Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 18
18 13. mars 2020FRÉTTIR É g notaði eiturlyfin bara til þess að líða vel á móti vanlíðaninni. Ástæðan er einfaldlega sú að ég kunni ekki neina aðra leið. Og bara svona óvart finn þessa leið,“ seg- ir ungur íslenskur karlmaður sem leiddist út í neyslu fíkniefna í kjöl- far síendurtekinna áfalla á yngri árum, svo sem vanrækslu í æsku, einelti og ofbeldi á vinnustað. Hann segir neysluna vera beina afleiðingu af þessum áföllum og að skortur sé á skilningi í þjóðfé- laginu. Skortur er á skilningi meðal fagfólks og í samfélaginu um að stundum sé um að ræða undir- liggjandi orsök þegar kemur að fíkniefnaneyslu karlmanna, eins og áföll. Svo virðist sem skortur sé á úrræðum fyrir karlmenn sem lent hafa í áföllum í æsku svo hægt sé að vinna úr afleiðing- um þeirra. Einnig skortir mark- vissa stefnu til að aðstoða þá sem nota fíkniefni til að slá á andlega vanlíðan. Þetta kemur fram í niðurstöð- um Margrétar Tórshamar Georgs- dóttur en meistaraprófsritgerð hennar við heilbrigðisvísinda- svið HA fjallaði um reynslu karl- manna sem hafa verið í fíkni- efnaneyslu vegna áfalla í æsku. Í tengslum við rannsóknina ræddi Margrét við sjö karlmenn sem höfðu allir misnotað fíkniefni á einhverjum tímapunkti, en eru komnir á beina braut í dag. Allir urðu þeir fyrir áföllum í æsku á borð við ofbeldi af hálfu foreldra, afskiptaleysi foreldra, dauðsfall í fjölskyldu, dauðsfall náins vin- ar, einelti, nauðgun, vanrækslu í æsku, ofbeldi á vinnustað og of- beldi af hálfu eldra fólks. Flestir þeirra höfðu lent í fleiri en einu áfalli og höfðu áföllin mik- il áhrif á andlega líðan þeirra og hjá flestum fylgdu afleiðingarnar þeim fram á fullorðinsár. Margir reyndu að leita leiða til að líða betur en áttu erfitt með að finna eitthvað sem virkaði. Karlarn- ir prófuðu sig margir áfram með fíkniefni og hjá mörgum þeirra slokknaði á þeim slæmu tilfinn- ingum sem þeir fundu fyrir og þeim leið vel það kvöldið. Þetta orsakaði að þeir byrjuðu að leita í fíkniefni til að líða betur. Fíkniefnin voru bjargráð Í niðurstöðum kemur fram að allir mennirnir upplifðu fíkni- efnaneyslu sína sem afleiðingu af áföllunum sem þeir urðu fyrir í æsku. Með neyslu upplifðu þeir létti, dofa eða flótta frá ýmiss kon- ar vanlíðan. Einn úr hópnum lýsir því hvernig áfengi og kannabis hjálp- uðu honum að gleyma slæmum minningum úr æsku. „Númer eitt, tvö og þrjú það er það fyrsta sem mér dettur í hug. Bara deyfa sig nógu mikið niður til þess að þurfa ekki að muna hlutina þann klukkutímann.“ Annar úr hópnum lýsir því þannig að eftir mörg ár af vanlíð- an hafi fyrsta víman hans verið „það frábærasta sem hann lenti í á ævinni.“ Hann hafi ekki vitað að það væri hægt að „líða vel án þess að hafa neitt fyrir því að líða vel“. „Það var svona … þú veist, al- veg sama hvort það var að fara á fyllerí eða hvað það var, mað- ur gat bara skrapað saman smá pening og keypt sér það að vera hress …“ Strákar eiga að vera harðir Mennirnir sem rætt var við lýstu því einnig hvernig umhverfisáhrif og ímynd samfélagsins af „alvöru karlmönnum“ hefði haft áhrif á þá. Einn úr hópnum bendir á að það sé ekki beint pressa á karl- menn að tala ekki um tilfinn- ingar eða andlega vanlíðan held- ur sé það frekar þannig að það er „enginn að ýta undir að þeir geri meira af því.