Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 13. mars 2020 YFIRHEYRSLAN Ævisaga sjálfhverfrar Dragdrottningar Dragdívan Gógó Starr segist óstöðvandi þegar hún stígur á svið en hún skemmtir á veitingastaðnum Fjallkonunni hvern þriðju- dag ásamt því að troða upp í dragsýningum á skemmtistaðnum Kíki og sinna veislu- stjórn. Gógó Starr er í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Á sviðinu að baða mig í sviðsljósi. Þar kemur eitthvað yfir mig og ég fyllist sjálfstrausti og skemmtikrafti. Á sviðinu er ég einfaldlega óstöðvandi. Hvað óttastu mest? Það er ekki margt sem mér dettur í hug sem ég óttast eitthvað sérstaklega. Kannski er ákveðinn ótti að vera „cancelled“ á samfélagsmiðlum – en ég held að það sé einhver „constant“ frumótti við að detta á hælum og brjóta á mér hálsinn. Hvert er mesta afrek þitt? Ég hef gert margt sem ég er mjög stolt af; unnið Dragkeppni Íslands, komið á fót mánaðarlegu drag- sýningunum Drag-Súgur, verið drifkraftur bak við endurlífgun dragsenu Íslands, túrað um Bandaríkin og Evrópu til að koma fram í dragi og skemmta nýjum áhorfendum. En ég held að mitt helsta afrek sé að vera skrúðgöngu-fjallkona Reykjavíkurborgar 2018. Það er eitt af því sem ég er mest stolt af og setti drag á stærra sjónarsvið. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Áður en ég varð dragdrottning að atvinnu þá vann ég við alls konar mismunandi hluti, þar af var örugglega það furðulegasta þegar ég vann heilt sumar á lyftara á vöruhóteli. Gellan er með vinnuvélaréttindi, sko! Það starf, að taka niður vörubretti 24/7 var ekki nálægt því að vera nógu „fabjúlöss“ fyrir mig. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Eitthvað drag- eða stjörnu orðagrín; Dragbók, Drag- fari, Stjörnuljós, Dragatal, Dragmóðir … og endar svo á einhverju dramatísku en fyndnu og furðulegu eins og „Ævisaga sjálfhverfrar Dragdrottningar“, svo fólk viti að þetta sé ég. Hvernig væri bjórinn Gógó Starr? Ég drekk ekki bjór, svo ég veit ekki hvernig sá bjór væri – en þegar það verður til Gógó Starr kokteill, þá mun hann klárlega vera frekar sætur, mjög „complex“ og miklu áfengari en þú heldur. Besta ráð sem þú hefur fengið? „Fake it ‘til you make it“ – og haltu svo áfram að feik- aða! Láttu bara eins og þú vitir hvað þú ert að gera, settu smá sjálfstraust í allt sem þú ert að gera og þú verður óstöðvandi. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Það er tæpt á milli þess að vaska upp eða para saman ósamstæða svarta sokka eftir þvott. Ég hef bara engan tíma í sólarhringnum fyrir þannig vesen. Besta bíómynd allra tíma? Það eru tvær bíómyndir sem ég dýrka meira en allt annað – og þær eru The Incredibles og Who framed Roger Rabbit. Ég get ekki valið á milli – þær eru báðar svo skemmtilegar og gáfu mér innblástur til að fara að læra teiknimyndagerð, sem þróaðist út í tölvuleikjagerð, svo að sjálfsögðu er ég „full-time“ dragdrottning í dag. En ef við viljum fá einhverja leikna bíómynd þá verð ég að segja að Parasite er ein besta mynd sem ég hef séð. Hvílík snilld! Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri svo til í að hafa hæfileikann til að segja „nei“ þegar ég vil. Það kemur mér alltaf á óvart hvað ég er mikill „people-pleaser“ og oft á minn kostnað. Mig langar að geta fókusað betur á mig og vera óhræddur við að segja nei við annað fólk þegar það á við. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að hætta í vel borgaðri vinnu við eitthvað sem ég hafði lært fyrir og var góður í, til að eltast við drag sem atvinnu. Það var án efa mesta áhætta sem ég hafði tekið; að stökkva fram af með ekkert öryggi. En hér er ég í dag, búin að vera „full-time“ dragdrottning í að verða þrjú ár og sé ekki eftir neinu. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Þegar ég segi „þú veist“ í öðru hverju orði. Það er óþolandi. Nei, þau vita ekki, af því að þú ert að segja þeim eitthvað – haltu bara áfram að tala – gahh! Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Nammi. Bara flestallt nammi og snarl. Og ís! Mjög mikið af ís! Í hreinskilni sagt skil ég ekki hvernig ég er svona í laginu. Hvað er á döfinni hjá þér? Það er alltaf eitthvað í gangi í dragheimum, ég er með Gógó Starr Game Night á Fjall- konunni á hverjum þriðjudegi, Hlað- varpið Ráðlagður Dragskammtur sem fer í loftið á hverjum fimmtu- degi klukkan 2 á 101 Live, Spotify og Apple-podcasts, og svo er að sjálfsögðu Drag-Súgur á Gauknum í hverjum mánuði. Það eru Búkalú-sýningar, drag-„show“ á Kiki, veislu- stjórn og atriði á árshátíð- um, skemmtanir í einkapar- tíum og hvaðeina. Það eru alltaf fleiri sýningar og viðburðir sem poppa upp svo endilega fylgist með á Facebook, Instagram eða fáið smá dragskemmtun beint í æð á TikTok. Íris Hauksdóttir iris@dv.isMYND: EYÞÓR ÁRNASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.