginu fyrir
þjónustu við börn með sérþarfir á
grunnskólastigi, sem skólakerfið
er ekki að sinna, og jafnvel mis-
muna.
Fræðslusetrið Greinin
„Fræðslusetrið Greinin var stofn-
að í byrjun febrúar. Við störfuð-
um áður á leikskólum og unn-
um með börnum þar og vorum
ítrekað spurð hvort við værum
að taka börn í þjálfunartíma eft-
ir að við eða þau hættum þar.
Fyrst ýttum við þessu bara frá
okkur en svo rann upp fyrir okk-
ur ljós, að þarna væri þörf á þjón-
ustu. Ef maður horfir á frásagnir
þeirra foreldra sem eru hjá okkur,
þá er skólakerfið ekki alveg að
ganga sem skyldi fyrir börn
með sérþarfir. Til dæmis þá geta
stuðningsaðilar innan skólanna,
margir mjög góðir, bara veitt tak-
markaða þjónustu. Börnin voru
áður með góðan stuðning á leik-
skóla en koma svo í grunnskóla
þar sem minna er haldið utan um
þau og þau fá minni þjónustu,“
segir Friðþór.
„Starfsemin fer þannig fram
að foreldrar koma til okkar á
þjónustufundi til að byrja með
og við förum yfir hvað það er sem
barnið þarf, gerum þarfagrein-
ingu og finnum út hvað eru for-
eldrar að hugsa?, er eitthvað sem
við getum komið að með foreldr-
unum?, vill foreldri fá stuðning
með sér á fundi inni hjá skólun-
um?, vill foreldri fá áætlun til að
vinna eftir inni á heimilinu? For-
eldrar hafa líka aðgang að okkur
ef eitthvað kemur upp á heima
fyrir.“
Gat í kerfinu fyrir börn með
sérþarfir
Friðþór og Ragnheiður segja
brotalöm í skólakerfinu þegar
kemur að þjónustu við börn
með sérþarfir. Í leikskólum
landsins er mikil áhersla lögð á
snemmtæka íhlutun og að veita
börnun stuðning. Þegar barnið
flyst á milli skólakerfa þá sé þessi
snemmtæka íhlutun ekki lengur
til staðar og barninu ýtt út í hefð-
bundið kassalaga nám, fremur en
að áfram sé unnið með styrkleika
þess.
„Í leikskóla er eyrnamerkt-
ur stuðningstími fyrir barnið.
Maður gerði þarfagreiningu, sótti
um stuðningstíma, fékk það og
barnið fékk þá tíma á dag í þjálf-
un. Einstaklingsþjálfun með sín-
um þjálfa. Svo kemur barnið inn
í grunnskólann og þá skyndilega
þarf barnið ekki lengur þennan
stuðning,“ segir Ragnheiður.
Reynsla foreldra
Anna Björk Sigurðardóttir og
Óskar Egilsson eru foreldrar
barns með sérþarfir og nýta sér
þjónustu Greinarinnar og taka
þau undir með Ragnheiði. Vel
var haldið um son þeirra og hans
þarfir á leikskóla en síðan þegar
drengurinn var kominn í grunn-
skóla þá varð stuðningurinn nán-
ast enginn.
„Sonur okkar er með ákveðnar
sérþarfir, en ekki það miklar að
hann þurfi að vera í sérskóla.
Honum gekk vel í fyrstu bekkjun-
um á meðan kröfurnar voru litlar.
Hann er mjög rólegur og hefur
þannig fötlun að það þarf að tala
beint til hans. Það er ekki fyrr en í
fjórða bekk sem er farið að vinna
eitthvað með honum, en þá er
hann dottinn langt aftur úr jafn-
öldrum sínum og kröfurnar orðn-
ar of miklar.“
Á þeim skamma tíma sem
Anna og Óskar hafa nýtt sér þjón-
ustu Greinarinnar hafa þau strax
séð framfarir hjá syni sínum.
„Friðþór kom með okkur á
teymisfund fyrir skömmu. Þar
mætti hann með þarfagreiningu
fyrir son okkar og útlistun á því
hvernig best væri að vinna með
drengnum og mæla framfarir
hans. Okkar strákur, það þarf að
kenna honum með ákveðinni
sérþekkingu sem er ekki til staðar
í skólunum svo Friðþór og Ragga
eru að koma hér inn með þessa
þekkingu og miðla áfram til sér-
kennarans í skólanum. Það er
gat þarna á milli í skólakerfinu og
dýrmætur tími sem fer til spillis.
Svo verður barnið eldra og dettur
aftur úr og þá kemur upp vanlíð-
an, jafnvel einelti og stríðni. Þá
kviknar skyndilega á skólanum að
fara að gera eitthvað. Þótt allir séu
af vilja gerðir þá skortir sérþekk-
inguna og faglegt starf.“
Byrgja brunninn
„Það er ekki hægt að byrgja
brunninn eftir að barnið fellur
ofan í hann,“ segir Ragnheiður og
vísar til þeirrar tilhneigingar inn-
an grunnskólakerfisins að bregð-
ast aðeins við vandamálum frem-
ur en að fyrirbyggja þau. Með
þjónustunni vona Friðþór og
Ragnheiður að þrýstingur skapist
á skólanna til að bæta þjónustu
við börn með sérþarfir og auka
fagmennsku og sérfræðiþekkingu
í málaflokknum.