“ Bendir hann á að mörg samtök séu til fyrir kvenfólk sem hafi lent í alls kyns áföllum, en ekki mikið um þannig samtök fyrir karlmenn. „Ég á ansi mörg þannig áföll sem að ég hef aldrei unnið úr … maður elst upp í svona menn- ingarheimi þar sem strákar og karlar eiga bara að vera harðir naglar og það er í rauninni bara logið að manni allskonar hlut- ir eins og tíminn græðir öll sár … það er bara bullshit … manni er sagt að harka af sér og hætta að hugsa um þetta og vera ekki að tala um þetta og eitthvað svo- leiðis … og þá í staðinn er mað- ur aldrei að vinna úr hlutunum sem eru stundum bara það að fá að tala um það sko,“ segir annar. Annar maður úr hópnum tek- ur í sama streng: „Það var ekkert svalara í heiminum fyrir mér heldur en þú veist dúddar eins og Arnold Schwarzenegger og þú veist … hann fór ekkert að grenja … Það var minna sko að þú áttir ekki að gera þetta heldur að það var bara þú veist … harðir karlar gera þetta ekki skilurðu. Stórir strákar fara ekki að grenja.“ Vandamál um allan heim Í niðurstöðum Margrétar kemur fram að að það virðist sem ákveðin þöggun ríki í samfé- laginu um að mögulega sé fíkni- efnaneysla afleiðing af áföllum. Vöntun sé á þeirri nálgun í með- ferðarúrræðum hér á landi til að vinna með rót vandans, en ekki aðeins neysluna sjálfa. „Það kom á óvart í niðurstöð- um rannsóknarinnar hversu al- gengt það var að karlarnir hefðu lent í fleirum en einu áfalli í æsku. Flestir höfðu þeir lent í tveimur eða fleiri áföllum sem fylgja þeim enn til dagsins í dag. Einnig kom fram hversu mikilvægt körlunum fannst vera að fá góða sálræna þjónustu til að vinna úr áföllun- um samhliða því að vera í fíkni- meðferð. Þeim fannst ekki nóg um slíka þjónustu þar sem í fíkni- meðferð er nær eingöngu einblínt á fíknina sjálfa, ekki mögulegar ástæður fyrir fíkninni, áföllin,“ ritar Margrét. Þá bendir Margrét einnig á að ljóst sé að það þurfi að gæta sér- staklega að fólki sem lendir ungt í áföllum, svo það þurfi ekki að bera afleiðingar áfallanna á herð- um sér langt fram á fullorðinsár, ef ekki alla ævi. Svo virðist sem einnig sé skortur á upplýsingum um úrræði fyrir karlmenn sem lent hafa í áföllum í æsku svo hægt sé að vinna úr afleiðingum áfallsins. „Margir þekkja til einstaklinga eða aðstandenda þeirra sem látið hafa lífið vegna óhóflegrar neyslu fíkniefna. Því miður er þetta vandamál ekki síður á Íslandi en annars staðar. Undanfarin ár hafa sjálfsvíg karlmanna verið áberandi í fréttum hér á landi og er nokkuð ljóst að eitthvað þarf að gera. Sú staðreynd að einstak- lingar grípi til fíkniefna til þess eins að líða betur andlega er sorg- legur raunveruleiki og mikilvægt er að koma til móts við þá sem finnst þeir ekki hafa aðra kosti. Þegar fíkniefnaneysla er orðin að örvæntingarfullri leið til að líða betur er augljóst að neyslan snýst ekki lengur um fíkniefnin. Engri manneskju á að líða eins henn- ar val sé annaðhvort að deyfa sig nógu mikið andlega til að finna ekki til eða að enda líf sitt,“ segir enn fremur í niðurstöðum rann- sóknarinnar. nSmiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „STÓRIR STRÁKAR FARA EKKI AÐ GRENJA“ Skortur er á úrræðum fyrir karlmenn sem lent hafa í áföllum í æsku „Bara deyfa sig nógu mikið niður til þess að þurfa ekki að muna hlutina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.