Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 38
38 13. mars 2020STJÖRNUSPÁ
Lesið í tarot klámstjörnu
stjörnurnar
Spáð í Afmælisbörn vikunnarn 16. mars Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður, 50 ára
n 17. mars Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur, 44 ára
n 18. mars Kogga listakona, 68 ára
n 18. mars Heimir Karlsson útvarpsmaður, 59 ára
n 19. mars Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður, 53 ára
n 20. mars Gísli Rúnar Jónsson leikari, 67 ára
n 21. mars Atli Þór Fanndal blaðamaður, 37 ára
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 15. – 21. mars
Þú fyllist miklum eldmóði, sérstaklega
varðandi allt er varðar hollustu og heil-
brigði. Þú finnur þörf fyrir að hreyfa þig
og það lætur þér líða afskaplega vel. Þú
ert samt ekki hrifin/n af hefðbundnum
líkamsræktarstöðvum en finnur tíma á
óvæntum stað sem á eftir að fylla þig
lífshamingju.
Undanfarna mánuði hefur þér fundist
eins og enginn hafi tekið eftir þér og að
þú sért eiginlega ósýnileg/ur. Í þessari
viku hins vegar kemstu að því að fólk
hefur vissulega tekið eftir því góða starfi
sem þú hefur unnið og þú uppskerð laun
erfiðis þíns. Virkilega spennandi tækifæri
verður á vegi þínum.
Líf þitt hefur einkennst af ringulreið
undanfarið og þér finnst þú stundum
vera að missa tök á lífinu. Nú færist hins
vegar ró yfir allt og þú sættir þig fyllilega
við þitt hlutskipti í lífinu. Hlutir fara eins
og þeir fara og maður getur ekki breytt
öðrum en sjálfum sér. Þetta skaltu hafa
hugfast til að forðast frekari örvilnan.
Þú tekur til hendinni og endurskipuleggur
þig frá A til Ö. Þú færð endanlega leiða
á öllu ruslinu í kringum þig og ákveður
að taka til í kringum þig. Hins vegar felst
þessi endurskipulagning og tiltekt einnig
í því að kafa ofan í sjálfið þar sem þú verð-
ur að meta hvað sé nauðsynlegt fyrir þig
til að lifa sómasamlegu lífi.
Síðustu vikur hafa verið þér erfiðar og það
hefur mikið mætt á þér. Svo mikið að þú
hefur ekki getað eyrnamerkt tíma til að
rækta þig sjálfa/n eða leyst vandamál
sem hvíla þungt á þér. Nú er þungu
fargi af þér létt og þú dembir þér í mikla
sjálfsvinnu til að ákveða hvert þú ætlar
að fara með lífið og núverandi samband
sem þú ert í.
Þú hefur verið að læðast með veggjum
og látið lítið fyrir þér fara, sem er svo sem
ekki mjög ólíkt þér. Þú nýtur einverunnar
og hefur þurft að spá í aðeins of mörg
praktísk atriði. Nú er hins vegar komið
að þér að sletta úr klaufunum og þú ferð
á óviðjafnanlegan viðburð sem opnar
nýjan heim.
Þú þarft að eyða næstu viku eða tveimur
í að sleppa tökunum á ákveðnu verkefni
eða vandamáli og fyrirgefa. Þú átt
yfirleitt auðvelt með að fyrirgefa og
halda áfram, en í þetta sinn reynist þér
það erfitt, einhverra hluta vegna. Gamall
vinur kemur aftur inn í líf þitt og þarf
hjálp. Hins vegar er þessi vinur ekki allur
þar sem hann er séður.
Þú átt stundum erfitt með að brjóta odd
af oflæti þínu en í þessari viku verður þú
að taka á honum stóra þínum. Þú kyngir
stoltinu þegar þú biður um hjálp frá
reynsluminna fólki en þér og það pirrar
þig að þetta fólk hafi rétt fyrir sér. Þú
lærir mikilvæga lexíu um samvinnu sem
þú mátt ekki gleyma.
Það er allt á fullu spani hjá þér þessa
dagana, kæri bogmaður. Þú sérð atvinnu-
tækifæri sem heillar þig og þú stekkur
ekki aðeins á það heldur trampar á því af
öllum þínum mætti. Þú ert tilbúin/n að
byrja upp á nýtt á þínum ferli, fara í allt
aðra átt og það eru virkilega skemmtileg-
ir tímar fram undan.
Þú ferð aðeins út úr boxinu og stingur
upp á hugmynd sem fólkið í kringum þig
kveikir ekki alveg strax á. Gefðu því tíma
– það fattar þetta á endanum. Svo er
það blessað fjölskyldulífið þar sem aldrei
ríkir lognmolla. Þú nærð að vera höfuð
fjölskyldunnar, heldur ávallt ró þinni,
en núna fer þessi ringulreið verulega í
taugarnar á þér.
Þú hefur enga þolinmæði fyrir innan-
tómum orðum og innihaldslausum
samræðum. Tími þinn er afar dýrmætur
og þú einbeitir þér að því að koma hlutum
í verk, ekki bara blaðra og þvaðra. Þú
afkastar miklu um þessar mundir og
verðlaunar þig með því að skipuleggja
algjöra draumaferð.