Friðþór nefnir sem dæmi að
þegar hann fylgdi Önnu, Óskari
og syni þeirra á teymisfund í
grunnskólanum þá hefði ekki ver-
ið útbúin einstaklingsnámskrá
fyrir drenginn, þrátt fyrir laga-
skyldu um slíkt. Ragnheiður
bætir við að þó að grunnskól-
ar á Íslandi séu án aðgreiningar
þá sé sú kenning meira í orði en
á borði. Í dag sé hver kennari
oft með stóran nemendahóp,
mun stærri en tíðkaðist áður fyrr.
„Börn með einhverfu, börn með
ADHD? Guð hjálpi þeim að vera
í þessum bekkjum.“
Skólinn á ekki að setja okkur í
þessa stöðu
„Sumir kannski spyrja af hverju
við færum ekki drenginn okkar
yfir í sérskóla á borð við Ísaks-
skóla,“ segir Anna. „En þá er ég
að taka mjög stóra ákvörðun um
að taka strákinn úr hverfinu sínu,
taka hann frá vinum sínum. Það
finnst mér of stór ákvörðun. Hann
er með þannig fötlun að það er
mikilvægt fyrir hann að halda fé-
lagsfærni sinni og ef hann miss-
ir tengslin þá er ég hrædd um að
hann verði einangraður og upp-
lifi meiri vanlíðan. Skólinn á ekki
að setja okkur í þá stöðu að velja á
milli félagslega þáttarins og hins
námslega.“
Kerfislæg mismunun
Ragnheiður segir að yfirvöld
menntamála á Íslandi þurfi að
taka til skoðunar stöðu barna
með sérþarfir í grunnskólum
landsins. „Það þarf að velta því
fyrir sér hvernig standi á því að
börn sem þurfi stuðning í leik-
skóla þurfi hann ekki í grunn-
skóla. Hvernig stendur á því að
þeir mismuna börnum svona?“
Anna tekur undir þetta og segist
hafa fundið fyrir því að hennar
barni væri mismunað þar sem
fötlun þess er ekki sýnileg.
„Þú gætir talað við hvaða for-
eldri sem er, sem er með barn
með sérþarfir í almennum skóla,
og það munu allir segja það sama.
Hins vegar þekki ég til einnar sem
er með barn með líkamlega fötl-
un. Það barn fær allt öðruvísi við-
mót í grunnskólanum. Þetta barn
er með stuðningsaðila með sér
allan daginn, allan tímann. Eðli-
lega líka. Það er til fjármagn í það.
Hann þarf samt sem áður enga
aðstoð við að læra. En þarna ertu
með barn með líkamlega fötl-
un sem fær hjálp strax, en börn
með ósýnilega fötlun eru flokk-
uð eins og þau séu með annars
flokks vandamál. Mitt barn þarf
sömu aðstoðina alveg sama þó að
vandamálið hjá því sé ekki sýni-
legt. Kerfið virðist bara ekki ná
utan um þessi börn. Vegna þess
að mitt barn hefur ósýnilega fötl-
un þá er kerfisbundið verið að
brjóta á því.“
Hugmyndafræði
þroskaþjálfunar
Í starfi Greinarinnar er unnið
út frá hugmyndafræði þroska-
þjálfunar, að finna betri leiðir
að bættum lífsgæðum. „Þroska-
þjálfastarfið er svo vítt og breitt.
Það er bæði byggt á hugmynda-
fræði um sjálfstætt líf og vellíðan
einstaklingsins, en líka er hug-
myndafræðin og starfskenn-
ing okkar byggð á persónulegri
þekkingu. Þegar þetta tvennt
kemur saman þá verður eitthvað
gott úr því.“
Friðþór og Ragnheiður leggja
áherslu á að skapa góð tengsl við
skjólstæðinga sína, það er börn-
in. Fyrir börn með greiningu geti
slíkt skipt sköpum upp á sam-
vinnu og samstarf, en þau vilja
ekki að barnið upplifi að það sé
að koma til Greinarinnar í nám
eða skóla, heldur sem eitthvað
skemmtilegt. Námið er nálgast á
þann hátt að það veki áhuga hjá
barninu.
Framtíðin
Friðþór og Ragnheiður vona að í
framtíðinni verði hægt að styrkja
og stækka starfsemi Greinarinnar
svo hægt sé að leggja enn fleiri
börnum lið. Sem stendur er að-
eins tekið á móti börnum sem eru
að hefja nám í grunnskóla og allt
fram á sjötta bekk.
„Kannski í framtíðinni verður
Greinin þannig að við getum skipt
henni í tvo flokka, eins og hún
starfar í dag og svo annar þáttur
þar sem tekið væri á móti eldri
börnum. Við sjáum fyrir okkur að
þetta muni vaxa og dafna og við
náum að styrkja hvert og eitt barn
sem til okkar kemur með þeim
hætti að það nái að blómstra, litla
blómið á greininni.“
Heimasíðu Fræðslusetursins
Greinarinnar má finna á vef-
slóðinni greinin.is og þar má
finna frekari upplýsingar um
starfsemina. n
Að byrgja brunninn áður
en barnið er dottið í hann
n Stofnuðu fræðslusetur eftir fjölda áskorana n Börn með sérþarfir lenda milli þilja í grunnskóla
Friðþór og Ragnheiður svöruðu ákalli foreldra
Erla Dóra
erladora@dv.is