Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2020, Blaðsíða 36
36 FÓKUS 13. mars 2020
Hetjan í búrinu
n Tómatar í dós eru hræódýrt hráefni n Hægt að nota á óendanlega marga vegu
N
iðursoðnir tómatar í dós eru afar ódýrt hráefni en
möguleikarnir með þetta einfalda hráefni í elda-
mennsku eru óendanlega margir. Hægt er að nota
tómatana í alls kyns súpur, sósur og ljúffenga rétti,
en hér er aðeins brotabrot af þeim uppskriftum sem tómat-
ar í dós gera enn þá betri. Það er því um að gera að eiga
alltaf þessa hetju í búrinu því dósamatur geymist heillengi.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
n 2 msk. ólífuolía
n 1 laukur, saxaður
n ½ tsk. salt
n ¼ tsk. pipar
n 4 hvítlauksgeirar, smátt
saxaðir
n 800 g tómatar í dós
n ½ tsk. sykur
n ½ bolli kjúklinga- eða
grænmetissoð
n 15 fersk basilíkulauf, þunnt
skorin
n 1/3 bolli rjómi
Hitið olíu í potti og steikið
lauk, salt og pipar yfir meðal-
hita þar til laukurinn er mjúkur
og gagnsær, í um 5 til 7 mín-
útur. Bætið hvítlauk saman við
og steikið í um mínútu. Bætið
tómötum, soði og basilíku
saman við. Látið malla í um
tuttugu mínútur. Takið af hitan-
um og látið kólna aðeins. Setjið
blönduna síðan í matvinnslu-
vél og maukið eða maukið með
töfrasprota. Setjið blönduna
aftur í pottinn og bætið við
rjóma. Hrærið og náið upp hita
í súpunni yfir meðalhita. Berið
strax fram með basilíku, rjóma
og parmesan.
Tómatsúpa
Besta lasanja í heimi
n 1 msk. kókosolía
n 1 meðalstór laukur, saxaður
n 1 stór hvítlauksgeiri, smátt saxaður
n 1 msk. garam masala-krydd
n 1 tsk. þurrkaður kóríander
n 1 tsk. broddkúmen
n 1 tsk. þurrkað engifer
n 450 g kjúklingur, skorinn í bita
n 1 dós kókosmjólk
n 1 msk. tómatpúrra
n 1 dós maukaðir tómatar
n 1 bolli frosnar baunir
n kóríander
n læmsafi
n salt og pipar eftir smekk
Bræðið kókosolíu í stórri pönnu. Steikið laukinn yfir
meðalhita í um 3 mínútur. Bætið hvítlauk saman við
og snöggsteikið í 30 sekúndur. Ýtið lauk og hvítlauk í
einn enda pönnunnar og setjið óeldaða kjúklinginn
í miðjuna. Eldið í 4 til 5 mínútur á einni hlið, snúið
og eldið í 4 til 5 mínútur til viðbótar. Bætið kryddi og
salti saman við og hrærið öllu vel saman. Eldið í um 1
mínútu. Bætið síðan kókosmjólk, tómötum og tómat-
púrru saman við og hrærið. Náið upp suðu, lækkið
hitann og látið malla í 10 mínútur. Hrærið baunum
saman við og látið malla í 1 til 2 mínútur til viðbótar.
Saltið og piprið eftir þörfum og berið fram með kórí-
ander og læmsafa.
Tikka Masala
á hálftíma
n 2 msk. ólífuolía
n 25 g smjör
n 450 g nautahakk
n 1 laukur, saxaður
n 2 hvítlauksgeirar,
maukaðir
n 20 konfekttómat-
ar, skornir í helm-
inga
n 800 g tómatar í
dós
n 100 g tómatpúrra
n ½–1 bolli
kjúklinga- eða
grænmetissoð
n 1½ tsk. ítölsk
kryddblanda
n ½ tsk. múskat
n 1 tsk. salt
n ½ tsk. pipar
n ¼ tsk. brodd-
kúmen
n 4 msk. fersk
steinselja, söxuð
n 12 lasanjaplötur
n 450 g kotasæla
n 1 egg
n 300 g rifinn ostur
n ¾ bolli rifinn
parmesanostur
Hitið olíu og smjör í stórri pönnu yfir meðal-
háum hita. Steikið laukinn í um fimm mín-
útur og bætið hvítlauk saman við. Bætið
konfekttómötum út í og látið malla í nokkrar
mínútur. Sprengið tómatana með sleif eða
spaða. Búið til pláss í miðjunni og steikið
hakkið. Kryddið með ítölsku kryddi, múskati,
salti, pipar og broddkúmen. Blandið vel
saman og bætið tómötum í dós, púrru og
soði vel saman við. Blandið 2 matskeiðum af
steinselju saman við. Lækkið hitann og látið
malla í einn og hálfan tíma. Hrærið reglulega
í kjötsósunni. Náið upp suðu í potti með létt-
söltuðu vatni og sjóðið lasanjaplöturnar í 8
til 10 mínútur. Þerrið þær á smjörpappírsörk.
Blandið kotasælu, eggi, restinni af steinselju
og smá salti saman í skál.
Þá er að setja réttinn saman. Hitið ofninn í
190°C. Dreifið 1½ bolla af kjötsósu í botninn
á stóru eldföstu móti. Raðið 3–6 lasanjaplöt-
um ofan á. Dreifið úr helmingnum af kota-
sælublöndunni ofan á og síðan 1/3 af rifna
ostinum. Hellið 1½ bolla af kjötsósunni ofan
á og stráið ¼ bolla af parmesanosti ofan á.
Endurtakið og toppið síðan með restinni af
ostinum og parmesanosti. Hyljið með álp-
appír og bakið í 25 mínútur. Takið álpappír-
inn af og bakið í aðrar 25 mínútur.
Yljar Það er
fátt betra á
köldu kvöldi en
heit tómatsúpa.
Þolinmæðii Þetta
lasagne tekur sinn tíma
en er vel þess virði.
Flýtileiðin
Tikka Masala
þarf ekki að
taka allan
daginn.