Þú hittir manneskju sem tengist vinnunni
og þið náið samstundis saman. Þið byrjið
strax að plana einhvers konar atvinnu-
tækifæri, sem er afar spennandi þótt það
gefi ekki mikið í aðra hönd. Nú er tími fyrir
þig að skína og þú verður að fylgja eigin
sannfæringu í þessu verkefni. Peningar
eru ekki allt, mundu það.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Ný ást – Svona eiga þau saman
Á
strós Rut Sigurðardóttir vann huga og hjörtu
þjóðarinnar ásamt eiginmanni sínum, Bjarka
Má Sigvaldasyni heitnum, er þau opnuðu sig
um baráttu Bjarka við krabbamein. Bjarki lést
á síðasta ári en nú hefur Ástrós fundið ástina á ný í
örmum Davíðs Arnar Hjartarsonar. DV ákvað að lesa
í stjörnumerkin og sjá hvernig nýja parið á saman.
Ástrós er naut en Davíð er krabbi. Þegar þessi tvö
merki fella hugi saman er það yfirleitt ávísun á far-
sælt ástarsamband. Krabbinn og nautið eiga nefni-
lega margt sameiginlegt. Þau þrá bæði öryggi í ást-
arsambandi ofar öllu, eru heimakær og elska fátt
meira en kósíkvöld í náttfötunum.
Þegar krabbinn og nautið mætast á rómantískan
máta þá eru þau oft parið sem aðrir líta upp til. Sam-
bandið er sterkt og einbeita þau sér bæði að því
að halda fjölskyldunni saman og hamingjusamri.
Nautið þarf hins vegar að skilja að krabbinn er mjög
viðkvæmur á tilfinningasviðinu og krabbinn þarf að
vera skýr í samskiptum sínum við nautið. Krabb-
inn á það til að byrgja tilfinningar inni og því laðast
hann að opinskáa nautinu.
Bæði krabbinn og nautið kjósa fremur að eyða
tíma sínum með maka en í margmenni. Því ná þau
að skapa góðan og traustan grunn sem þau geta
byggt á um ókomna tíð. Framtíðin er svo sannarlega
björt í þessu sambandi.
Ástrós
Fædd: 18. maí 1988
Naut
n áreiðanleg
n þolinmóð
n trygglynd
n ábyrg
n þrjósk
n ósamvinnuþýð
Davíð
Fæddur: 16. júlí 1986
Krabbi
n frjó hugsun
n tilfinningaríkur
n heiðarlegur
n geðfelldur
n svartsýnn
n óöruggur
Neikvæðnisraddir
tefja fyrir honum
S
tefan Octavian, klámstjarna og fylgdarsveinn,
var borinn þungum sökum í vikunni af ósátt-
um viðskiptavinum sem höfðu keypt nær-
föt af honum í gegnum Snapchat. Stefan
þvertók fyrir að hafa svindlað og segir málið hafa
valdið honum miklu hugarangri. Því ákvað DV að
leggja tarotspil fyrir Stefan og sjá hvað framtíðin
ber í skauti sér, en lesendur DV geta sjálfir dregið
tarotspil á vef DV.
Hörundsár
Fyrsta spilið sem kemur upp fyrir Stefan er 9 sverð.
Stefan þarf að varast að leyfa hindrunum fortíð-
ar að eyðileggja góðar stundir sem hann er
að upplifa núna. Stefan er einnig að reyna
að flýja eitthvað sem gerðist í fortíðinni en
það má hann alls ekki gera. Hann þarf að
taka á honum stóra sínum og takast á við
þau vandamál sem blasa við. Stefan á
það til að vera mjög hörundsár og taka
skoðanir annarra of nærri sér. Það tef-
ur fyrir honum og hann þarf að kljást við
kvíða næstu vikur út af þessu. Hann er hins
vegar fullkomlega fær um að hreinsa all-
ar hindranir úr vitund sinni og blása
á neikvæðnisraddirnar.
Velferð náungans
Næst er það Keisarinn.
Það táknar tækifæri
sem Stefan stendur
frammi fyrir núna.
Hann þarf að kanna
möguleika fram-
tíðarinnar gaum-
gæfilega því nýtt
starf er í kort-
unum hjá hon-
um sem getur gefið af sér alls kyns spennandi
möguleika. Þá skal Stefan muna að velferð ná-
ungans getur komið honum lengra en hann grun-
ar. Hann skal ekki fyllast öfund vegna velgengni
annarra því hún getur verið lykillinn að hans eigin
velgengni.
Góð vinátta
Loks er það Stafagosi. Það spil táknar góðan vin Stef-
ans, líflega manneskju sem færir Stefani skemmti-
legar stundir og spennu. Þessi vinátta er byggð á
trausti og fram undan eru góðir tímar. Þessi mann-
eskja færir Stefani góðar fréttir innan tíðar og við
það fyllist hann orku og metnaði. Verkefni sem
er nýtt af nálinni fyllir Stefan eldmóði og ný
tækfæri bíða hans handan hornsins. Virki-
lega spennandi tímar þar sem
þessi góði vinur kemur
sterkur inn. n